Umfjöllun og viðtöl: Fylkir 2-1 Stjarnan | Árbæingar upp í 3. sætið Ísak Hallmundarson skrifar 20. júlí 2020 22:05 Fylkir hefur byrjað leiktíðina með ágætum. VÍSIR/DANÍEL Fylkir vann 2-1 sigur á Stjörnunni í Pepsi Max deild kvenna á heimavelli Fylkis í Árbænum í kvöld. Fyrri hálfleikurinn spilaðist frekar jafnt þar sem bæði lið fengu fjölda góða tækifæra en það var Eva Rut Ásþórsdóttir sem kom Fylki í forystu á 33. mínútu með geggjuðu marki. Hún lét þá vaða af um 40 metra færi og boltinn fór yfir Birtu Guðlaugsdóttur í marki Stjörnunnar og í hornið á netinu. Staðan í hálfleik 1-0 fyrir heimakonum. Stjarnan byrjaði síðari hálfleikinn betur og var í raun mun sterkari aðilinn allan seinni hálfleik. Þær náðu að jafna á 55. mínútu þegar Arna Dís Arnþórsdóttir fékk sendingu inn fyrir vörn Fylkis og kláraði færið snyrtilega framhjá Cecilíu í markinu. Stjarnan stjórnaði leiknum næstu mínútur en þær urðu fyrir áfalli á 70. mínútu þegar Shameeka Nikoda Fishley fékk beint rautt spjald fyrir að gefa Þórdísi Elvu Ágústsdóttur olnbogaskot. Stjarnan þurfti því að spila manni færri það sem eftir lifði leiks. Þrátt fyrir að vera manni fleiri virtist ekkert benda til þess að Fylkir myndi ná að landa sigrinum, Stjarnan sótti áfram meira og var líklegri þar til á 86. mínútu, þá gerðist það að Bryndís Arna Níelsdóttir fékk boltann utan teigs, lét vaða á markið og þrátt fyrir að skotið virtist ekki hættulegt í fyrstu þá lak boltinn í gegnum Birtu í marki Stjörnunnar. Dýrkeypt mistök hjá Birtu sem tryggði Fylkiskonum sigurinn og stigin þrjú. Af hverju vann Fylkir? Þær áttu í rauninni ekki að vinna þennan leik miðað við hvernig hann spilaðist. Stjarnan var betri í leiknum, sérstaklega í seinni hálfleik, og Fylkisliðið átti slæman dag. Hinsvegar fengu Fylkiskonur sigurmarkið á silfurfati og þá hafði það auðvitað áhrif á leikinn að Stjarnan missti mann af velli með rauða spjaldið. Hverjar stóðu upp úr? Cecilía Rán átti frábæran leik í marki Fylkis og bjargaði sínu liði oftar en einu sinni með markvörslu. Eva Rut átti fínan leik á miðjunni hjá Fylki og María Björg Fjölnisdóttir átti flotta innkomu. Hjá Stjörnunni átti Arna Dís Arnþórsdóttir góðan leik bæði varnarlega og sóknarlega séð og Betsy Doon Hassett og Jana Sól Valdimarsdóttir voru sprækar fram á við. Hvað gekk illa? Fylkisliðinu í seinni hálfleik. Birta Guðlaugsdóttir átti síðan að gera betur í sigurmarki Fylkis. Hvað gerist næst? Fylkir fer upp í þriðja sætið með sigrinum en Stjarnan situr eftir í sjöunda sæti. Næst fer Fylkir á Akureyri og mætir Þór/KA á meðan Stjarnan tekur á móti Þrótti í Garðabæ. Kjartan var ekki sáttur með spilamennskuna en tók þó glaður við þremur stigum.vísir/bára Kjartan Stefánsson: Lélegasti leikur okkar á árinu ,,Ég er ánægður með þessi þrjú stig, en þetta var örugglega lélegasti leikur okkar á þessu ári, það er klárt, en gríðarlega sáttur með þrjú stig,‘‘ sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis eftir leik. Eftir frekar jafnan fyrri hálfleik var Stjarnan mun betri aðilinn í þeim seinni. ,,Við fórum í tveggja sentera kerfi, ég veit ekki hvort það breytti einhverju, Margrét kom góð inn og breytti ýmsu fyrir okkur en mér fannst við bara rosalega ólíkar okkur. Við vorum bara lélegar í þessum leik, heilt yfir.‘‘ Þrátt fyrir dapran leik eru úrslit það sem skiptir öllu máli í fótbolta og Kjartan er gríðarlega sáttur að hafa landað þessum sigri. ,,Gríðarlega gaman að ná þessu og við vorum að trúa að við gætum tekið þátt í toppbaráttu, kannski þarf eitthvað svona til þess að geta tekið þátt í þessu. En Stjarnan var bara yfir í flestu og kannski þetta rauða spjald hafi breytt helling,‘‘ sagði hann að lokum. Eva Rut Ásþórsdóttirfacebook/Fylkir Eva Rut Ásþórsdóttir: Þetta var ekki fallegt ,,Þetta var ekki fallegt, en við sigldum því samt, það var mjög sætt,‘‘ sagði Eva Rut, leikmaður og markaskorari Fylkis. Eva skoraði fyrsta mark leiksins, frábært mark af um 40 metra færi. ,,Ég sá hana vera mjög framarlega og ákvað bara að láta vaða og það heppnaðist,‘‘ sagði Eva um markið. Hún var ekki sátt með spilamennsku Fylkis í seinni hálfleik, þrátt fyrir sigur. ,,Við bara mættum ekki til leiks, það var bara svoleiðis, þetta var alls ekki fallegt en það er sterkt að vinna svona leiki þar sem við erum ekki að spila okkar besta leik. Það er þvílíkur karakter í liðinu að ná að klára svona og gefast ekki upp þó að þær séu í færum hægri vinstri,‘‘ sagði Eva að lokum. Kristján var sáttur með spilamennskuna þrátt fyrir tap.vísir/hag Kristján Guðmundsson: Liðið var geggjað í dag Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segist ekki geta verið annað en sáttur með spilamennskuna eftir leik þrátt fyrir að erfitt sé að kyngja tapinu. ,,Þetta er stórskrýtið alveg. Spila svona góðan leik en gera svona rosalega stór mistök sem verður til þess að við fáum ekkert stig, en liðið var alveg geggjað í dag. Þetta er bæði ákveðið reynsluleysi í sóknarleiknum, við hefðum kannski getað verið búin að loka þessum leik og klára hann bara með því að nýta betur þessi hálffæri sem við fengum þegar við vorum að ógna þeim, en þetta kemur allt saman, liðið var að spila á ótrúlega góðum stað,‘‘ sagði Kristján. Hann hefur marga jákvæða punkta til að vinna með þrátt fyrir fjögur töp í röð. ,,Þessi leikur sýnir bara að við tókum ákveðið skref í því hvernig við viljum gera hlutina, vinnan í vikunni skilar sér beint inn í leikinn, auðvitað áttum við skilið að vinna en það gerðist ekki vegna þess að við gerðum of stór mistök. Auðvitað er ég brjálaður yfir því að hafa tapað en ég get ekki annað en verið ótrúlega glaður með hvernig stelpurnar spiluðu allan leikinn.‘‘ Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Stjarnan
Fylkir vann 2-1 sigur á Stjörnunni í Pepsi Max deild kvenna á heimavelli Fylkis í Árbænum í kvöld. Fyrri hálfleikurinn spilaðist frekar jafnt þar sem bæði lið fengu fjölda góða tækifæra en það var Eva Rut Ásþórsdóttir sem kom Fylki í forystu á 33. mínútu með geggjuðu marki. Hún lét þá vaða af um 40 metra færi og boltinn fór yfir Birtu Guðlaugsdóttur í marki Stjörnunnar og í hornið á netinu. Staðan í hálfleik 1-0 fyrir heimakonum. Stjarnan byrjaði síðari hálfleikinn betur og var í raun mun sterkari aðilinn allan seinni hálfleik. Þær náðu að jafna á 55. mínútu þegar Arna Dís Arnþórsdóttir fékk sendingu inn fyrir vörn Fylkis og kláraði færið snyrtilega framhjá Cecilíu í markinu. Stjarnan stjórnaði leiknum næstu mínútur en þær urðu fyrir áfalli á 70. mínútu þegar Shameeka Nikoda Fishley fékk beint rautt spjald fyrir að gefa Þórdísi Elvu Ágústsdóttur olnbogaskot. Stjarnan þurfti því að spila manni færri það sem eftir lifði leiks. Þrátt fyrir að vera manni fleiri virtist ekkert benda til þess að Fylkir myndi ná að landa sigrinum, Stjarnan sótti áfram meira og var líklegri þar til á 86. mínútu, þá gerðist það að Bryndís Arna Níelsdóttir fékk boltann utan teigs, lét vaða á markið og þrátt fyrir að skotið virtist ekki hættulegt í fyrstu þá lak boltinn í gegnum Birtu í marki Stjörnunnar. Dýrkeypt mistök hjá Birtu sem tryggði Fylkiskonum sigurinn og stigin þrjú. Af hverju vann Fylkir? Þær áttu í rauninni ekki að vinna þennan leik miðað við hvernig hann spilaðist. Stjarnan var betri í leiknum, sérstaklega í seinni hálfleik, og Fylkisliðið átti slæman dag. Hinsvegar fengu Fylkiskonur sigurmarkið á silfurfati og þá hafði það auðvitað áhrif á leikinn að Stjarnan missti mann af velli með rauða spjaldið. Hverjar stóðu upp úr? Cecilía Rán átti frábæran leik í marki Fylkis og bjargaði sínu liði oftar en einu sinni með markvörslu. Eva Rut átti fínan leik á miðjunni hjá Fylki og María Björg Fjölnisdóttir átti flotta innkomu. Hjá Stjörnunni átti Arna Dís Arnþórsdóttir góðan leik bæði varnarlega og sóknarlega séð og Betsy Doon Hassett og Jana Sól Valdimarsdóttir voru sprækar fram á við. Hvað gekk illa? Fylkisliðinu í seinni hálfleik. Birta Guðlaugsdóttir átti síðan að gera betur í sigurmarki Fylkis. Hvað gerist næst? Fylkir fer upp í þriðja sætið með sigrinum en Stjarnan situr eftir í sjöunda sæti. Næst fer Fylkir á Akureyri og mætir Þór/KA á meðan Stjarnan tekur á móti Þrótti í Garðabæ. Kjartan var ekki sáttur með spilamennskuna en tók þó glaður við þremur stigum.vísir/bára Kjartan Stefánsson: Lélegasti leikur okkar á árinu ,,Ég er ánægður með þessi þrjú stig, en þetta var örugglega lélegasti leikur okkar á þessu ári, það er klárt, en gríðarlega sáttur með þrjú stig,‘‘ sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis eftir leik. Eftir frekar jafnan fyrri hálfleik var Stjarnan mun betri aðilinn í þeim seinni. ,,Við fórum í tveggja sentera kerfi, ég veit ekki hvort það breytti einhverju, Margrét kom góð inn og breytti ýmsu fyrir okkur en mér fannst við bara rosalega ólíkar okkur. Við vorum bara lélegar í þessum leik, heilt yfir.‘‘ Þrátt fyrir dapran leik eru úrslit það sem skiptir öllu máli í fótbolta og Kjartan er gríðarlega sáttur að hafa landað þessum sigri. ,,Gríðarlega gaman að ná þessu og við vorum að trúa að við gætum tekið þátt í toppbaráttu, kannski þarf eitthvað svona til þess að geta tekið þátt í þessu. En Stjarnan var bara yfir í flestu og kannski þetta rauða spjald hafi breytt helling,‘‘ sagði hann að lokum. Eva Rut Ásþórsdóttirfacebook/Fylkir Eva Rut Ásþórsdóttir: Þetta var ekki fallegt ,,Þetta var ekki fallegt, en við sigldum því samt, það var mjög sætt,‘‘ sagði Eva Rut, leikmaður og markaskorari Fylkis. Eva skoraði fyrsta mark leiksins, frábært mark af um 40 metra færi. ,,Ég sá hana vera mjög framarlega og ákvað bara að láta vaða og það heppnaðist,‘‘ sagði Eva um markið. Hún var ekki sátt með spilamennsku Fylkis í seinni hálfleik, þrátt fyrir sigur. ,,Við bara mættum ekki til leiks, það var bara svoleiðis, þetta var alls ekki fallegt en það er sterkt að vinna svona leiki þar sem við erum ekki að spila okkar besta leik. Það er þvílíkur karakter í liðinu að ná að klára svona og gefast ekki upp þó að þær séu í færum hægri vinstri,‘‘ sagði Eva að lokum. Kristján var sáttur með spilamennskuna þrátt fyrir tap.vísir/hag Kristján Guðmundsson: Liðið var geggjað í dag Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segist ekki geta verið annað en sáttur með spilamennskuna eftir leik þrátt fyrir að erfitt sé að kyngja tapinu. ,,Þetta er stórskrýtið alveg. Spila svona góðan leik en gera svona rosalega stór mistök sem verður til þess að við fáum ekkert stig, en liðið var alveg geggjað í dag. Þetta er bæði ákveðið reynsluleysi í sóknarleiknum, við hefðum kannski getað verið búin að loka þessum leik og klára hann bara með því að nýta betur þessi hálffæri sem við fengum þegar við vorum að ógna þeim, en þetta kemur allt saman, liðið var að spila á ótrúlega góðum stað,‘‘ sagði Kristján. Hann hefur marga jákvæða punkta til að vinna með þrátt fyrir fjögur töp í röð. ,,Þessi leikur sýnir bara að við tókum ákveðið skref í því hvernig við viljum gera hlutina, vinnan í vikunni skilar sér beint inn í leikinn, auðvitað áttum við skilið að vinna en það gerðist ekki vegna þess að við gerðum of stór mistök. Auðvitað er ég brjálaður yfir því að hafa tapað en ég get ekki annað en verið ótrúlega glaður með hvernig stelpurnar spiluðu allan leikinn.‘‘
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti