Gjaldþrotum fjölgað um 23 prósent milli ára Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júlí 2020 10:36 Flest fyrirtæki sem fóru í þrot voru í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð. Vísir/Vilhelm Næstum 100 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta í nýliðnum júnímánuði, ef marka má samantekt Hagstofunnar. Um 550 fyrirtæki hafa þar með verið tekin til gjaldþrotaskipta það sem af er ári og er það fjölgun um næstum fjórðung frá því í fyrra. Hagstofan birtir að jafnaði tölur um gjaldþrot fyrirtækja 30 dögum eftir að mánuði lýkur, en þá hefur stærstur hluti gjaldþrotabeiðna verið skráður í fyrirtækjaskrá Skattsins. Af þeim 97 fyrirtækjum sem sögð eru hafa orðið gjaldþrota í júní voru 48 „með virkni“ í fyrra. Það þýðir að þau hafi annað hvort verið með launþega samkvæmt staðgreiðsluskrá eða veltu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum. Þegar litið er til fyrri helmings þessa árs hafa 546 fyrirtæki verið tekin til gjaldþrotaskipta, þar af voru 222 þeirra virk árið 2019 sem er 23 prósent aukning frá því í fyrra. Flest virku fyrirtækjanna sem fóru í þrot voru í byggingastarfsemi (65), því næst í viðgerðum á vélknúnum ökutækjum (49), heild- og smásöluverslun (41) og restin skiptist á milli annarra flokka (67). Hagstofan tiltekur jafnframt að fyrirtæki sem urðu gjaldþrota á fyrri helmingi ársins hafi að jafnaði verið með 1991 launþega í fyrra og veltu upp á næstum 19 milljarða króna. „Þetta eru mun lægri tölur en fyrir gjaldþrot á fyrri helmingi ársins 2019, sem skýrist af gjaldþroti WOW Air í mars 2019,“ segir Hagstofan. Hagstofan Gjaldþrot Efnahagsmál Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira
Næstum 100 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta í nýliðnum júnímánuði, ef marka má samantekt Hagstofunnar. Um 550 fyrirtæki hafa þar með verið tekin til gjaldþrotaskipta það sem af er ári og er það fjölgun um næstum fjórðung frá því í fyrra. Hagstofan birtir að jafnaði tölur um gjaldþrot fyrirtækja 30 dögum eftir að mánuði lýkur, en þá hefur stærstur hluti gjaldþrotabeiðna verið skráður í fyrirtækjaskrá Skattsins. Af þeim 97 fyrirtækjum sem sögð eru hafa orðið gjaldþrota í júní voru 48 „með virkni“ í fyrra. Það þýðir að þau hafi annað hvort verið með launþega samkvæmt staðgreiðsluskrá eða veltu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum. Þegar litið er til fyrri helmings þessa árs hafa 546 fyrirtæki verið tekin til gjaldþrotaskipta, þar af voru 222 þeirra virk árið 2019 sem er 23 prósent aukning frá því í fyrra. Flest virku fyrirtækjanna sem fóru í þrot voru í byggingastarfsemi (65), því næst í viðgerðum á vélknúnum ökutækjum (49), heild- og smásöluverslun (41) og restin skiptist á milli annarra flokka (67). Hagstofan tiltekur jafnframt að fyrirtæki sem urðu gjaldþrota á fyrri helmingi ársins hafi að jafnaði verið með 1991 launþega í fyrra og veltu upp á næstum 19 milljarða króna. „Þetta eru mun lægri tölur en fyrir gjaldþrot á fyrri helmingi ársins 2019, sem skýrist af gjaldþroti WOW Air í mars 2019,“ segir Hagstofan. Hagstofan
Gjaldþrot Efnahagsmál Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira