Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Kjartan Kjartansson skrifar 20. júlí 2020 13:57 Navalní við höfuðstöðvar FBK-sjóðsins þegar lögregla gerði húsleit þar í desember. Vísir/EPA Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. Rússnesk yfirvöld hafa ítrekað gert húsleitir á skrifstofu FBK-sjóðsins, fryst bankareikninga hans og starfsmenn og sjálfboðaliðar eru reglulega handteknir á mótmælum. Navalní segir að síðasta hálmstráið hafi verið 88 milljóna rúblna, jafnvirði um 173 milljóna króna, sekt sem sjóðurinn var dæmdur til að greiða nýlega. Viðfangsefni spillingarrannsókna sjóðsins hafa stundum leitað til dómstóla vegna umfjöllunar og haft sigur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kostnaðurinn hefur sligað sjóðinn svo að Navalní segir að nú þurfi hann að leggja hann formlega niður. „Það hefur þegar verið lagt hald á allt sem við áttum í fyrri lögreglurassíum. Núna ætla þeir að hafa með sér stofnunina sjálfa,“ segir Navalní. Mögulegt er að sambærilegur sjóður verði stofnaður undir nýju nafni og kennitölu. Hvatti Navalní stuðningsmenn sjóðsins til að gerast áskrifendur að þeim nýja. Navalní ætlaði að bjóða sig fram til forseta gegn Vladímír Pútín árið 2018 en dómstólar bönnuðum honum það vegna fjársvikamála sem hann segir að eigi sér pólitískar rætur. Rússland Tengdar fréttir Navalní kvartar undan rússneskum stjórnvöldum til Mannréttindadómstólsins Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar kvartar vegna peningaþvættisrannsóknar sem rússnesk yfirvöld hófu eftir að hann hvatti til mótmæla í fyrra. Hann segir yfirvöld hafa tæmt og fryst bankareikninga sína fyrr í þessari viku. 6. mars 2020 14:06 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. Rússnesk yfirvöld hafa ítrekað gert húsleitir á skrifstofu FBK-sjóðsins, fryst bankareikninga hans og starfsmenn og sjálfboðaliðar eru reglulega handteknir á mótmælum. Navalní segir að síðasta hálmstráið hafi verið 88 milljóna rúblna, jafnvirði um 173 milljóna króna, sekt sem sjóðurinn var dæmdur til að greiða nýlega. Viðfangsefni spillingarrannsókna sjóðsins hafa stundum leitað til dómstóla vegna umfjöllunar og haft sigur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kostnaðurinn hefur sligað sjóðinn svo að Navalní segir að nú þurfi hann að leggja hann formlega niður. „Það hefur þegar verið lagt hald á allt sem við áttum í fyrri lögreglurassíum. Núna ætla þeir að hafa með sér stofnunina sjálfa,“ segir Navalní. Mögulegt er að sambærilegur sjóður verði stofnaður undir nýju nafni og kennitölu. Hvatti Navalní stuðningsmenn sjóðsins til að gerast áskrifendur að þeim nýja. Navalní ætlaði að bjóða sig fram til forseta gegn Vladímír Pútín árið 2018 en dómstólar bönnuðum honum það vegna fjársvikamála sem hann segir að eigi sér pólitískar rætur.
Rússland Tengdar fréttir Navalní kvartar undan rússneskum stjórnvöldum til Mannréttindadómstólsins Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar kvartar vegna peningaþvættisrannsóknar sem rússnesk yfirvöld hófu eftir að hann hvatti til mótmæla í fyrra. Hann segir yfirvöld hafa tæmt og fryst bankareikninga sína fyrr í þessari viku. 6. mars 2020 14:06 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Navalní kvartar undan rússneskum stjórnvöldum til Mannréttindadómstólsins Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar kvartar vegna peningaþvættisrannsóknar sem rússnesk yfirvöld hófu eftir að hann hvatti til mótmæla í fyrra. Hann segir yfirvöld hafa tæmt og fryst bankareikninga sína fyrr í þessari viku. 6. mars 2020 14:06