Innlent

Svona var 87. upplýsingafundur almannavarna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála á fundinum. Páll Matthíasson forstjóri Landspítala situr einnig fyrir svörum en Alma Möller landlæknir sem sést á mynd verður fjarri góðu gamni.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála á fundinum. Páll Matthíasson forstjóri Landspítala situr einnig fyrir svörum en Alma Möller landlæknir sem sést á mynd verður fjarri góðu gamni. Vísir/vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar vegna kórónuveirunnar fyrir fjölmiðla klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins í Katrínartúni.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Páll Matthíasson forstjóri Landspítala fóru yfir stöðu mála varðandi opnun landamæra, sýnatöku og framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni.

Sýnt var beint frá fundinum og má nálgast upptöku af fundinum í heild í spilaranum hér að ofan. Þá má nálgast beina textalýsingu af fundinum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×