„Brjálað að gera“ á fasteignamarkaðnum Sylvía Hall skrifar 22. júlí 2020 09:14 Páll Pálsson fasteignasali segir flesta í stéttinni finna fyrir miklum áhuga um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Páll Pálsson fasteignasali segir flest allt benda til þess að mikil umsvif séu á fasteignamarkaði þessi misserin. Markaðurinn hafi fallið niður um tæplega 54 prósent í apríl en fasteignasalar landsins meti stöðuna sem svo að nóg sé um viðskipti. Þetta sagði Páll í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi fasteignamarkaðinn. Hann segir minni sölu vera fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við sama tímabil á síðasta ári en tölurnar frá Þjóðskrá máli upp aðra mynd en upplifun fasteignasala gerir. „Hins vegar veit ég alveg hvað fólk er að tala um vegna þess að allir sem ég hef talað við, og ég upplifi það sjálfur, það er brjálað að gera,“ sagði Páll. Sem dæmi nefnir hann að um fjórtán hundruð eignir voru teknar af sölu í júní og það megi ganga út frá því að þær hafi flestallar verið seldar. Það heyri til undantekninga að eignir séu teknar út af öðrum ástæðum en seinagangur í þinglýsingum geti útskýrt hvers vegna tölfræðin bendi til þess að minna sé að gera. „Ég held að bunkinn hjá þinglýsingunum sé bara það stór, og afköstin þar eru bara ekki nóg.“ Páll bendir á að maímánuður hafi verið einn sá stærsti frá upphafi í útlánum hjá bönkunum og margir sýni eignum á sölu áhuga. Fasteignasalar fái margar fyrirspurnir og mikill áhugi sé á opnum húsum. „Ég held að þessar sölutölur, miðað við hvernig markaðurinn er akkúrat núna, að þær séu ekki að endurspegla raunveruleikann,“ segir Páll. Sala eykst á landsbyggðinni Sölutölur benda til þess að sala á landsbyggðinni hafi aukist um helming. Páll segir það rétt að nágrannasveitarfélögin fari stækkandi en margt annað geti spilað þar inn í, til að mynda sé afgreiðsla þinglýsinga hraðari þar. Sú þróun er þó í takt við það sem þekkist erlendis að sögn Páls. Fólk hafi val um hvort það kjósi að kaupa sér íbúð í borginni eða einbýli fyrir svipað verð í hálftíma akstursfjarlægð. Vinsælustu eignirnar á skrá séu þó meðalstórar íbúðir í Reykjavík. „Það er á verðbilinu 40 til 60 milljónir, það rýkur út strax. Það eru þessar 3-4 herbergja íbúðir, þrjátíu prósent af þeim sem eru að kaupa á markaðnum eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Það eru vinsælustu tegundirnar,“ segir Páll. Aðspurður segist hann engar áhyggjur hafa af haustinu. Það sé aldrei einn réttur tími til þess að selja og markaðurinn nái alltaf einhvers konar jafnvægi. Hann býst þó við því að sölutölur sem eru væntanlegar í ágústmánuði sýni aukningu í sölum. „„Það kæmi mér ekkert á óvart ef tölurnar sem koma í ágústmánuði verði rosalega háar, en þá eru það sölur sem eru samþykktar í júní og júlí.“ Bítið Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Páll Pálsson fasteignasali segir flest allt benda til þess að mikil umsvif séu á fasteignamarkaði þessi misserin. Markaðurinn hafi fallið niður um tæplega 54 prósent í apríl en fasteignasalar landsins meti stöðuna sem svo að nóg sé um viðskipti. Þetta sagði Páll í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi fasteignamarkaðinn. Hann segir minni sölu vera fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við sama tímabil á síðasta ári en tölurnar frá Þjóðskrá máli upp aðra mynd en upplifun fasteignasala gerir. „Hins vegar veit ég alveg hvað fólk er að tala um vegna þess að allir sem ég hef talað við, og ég upplifi það sjálfur, það er brjálað að gera,“ sagði Páll. Sem dæmi nefnir hann að um fjórtán hundruð eignir voru teknar af sölu í júní og það megi ganga út frá því að þær hafi flestallar verið seldar. Það heyri til undantekninga að eignir séu teknar út af öðrum ástæðum en seinagangur í þinglýsingum geti útskýrt hvers vegna tölfræðin bendi til þess að minna sé að gera. „Ég held að bunkinn hjá þinglýsingunum sé bara það stór, og afköstin þar eru bara ekki nóg.“ Páll bendir á að maímánuður hafi verið einn sá stærsti frá upphafi í útlánum hjá bönkunum og margir sýni eignum á sölu áhuga. Fasteignasalar fái margar fyrirspurnir og mikill áhugi sé á opnum húsum. „Ég held að þessar sölutölur, miðað við hvernig markaðurinn er akkúrat núna, að þær séu ekki að endurspegla raunveruleikann,“ segir Páll. Sala eykst á landsbyggðinni Sölutölur benda til þess að sala á landsbyggðinni hafi aukist um helming. Páll segir það rétt að nágrannasveitarfélögin fari stækkandi en margt annað geti spilað þar inn í, til að mynda sé afgreiðsla þinglýsinga hraðari þar. Sú þróun er þó í takt við það sem þekkist erlendis að sögn Páls. Fólk hafi val um hvort það kjósi að kaupa sér íbúð í borginni eða einbýli fyrir svipað verð í hálftíma akstursfjarlægð. Vinsælustu eignirnar á skrá séu þó meðalstórar íbúðir í Reykjavík. „Það er á verðbilinu 40 til 60 milljónir, það rýkur út strax. Það eru þessar 3-4 herbergja íbúðir, þrjátíu prósent af þeim sem eru að kaupa á markaðnum eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Það eru vinsælustu tegundirnar,“ segir Páll. Aðspurður segist hann engar áhyggjur hafa af haustinu. Það sé aldrei einn réttur tími til þess að selja og markaðurinn nái alltaf einhvers konar jafnvægi. Hann býst þó við því að sölutölur sem eru væntanlegar í ágústmánuði sýni aukningu í sölum. „„Það kæmi mér ekkert á óvart ef tölurnar sem koma í ágústmánuði verði rosalega háar, en þá eru það sölur sem eru samþykktar í júní og júlí.“
Bítið Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira