Sjómannafélagið hafi fundið fyrir miklum þrýstingi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. júlí 2020 12:00 Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Vinnustöðvun áhafnar á Herjólfi sem átti að hefjast á miðnætti í gærkvöldi var aflýst. Formaður Sjómannafélags Íslands segir félagið hafa fundið fyrir miklum þrýstingi en hann sé vongóður um að samningar náist fyrir rest. Félagsmenn Sjómannafélags Íslands sem starfa á Herjólfi gripu til aðgerða fyrr í mánuðinum og lágu áætlunarferðir Herjólfs niðri í alls tvo daga í síðustu og þar síðustu viku. Þriggja daga vinnustöðvun átti að hefjast á miðnætti í gærkvöldi en henni var aflýst. „Það var samtal í gær sem við áttum við útgerðina, samkomulag um viðræðuáætlun og um að vera búin að ljúka henni fyrir 17. ágúst, það var það sem breytti því,“ segir Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélags Íslands. Nú var langt á milli aðila, hefur það ekkert breyst? „Við tókum nýjan vinkil á þetta, það voru menn sammála um og gátum mæst þar í þessari viðræðuáætlun, það var nú aðalatriðið,“ svarar Bergur sem kveðst bjartsýnn á framhaldið. En hvað felst í þessari viðræðuáætlun sem þið leggið upp með? „Það er að klára starfslýsingu þerna og háseta og skoða forsendur starfsaldurshækkana sem eru ekki þarna, skoðum vinnutímastyttingu samkvæmt lífskjarasamningi og líka koma á hvíldarákvæðum í samræmi við alþjóðalög,“ svarar Bergur. Þá stendur einnig til að skoða forsendur launahækkunar miðað við lífskjarasamninginn með sérfróðum aðila. Tveggja daga vinnustöðvun var boðuð í síðustu viku en seinni daginn var ákveðið að sigla gamla Herjólfi milli lands og Eyja sem Sjómannafélagið segir vera lögbrot. Bergur segir að deiluaðilar hafi fundið fyrir miklum þrýstingi. „Það er alltaf þrýstingur sem að fylgir þessu. Að boða til vinnustöðvunar er bara neyðarúrræði en verkfallið skilaði okkur þangað sem við erum komnir í dag,“ segir Bergur og vísar aftur til samkomulags um viðræðuáætlun. „Það er alltaf ákveðinn þrýstingur sem er á alla aðila í svona málum.“ Tengdar fréttir Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Stjórnarformaður Herjólfs ræddi málin við verkfallsmenn þegar gamli Herjólfur lagði úr höfn Það vakti furður margra þegar ákveðið var að sigla til lands á gamla Herjólfi þrátt fyrir verkfall hluta áhafnar þess nýja. 15. júlí 2020 19:07 Ferðir Herjólfs III fara að óbreyttu fyrir félagsdóm Vinnustöðvun um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld og mun hún standa yfir næstu tvo sólarhringa þar á eftir. 20. júlí 2020 15:23 Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Vinnustöðvun áhafnar á Herjólfi sem átti að hefjast á miðnætti í gærkvöldi var aflýst. Formaður Sjómannafélags Íslands segir félagið hafa fundið fyrir miklum þrýstingi en hann sé vongóður um að samningar náist fyrir rest. Félagsmenn Sjómannafélags Íslands sem starfa á Herjólfi gripu til aðgerða fyrr í mánuðinum og lágu áætlunarferðir Herjólfs niðri í alls tvo daga í síðustu og þar síðustu viku. Þriggja daga vinnustöðvun átti að hefjast á miðnætti í gærkvöldi en henni var aflýst. „Það var samtal í gær sem við áttum við útgerðina, samkomulag um viðræðuáætlun og um að vera búin að ljúka henni fyrir 17. ágúst, það var það sem breytti því,“ segir Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélags Íslands. Nú var langt á milli aðila, hefur það ekkert breyst? „Við tókum nýjan vinkil á þetta, það voru menn sammála um og gátum mæst þar í þessari viðræðuáætlun, það var nú aðalatriðið,“ svarar Bergur sem kveðst bjartsýnn á framhaldið. En hvað felst í þessari viðræðuáætlun sem þið leggið upp með? „Það er að klára starfslýsingu þerna og háseta og skoða forsendur starfsaldurshækkana sem eru ekki þarna, skoðum vinnutímastyttingu samkvæmt lífskjarasamningi og líka koma á hvíldarákvæðum í samræmi við alþjóðalög,“ svarar Bergur. Þá stendur einnig til að skoða forsendur launahækkunar miðað við lífskjarasamninginn með sérfróðum aðila. Tveggja daga vinnustöðvun var boðuð í síðustu viku en seinni daginn var ákveðið að sigla gamla Herjólfi milli lands og Eyja sem Sjómannafélagið segir vera lögbrot. Bergur segir að deiluaðilar hafi fundið fyrir miklum þrýstingi. „Það er alltaf þrýstingur sem að fylgir þessu. Að boða til vinnustöðvunar er bara neyðarúrræði en verkfallið skilaði okkur þangað sem við erum komnir í dag,“ segir Bergur og vísar aftur til samkomulags um viðræðuáætlun. „Það er alltaf ákveðinn þrýstingur sem er á alla aðila í svona málum.“
Tengdar fréttir Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Stjórnarformaður Herjólfs ræddi málin við verkfallsmenn þegar gamli Herjólfur lagði úr höfn Það vakti furður margra þegar ákveðið var að sigla til lands á gamla Herjólfi þrátt fyrir verkfall hluta áhafnar þess nýja. 15. júlí 2020 19:07 Ferðir Herjólfs III fara að óbreyttu fyrir félagsdóm Vinnustöðvun um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld og mun hún standa yfir næstu tvo sólarhringa þar á eftir. 20. júlí 2020 15:23 Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44
Stjórnarformaður Herjólfs ræddi málin við verkfallsmenn þegar gamli Herjólfur lagði úr höfn Það vakti furður margra þegar ákveðið var að sigla til lands á gamla Herjólfi þrátt fyrir verkfall hluta áhafnar þess nýja. 15. júlí 2020 19:07
Ferðir Herjólfs III fara að óbreyttu fyrir félagsdóm Vinnustöðvun um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld og mun hún standa yfir næstu tvo sólarhringa þar á eftir. 20. júlí 2020 15:23
Tveggja daga verkfall hafið Sjómannafélagið hefur lagt fram kröfugerð í tíu liðum en tveir þeirra vega þyngst. Félagsmenn vilja fjölga áhöfnum úr þremur í fjórar og minnka vinnuframlagið um 25% en halda sömu kjörum. 14. júlí 2020 09:24