Eiður Smári: Það mega allir dagar vera eins og í dag, þá verður þetta fínt Árni Jóhannsson skrifar 18. júlí 2020 18:48 Eiður Smári Guðjohnsen með sigur í fyrsta leik sínum sem þjálfari FH. mynd/stöð 2 Annar þjálfari FH var skiljanlega ánægður með það að hafa landað sigri í móti Fjölni í dag í 7. umferð Pepsi Max deildinni í knattspyrnu ásamt því að vera ánægður með að hafa haldið hreinu. Hann var ekki sammála því að þetta hafi verið þægilegt fyrir sína menn þrátt fyrir að það hafi litið þannig út úr blaðamannastúkunni. „Við þurftum að hafa fyrir þessu og það virkilega en 3-0 er sannfærandi sigur ef svo má segja og okkur leið ágætlega komandi út í seinni hálfleikinn. Það er samt fullt sem má bæta í okkar leik líka“. Eiður og Logi gerðu engar breytingar á byrjunarliði FH frá því í seinasta leik og var hann spurður að því hvort tíminn hafi verið of naumur til þess. Þeir félagar tóku við liðinu á fimmtudaginn síðastliðinn. „Við sáum ekki ástæður til þess að breyta byrjunarliðinu sem slíku. Við sáum ástæður til að koma með nokkrar áherslubreytingar sem við vorum virkilega ánægðir að sjá gerast í leiknum. Það að hafa haldið hreinu var eitt af okkar aðalmarkmiðum í dag en á köflum í leiknum þá fannst okkur við ekki alveg nógu yfirvegaðir á boltann og við hefðum getað haldið honum aðeins betur. Vorum værukærir í fyrri hálfleik og úr því fengu Fjölnismenn sín færi. Það var bara út af okkar klaufaskap og mistökum en eftir tvo daga með liðið og frammistöðuna sem við sýndum þá er ekki hægt að setja út á neitt. Ekki viljann og ekki neitt nema bara að þjálfarinn vill alltaf meira“. Það er einn ljóður á annars fínum sigri FH-inga í dag en Guðmann Þórisson fékk reisupassann í blálokin í unnum leik fyrir tvö gul spjöld sem hefði verið hægt að sleppa við. Eiður var spurður hvort það væri ekki dýrt og erfitt að missa svona reynslubolta í bann fyrir pínu heimskuleg spjöld. „Fyrir það fyrsta var Guðmann frábær í dag eins og öll varnarlínan plús markvörður. Þessi spjöld eru eitthvað sem ég bara tek fyrir inn í klefa“. Að lokum var Eiður beðinn um að reyna að sjá fyrir sér hvernig framhaldið yrði eftir þennan fyrsta dag á skrifstofunni. „Það mega allir dagar vera eins og í dag, þá verður þetta fínt. Við vorum bara virkilega ánægðir með að sjá áherslubreytingarnar okkar koma inn í liðið en þær virkuðu oft á tíðum mjög vel. Það á enn eftir að fínpússa ýmislegt og það á eftir að bæta upplýsingum við á leikmennina þegar líður á hvernig við spilum og eftir því hvaða mótherji er. Fyrsti leikur, þrjú stig og 3-0 á útivelli. Við getum ekki beðið um mikið meira“. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn FH Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - FH 0-3 | Öruggur sigur í fyrsta leik Loga og Eiðs FH vann öruggan sigur á Fjölni í fyrsta leiknum undir stjórn Loga Ólafssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. júlí 2020 18:00 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Annar þjálfari FH var skiljanlega ánægður með það að hafa landað sigri í móti Fjölni í dag í 7. umferð Pepsi Max deildinni í knattspyrnu ásamt því að vera ánægður með að hafa haldið hreinu. Hann var ekki sammála því að þetta hafi verið þægilegt fyrir sína menn þrátt fyrir að það hafi litið þannig út úr blaðamannastúkunni. „Við þurftum að hafa fyrir þessu og það virkilega en 3-0 er sannfærandi sigur ef svo má segja og okkur leið ágætlega komandi út í seinni hálfleikinn. Það er samt fullt sem má bæta í okkar leik líka“. Eiður og Logi gerðu engar breytingar á byrjunarliði FH frá því í seinasta leik og var hann spurður að því hvort tíminn hafi verið of naumur til þess. Þeir félagar tóku við liðinu á fimmtudaginn síðastliðinn. „Við sáum ekki ástæður til þess að breyta byrjunarliðinu sem slíku. Við sáum ástæður til að koma með nokkrar áherslubreytingar sem við vorum virkilega ánægðir að sjá gerast í leiknum. Það að hafa haldið hreinu var eitt af okkar aðalmarkmiðum í dag en á köflum í leiknum þá fannst okkur við ekki alveg nógu yfirvegaðir á boltann og við hefðum getað haldið honum aðeins betur. Vorum værukærir í fyrri hálfleik og úr því fengu Fjölnismenn sín færi. Það var bara út af okkar klaufaskap og mistökum en eftir tvo daga með liðið og frammistöðuna sem við sýndum þá er ekki hægt að setja út á neitt. Ekki viljann og ekki neitt nema bara að þjálfarinn vill alltaf meira“. Það er einn ljóður á annars fínum sigri FH-inga í dag en Guðmann Þórisson fékk reisupassann í blálokin í unnum leik fyrir tvö gul spjöld sem hefði verið hægt að sleppa við. Eiður var spurður hvort það væri ekki dýrt og erfitt að missa svona reynslubolta í bann fyrir pínu heimskuleg spjöld. „Fyrir það fyrsta var Guðmann frábær í dag eins og öll varnarlínan plús markvörður. Þessi spjöld eru eitthvað sem ég bara tek fyrir inn í klefa“. Að lokum var Eiður beðinn um að reyna að sjá fyrir sér hvernig framhaldið yrði eftir þennan fyrsta dag á skrifstofunni. „Það mega allir dagar vera eins og í dag, þá verður þetta fínt. Við vorum bara virkilega ánægðir með að sjá áherslubreytingarnar okkar koma inn í liðið en þær virkuðu oft á tíðum mjög vel. Það á enn eftir að fínpússa ýmislegt og það á eftir að bæta upplýsingum við á leikmennina þegar líður á hvernig við spilum og eftir því hvaða mótherji er. Fyrsti leikur, þrjú stig og 3-0 á útivelli. Við getum ekki beðið um mikið meira“.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn FH Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - FH 0-3 | Öruggur sigur í fyrsta leik Loga og Eiðs FH vann öruggan sigur á Fjölni í fyrsta leiknum undir stjórn Loga Ólafssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. júlí 2020 18:00 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Leik lokið: Fjölnir - FH 0-3 | Öruggur sigur í fyrsta leik Loga og Eiðs FH vann öruggan sigur á Fjölni í fyrsta leiknum undir stjórn Loga Ólafssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. júlí 2020 18:00