Kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt ætlað að rjúfa félagslega einangrun í kjölfar kórónuveirufaraldursins Elísabet Inga Sigurðardóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 19. júlí 2020 19:30 Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, stendur fyrir verkefninu sem heitir Sumarsamvera og snýst um að rjúfa félagslega einangrun jarðarhópa í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Formaður samtakanna segir að faraldur kórónuveirunnar hafi verið mörgum erfiður, sérstaklega þeim sem hafa lítið á milli handanna. Börn voru mikið heima og ekki í mötuneyti að sækja. „Þeir sem bjuggu við erfiðleika fyrir þeir fóru illa út úr covid-19. Lentu illa í því,“ sagði Ásta Dís Guðjónsdóttir, formaður Pepp. Um er að ræða ókeypis kaffihús í Mjódd þar sem boðið er upp á kaffi og meðlæti og er verkefnið styrkt af Reykjavíkurborg. Þá er svokallað gefins borð á staðnum þar sem fólk getur tekið sér fatnað, bækur og smáhluti sem samtökin hafa fengið gefins. Mikill fjöldi gesta eru börn. Hún segir örykja þann hóp sem eigi hvað erfiðast með að ná endum saman. „Svo er hópur hælisleitenda sem er ekki kominn með fastar tekjur og eiga erfitt líka. Það eru þeir hópar sem ég sé mest.“ Verkefnið hófst þann 29. júní og komu 200 manns fyrstu vikuna. Verkefnið nýtur vaxandi vinsælda en nú koma daglega sjötíu manns á kaffihúsið. Fjöldinn kom Ástu ekki á óvart enda er þörfin til staðar. „Við finnum bara að fólk kemur aftur og aftur og finnum að þessu fólki líður vel hérna og teljum bara þetta verkefni mjög vel heppnað hjá okkur,“ sagði Ásta. Kaffihúsið er opið alla virka daga frá klukkan ellefu til þrjú fram að 21. ágúst. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, stendur fyrir verkefninu sem heitir Sumarsamvera og snýst um að rjúfa félagslega einangrun jarðarhópa í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Formaður samtakanna segir að faraldur kórónuveirunnar hafi verið mörgum erfiður, sérstaklega þeim sem hafa lítið á milli handanna. Börn voru mikið heima og ekki í mötuneyti að sækja. „Þeir sem bjuggu við erfiðleika fyrir þeir fóru illa út úr covid-19. Lentu illa í því,“ sagði Ásta Dís Guðjónsdóttir, formaður Pepp. Um er að ræða ókeypis kaffihús í Mjódd þar sem boðið er upp á kaffi og meðlæti og er verkefnið styrkt af Reykjavíkurborg. Þá er svokallað gefins borð á staðnum þar sem fólk getur tekið sér fatnað, bækur og smáhluti sem samtökin hafa fengið gefins. Mikill fjöldi gesta eru börn. Hún segir örykja þann hóp sem eigi hvað erfiðast með að ná endum saman. „Svo er hópur hælisleitenda sem er ekki kominn með fastar tekjur og eiga erfitt líka. Það eru þeir hópar sem ég sé mest.“ Verkefnið hófst þann 29. júní og komu 200 manns fyrstu vikuna. Verkefnið nýtur vaxandi vinsælda en nú koma daglega sjötíu manns á kaffihúsið. Fjöldinn kom Ástu ekki á óvart enda er þörfin til staðar. „Við finnum bara að fólk kemur aftur og aftur og finnum að þessu fólki líður vel hérna og teljum bara þetta verkefni mjög vel heppnað hjá okkur,“ sagði Ásta. Kaffihúsið er opið alla virka daga frá klukkan ellefu til þrjú fram að 21. ágúst.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira