Innlent

Hjálpuðu 12 ára dreng í sjálfheldu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mynd frá vettvangi.
Mynd frá vettvangi. Landsbjörg

Björgunarsveit á Vík í Mýrdal var kölluð út á sjötta tímanum í dag vegna 12 ára drengs sem lent hafði í sjálfheldu við Uxafótalæk, skammt austan við Vík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Drengurinn hafði verið að skoða sig um og klifra í klettum við foss í Uxafótalæk. Hann var staddur í umræddum klettum, varð skelkaður og komst ekki niður af sjálfsdáðum.

Björgunarsveitarfólk kom á vettvang, setti upp búnað til að tryggja öryggi drengsins og fylgdi honum niður upp úr klukkan hálf sjö í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×