Steinbergur fær 1,5 milljónir vegna gæsluvarðhalds í „farsakenndu“ fjársvikamáli Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2020 13:52 Steinbergur Finnbogason lögmaður sést til hægri á mynd. Hann gengur þar út úr dómsal ásamt skjólstæðingi í ótengdu máli. Vísir/Vilhelm Steinbergi Finnbogasyni lögmanni var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar 1,5 milljónir í miskabætur vegna frelsissviptingar og húsleitar sem hann sætti í tengslum við rannsókn á fjársvikamáli skjólstæðings árið 2016. Steinbergur fór fram á tíu milljón króna bætur frá ríkinu vegna áðurnefndra þvingunarráðstafana. Málinu hefur verið lýst sem „farsakenndu“ en Steinbergur var um tíma grunaður um að hafa verið viðriðinn brot skjólstæðings síns. Málið má rekja til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóresku matvælafyrirtæki. Peningarnir komust hins vegar aldrei á áfangastað þar sem svikahrappar, sem aldrei hafa komið í leitirnar, brutust inn í tölvupóstsamskipti á milli fyrirtækjanna og fengu það síðarnefnda til að leggja milljónirnar inn á aðra reikninga. Fjórir karlmenn og ein kona voru að endingu dæmd fyrir peningaþvætti en dularfullur Nígeríumaður að nafni Sly, sem virðist hafa átt hlut að máli, fannst aldrei. Í dómi segir að Steinbergur hafi verið boðaður af lögreglu á starfsstöð héraðssaksóknara sem skipaður verjandi eins sakborningsins 29. febrúar 2016. Þar var hann sjálfur handtekinn og í kjölfarið gerð húsleit á lögmannsstofu hans og heimili, þar sem lagt var hald á tölvur og gögn. Að kvöldi sama dags var fyrst tekin lögregluskýrsla af Steinbergi og honum þá óumdeilt gerð grein fyrir ástæðu handtökunnar. Steinbergur var færður til skýrslutöku og leiddur fyrir dómara, sem úrskurðaði hann að endingu í gæsluvarðhald. Steinbergur sætti einangrun í fangaklefa á meðan á gæsluvarðhaldinu stóð, alls í þrjá sólarhringa og sex klukkustundir. Ríkið hafði þegar fallist á að Steinbergur ætti rétt á miskabótum en greint var á um upphæð þeirra. Þannig taldi ríkið einnig að hann hefði ekki getað sýnt fram á nokkuð fjártjón sitt af málinu. Dómurinn mat það að endingu svo að grunur lögreglu á hendur Steinbergi hefði þegar uppi var staðið verið á veikum grunni reistur og reynst „sérlega afdrifaríkt“ fyrir hann, og ekki síst stöðu hans sem starfandi lögmanns. Miskabætur til handa Steinbergi voru að lokum ákveðnar 1,5 milljónir. Þá féll allur gjafsóknarkostnaður Steinbergs á ríkissjóð, þar með talinn um 2,5 milljóna málflutningsþóknun lögmanns hans. Dómsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Steinbergi Finnbogasyni lögmanni var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar 1,5 milljónir í miskabætur vegna frelsissviptingar og húsleitar sem hann sætti í tengslum við rannsókn á fjársvikamáli skjólstæðings árið 2016. Steinbergur fór fram á tíu milljón króna bætur frá ríkinu vegna áðurnefndra þvingunarráðstafana. Málinu hefur verið lýst sem „farsakenndu“ en Steinbergur var um tíma grunaður um að hafa verið viðriðinn brot skjólstæðings síns. Málið má rekja til 54 milljóna króna sem útgerðarfélagið Nesfiskur í Garði átti að fá frá suður-kóresku matvælafyrirtæki. Peningarnir komust hins vegar aldrei á áfangastað þar sem svikahrappar, sem aldrei hafa komið í leitirnar, brutust inn í tölvupóstsamskipti á milli fyrirtækjanna og fengu það síðarnefnda til að leggja milljónirnar inn á aðra reikninga. Fjórir karlmenn og ein kona voru að endingu dæmd fyrir peningaþvætti en dularfullur Nígeríumaður að nafni Sly, sem virðist hafa átt hlut að máli, fannst aldrei. Í dómi segir að Steinbergur hafi verið boðaður af lögreglu á starfsstöð héraðssaksóknara sem skipaður verjandi eins sakborningsins 29. febrúar 2016. Þar var hann sjálfur handtekinn og í kjölfarið gerð húsleit á lögmannsstofu hans og heimili, þar sem lagt var hald á tölvur og gögn. Að kvöldi sama dags var fyrst tekin lögregluskýrsla af Steinbergi og honum þá óumdeilt gerð grein fyrir ástæðu handtökunnar. Steinbergur var færður til skýrslutöku og leiddur fyrir dómara, sem úrskurðaði hann að endingu í gæsluvarðhald. Steinbergur sætti einangrun í fangaklefa á meðan á gæsluvarðhaldinu stóð, alls í þrjá sólarhringa og sex klukkustundir. Ríkið hafði þegar fallist á að Steinbergur ætti rétt á miskabótum en greint var á um upphæð þeirra. Þannig taldi ríkið einnig að hann hefði ekki getað sýnt fram á nokkuð fjártjón sitt af málinu. Dómurinn mat það að endingu svo að grunur lögreglu á hendur Steinbergi hefði þegar uppi var staðið verið á veikum grunni reistur og reynst „sérlega afdrifaríkt“ fyrir hann, og ekki síst stöðu hans sem starfandi lögmanns. Miskabætur til handa Steinbergi voru að lokum ákveðnar 1,5 milljónir. Þá féll allur gjafsóknarkostnaður Steinbergs á ríkissjóð, þar með talinn um 2,5 milljóna málflutningsþóknun lögmanns hans.
Dómsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira