Ruth Bader Ginsburg greinist með krabbamein í fimmta sinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2020 17:51 Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari í Bandaríkjunum. Getty/ Shannon Finney Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari í Bandaríkjunum, gengst nú undir geislameðferð vegna krabbameins í lifur. Í tilkynningu frá dómaranum, sem er 87 ára gömul, segir að meðferðin gangi vel og hún sé fullfær um að sinna sínum skyldum sem dómari. Að sögn Ginsburg fundust meinvörp í lifrinni en að geislameðferðin hafi gengið vel og þau fari nú hjaðnandi. Ginsburg er aldursforseti hæstaréttardómaranna og er fylgst grannt með heilsufari hennar en hún hefur þurft að leggjast inn á spítala reglulega undanfarin ár. Hún hefur hins vegar alltaf snúið aftur til vinnu stuttu eftir hverja meðferð. Í ágúst 2019 gekkst Ginsburg undir meðferð vegna krabbameinsæxlis á brisi. Hún greindist með krabbamein í ristli árið 1999 og gekkst undir meðferð. Þá greindist hún með krabbamein í brisi árið 2009. Í desember 2018 þurfti hún að fara í aðgerð til að fjarlægja tvo krabbameinshnúða úr lungum. Meðferðin hófst þann 19. maí síðastliðinn en að sögn hennar hafa meinvörpin í lifrinni minnkað mikið og ekkert bendi til að krabbameinið hafi dreifst frekar um líkamann. Þá gangi meðferðin vonum framar og henni líði vel. Hún muni fara í geislameðferð tvisvar í viku til að halda vinna á meininu. Hæstaréttardómarar eru skipaðir til æviloka eða þar til þeir kjósa að setjast í helgan stein. Stuðningsmenn Ginsburg hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að léti Ginsburg af störfum myndi íhaldssamur dómari líklega vera skipaður í hennar stað. Nú eru fimm af níu dómurum hæstaréttar Bandaríkjanna íhaldssamir en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað tvo á embættistíð sinni. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Ginsburg komin heim og er við góða heilsu Hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið útskrifuð af Johns Hopkins sjúkrahúsinu eftir að hafa verið lögð inn vegna mögulegrar sýkingar. 15. júlí 2020 23:36 Ginsburg lögð inn á sjúkrahús Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið flutt á sjúkrahús vegna mögulegrar sýkingar. 14. júlí 2020 23:37 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari í Bandaríkjunum, gengst nú undir geislameðferð vegna krabbameins í lifur. Í tilkynningu frá dómaranum, sem er 87 ára gömul, segir að meðferðin gangi vel og hún sé fullfær um að sinna sínum skyldum sem dómari. Að sögn Ginsburg fundust meinvörp í lifrinni en að geislameðferðin hafi gengið vel og þau fari nú hjaðnandi. Ginsburg er aldursforseti hæstaréttardómaranna og er fylgst grannt með heilsufari hennar en hún hefur þurft að leggjast inn á spítala reglulega undanfarin ár. Hún hefur hins vegar alltaf snúið aftur til vinnu stuttu eftir hverja meðferð. Í ágúst 2019 gekkst Ginsburg undir meðferð vegna krabbameinsæxlis á brisi. Hún greindist með krabbamein í ristli árið 1999 og gekkst undir meðferð. Þá greindist hún með krabbamein í brisi árið 2009. Í desember 2018 þurfti hún að fara í aðgerð til að fjarlægja tvo krabbameinshnúða úr lungum. Meðferðin hófst þann 19. maí síðastliðinn en að sögn hennar hafa meinvörpin í lifrinni minnkað mikið og ekkert bendi til að krabbameinið hafi dreifst frekar um líkamann. Þá gangi meðferðin vonum framar og henni líði vel. Hún muni fara í geislameðferð tvisvar í viku til að halda vinna á meininu. Hæstaréttardómarar eru skipaðir til æviloka eða þar til þeir kjósa að setjast í helgan stein. Stuðningsmenn Ginsburg hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að léti Ginsburg af störfum myndi íhaldssamur dómari líklega vera skipaður í hennar stað. Nú eru fimm af níu dómurum hæstaréttar Bandaríkjanna íhaldssamir en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað tvo á embættistíð sinni.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Ginsburg komin heim og er við góða heilsu Hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið útskrifuð af Johns Hopkins sjúkrahúsinu eftir að hafa verið lögð inn vegna mögulegrar sýkingar. 15. júlí 2020 23:36 Ginsburg lögð inn á sjúkrahús Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið flutt á sjúkrahús vegna mögulegrar sýkingar. 14. júlí 2020 23:37 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Ginsburg komin heim og er við góða heilsu Hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið útskrifuð af Johns Hopkins sjúkrahúsinu eftir að hafa verið lögð inn vegna mögulegrar sýkingar. 15. júlí 2020 23:36
Ginsburg lögð inn á sjúkrahús Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg hefur verið flutt á sjúkrahús vegna mögulegrar sýkingar. 14. júlí 2020 23:37