„Djókur sem varð þreyttur á einum sólarhring“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. júlí 2020 10:30 Sigríður, Friðrik, Ingólfur og Sverrir fá reglulega beiðnir um að flytja lagið Ja ja Ding Dong. „Þetta er beggja blands. Fólk öskrar Ja ja ding dong en nennir kannski ekkert að hlusta á lagið. Þetta er djókur sem varð þreyttur á einum sólarhring. Lagið er ekkert alslæmt og við Jógvan tökum það til að þagga niður í ding dong kallinum,“ segir söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson sem hefur verið á ferð um landið með Færeyingnum Jógvani Hansen undanfarnar vikur. Íslenskir tónlistarmenn hafa fundið fyrir því síðustu daga að Íslendingar öskri upp á svið: „Spilaðu Ja ja Ding Dong“ en eins og margir vita er það lag úr Eurovision-kvikmynd Will Ferrels. Leikarinn Hannes Óli Ágústsson fer með hlutverk í kvikmyndinni og leikur hann einmitt Húsvíking sem öskrar ítrekað sömu setningu á karakter Will Ferrels og Rachel McAdams í kvikmyndinni. „Mér finnst það eigi að banna lifandi flutning á laginu annars staðar en á Húsavík,“ segir Friðrik. „Það er alltaf einn Laddi í hverjum sal sem biður um lagið allt kvöldið sem maður kemur fram,“ segir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, en hann kemur ávallt nokkrum sinnum fram um hverja helgi. Þá oft í heimateitum og finnur hann töluvert fyrir því að Íslendingar séu að vinna með sama brandarann. „Fólk er eitthvað að biðja um þetta lag en það er meira í gríni en alvöru held ég. Það er ekki inn á mínu prógrami og ekki á leið þangað inn,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona, sem hefur verið að koma fram um land allt með bandinu GÓSS síðustu vikur. Alveg rammíslenskt „Varðandi JaJa Ding Dong. Þá varð ég mikið var við það vikuna eftir að myndin kom út. Ég hafði gaman af laginu og hafði því mjög gaman af þessu,“ segir söngvarinn Sverrir Bergmann í samtali við Vísi. Sverrir segir að það sé alveg rammíslenskt að einhver sé að garga óskalag yfir allan salinn. „JaJa Ding Dong varð orðinn hálfgerður samnefnari fyrir þau öll. Grínið virðist að mestu gengið yfir. En ég sé ekkert að því að verða við bóninni allavega í fyrsta skiptið sem það er kallað.“ Hera Björk og Benedikt Sigurðsson hafa nú gefið út íslenska útgáfu af laginu Ja ja Ding Dong eins og sjá má hér að neðan. Fólk vill frekar Ja ja Ding Dong heldur en Bubba Morthens á tjaldsvæðinu. Bubba líst ekkert á það. Fólk fæðst stundum án tóneyra— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) July 19, 2020 Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
„Þetta er beggja blands. Fólk öskrar Ja ja ding dong en nennir kannski ekkert að hlusta á lagið. Þetta er djókur sem varð þreyttur á einum sólarhring. Lagið er ekkert alslæmt og við Jógvan tökum það til að þagga niður í ding dong kallinum,“ segir söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson sem hefur verið á ferð um landið með Færeyingnum Jógvani Hansen undanfarnar vikur. Íslenskir tónlistarmenn hafa fundið fyrir því síðustu daga að Íslendingar öskri upp á svið: „Spilaðu Ja ja Ding Dong“ en eins og margir vita er það lag úr Eurovision-kvikmynd Will Ferrels. Leikarinn Hannes Óli Ágústsson fer með hlutverk í kvikmyndinni og leikur hann einmitt Húsvíking sem öskrar ítrekað sömu setningu á karakter Will Ferrels og Rachel McAdams í kvikmyndinni. „Mér finnst það eigi að banna lifandi flutning á laginu annars staðar en á Húsavík,“ segir Friðrik. „Það er alltaf einn Laddi í hverjum sal sem biður um lagið allt kvöldið sem maður kemur fram,“ segir Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, en hann kemur ávallt nokkrum sinnum fram um hverja helgi. Þá oft í heimateitum og finnur hann töluvert fyrir því að Íslendingar séu að vinna með sama brandarann. „Fólk er eitthvað að biðja um þetta lag en það er meira í gríni en alvöru held ég. Það er ekki inn á mínu prógrami og ekki á leið þangað inn,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona, sem hefur verið að koma fram um land allt með bandinu GÓSS síðustu vikur. Alveg rammíslenskt „Varðandi JaJa Ding Dong. Þá varð ég mikið var við það vikuna eftir að myndin kom út. Ég hafði gaman af laginu og hafði því mjög gaman af þessu,“ segir söngvarinn Sverrir Bergmann í samtali við Vísi. Sverrir segir að það sé alveg rammíslenskt að einhver sé að garga óskalag yfir allan salinn. „JaJa Ding Dong varð orðinn hálfgerður samnefnari fyrir þau öll. Grínið virðist að mestu gengið yfir. En ég sé ekkert að því að verða við bóninni allavega í fyrsta skiptið sem það er kallað.“ Hera Björk og Benedikt Sigurðsson hafa nú gefið út íslenska útgáfu af laginu Ja ja Ding Dong eins og sjá má hér að neðan. Fólk vill frekar Ja ja Ding Dong heldur en Bubba Morthens á tjaldsvæðinu. Bubba líst ekkert á það. Fólk fæðst stundum án tóneyra— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) July 19, 2020
Eurovision-mynd Will Ferrell Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“