Íslenski boltinn

Ólafur Ingi fékk annað rauða spjaldið í sumar og er á leið í tveggja leikja bann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Meiðsli og leikbönn hafa takmarkað þátttöku Ólafs Inga á þessu tímabili.
Meiðsli og leikbönn hafa takmarkað þátttöku Ólafs Inga á þessu tímabili. vísir/vilhelm

Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, fékk rauða spjaldið eftir 0-3 tapið fyrir KR í Árbænum í 7. umferð Pepsi Max-deildar karla í gær.

Ólafur Ingi kvartaði yfir dómgæslunni eftir leik en hafði ekkert upp úr krafsinu nema rautt spjald. Hann var í liðsstjórn Fylkis í gær.

Þetta var annað rauða spjaldið sem Ólafur Ingi fær á tímabilinu og hann er því á leið í tveggja leikja bann.

Ólafur Ingi var rekinn af velli í 1-2 tapi Fylkis fyrir Stjörnunni í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Hann fékk rauða spjaldið þrettán mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður.

Fyrir leikinn gegn KR-ingum í gær höfðu Fylkismenn unnið fjóra leiki í röð. Þeir eru í 3. sæti deildarinnar.

Ólafur Ingi hefur komið við sögu í þremur leikjum með Fylki í Pepsi Max-deildinni á þessu tímabili.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×