Kínverjum skipað að loka ræðisskrifstofu í Houston Kjartan Kjartansson skrifar 22. júlí 2020 10:27 Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna kærði meinta kínverska njósnara fyrir tilraunir til að stela rannsóknum á bóluefni við Covid-19 og sakaði kínverska ríkið um að hafa aðstoðað þá. Í skipun um að kínversku ræðisskrifstofunni skyldi lokað var vísað til verndar á hugverkarétti Bandaríkjamanna. AP/Andrew Harnik Bandaríkjastjórn hefur skipað kínverskum stjórnvöldum að loka ræðisskrifstofu sinni í Houston í Texas. Kínverjar segja ákvörðunina „pólitíska ögrun“ en bandarísk stjórnvöld segja hana tekna til þess að verja bandarísk hugverk. Aukin spenna hefur hlaupið í samskipti bandarískra og kínverskra stjórnvalda upp á síðkastið, ekki síst í tengslum við viðskipti ríkjanna og kórónuveiruheimsfaraldurinn. Ákvörðun kínverskra stjórnvalda um að koma á umdeildum öryggislögum í Hong Kong hefur ekki bætt úr skák. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sakaði Kína í gær um að hafa tölvuþrjóta á snærum sínum sem beina spjótum sínum að rannsóknastofum sem þróa bóluefni við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Tveir kínverskir ríkisborgarar voru ákærðir fyrir njósnir og þjófnað. Eldar loguðu í ruslafötum á skrifstofunni Síðar í gær urðu sjónarvottar varir við eld í nokkrum ruslafötum í húsagarði kínversku ræðisskrifstofunnar í Houston. Þá sást til fólks henda skjölum á eldinn. Slökkvilið var kallað út en sagðist ekki hafa fengið aðgang að byggingunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Wang Wenbin,, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, lýsti ákvörðun Bandaríkjastjórnar sem „hneykslanlegri og tilhæfulausri“ og að hún væri í trássi við alþjóðalög. Ræðisskrifstofan í Houston er ein af fimm í Bandaríkjunum auk sendiráðsins í Washington-borg. Hvatti Wang Bandaríkjamenn að hugsa ráð sitt, ella þyrfti Kína að svara með hörðum gagnaðgerðum. Hann útskýrði ekki hvað gekk á í húsagarði ræðisskrifstofunnar í gær. Reuters-fréttastofan segir að stjórnvöld í Beijing íhugi nú að láta loka ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í Wuhan til að gjalda líku líkt. Í yfirlýsingu bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði að það hefði skipað fyrir um lokun ræðisskrifstofunnar til að verja „bandarísk hugverk og bandaríska einkaupplýsingar“. Bandaríkjastjórn ætlaði sér ekki að líða brot Kína gegn fullveldi landsins. Vísaði ráðuneytið til Vínarsáttmálans um að ríkjum beri skylda til að skipta sér ekki af innanríkismálum annarra ríkja. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. 15. júlí 2020 20:56 Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur skipað kínverskum stjórnvöldum að loka ræðisskrifstofu sinni í Houston í Texas. Kínverjar segja ákvörðunina „pólitíska ögrun“ en bandarísk stjórnvöld segja hana tekna til þess að verja bandarísk hugverk. Aukin spenna hefur hlaupið í samskipti bandarískra og kínverskra stjórnvalda upp á síðkastið, ekki síst í tengslum við viðskipti ríkjanna og kórónuveiruheimsfaraldurinn. Ákvörðun kínverskra stjórnvalda um að koma á umdeildum öryggislögum í Hong Kong hefur ekki bætt úr skák. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sakaði Kína í gær um að hafa tölvuþrjóta á snærum sínum sem beina spjótum sínum að rannsóknastofum sem þróa bóluefni við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Tveir kínverskir ríkisborgarar voru ákærðir fyrir njósnir og þjófnað. Eldar loguðu í ruslafötum á skrifstofunni Síðar í gær urðu sjónarvottar varir við eld í nokkrum ruslafötum í húsagarði kínversku ræðisskrifstofunnar í Houston. Þá sást til fólks henda skjölum á eldinn. Slökkvilið var kallað út en sagðist ekki hafa fengið aðgang að byggingunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Wang Wenbin,, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, lýsti ákvörðun Bandaríkjastjórnar sem „hneykslanlegri og tilhæfulausri“ og að hún væri í trássi við alþjóðalög. Ræðisskrifstofan í Houston er ein af fimm í Bandaríkjunum auk sendiráðsins í Washington-borg. Hvatti Wang Bandaríkjamenn að hugsa ráð sitt, ella þyrfti Kína að svara með hörðum gagnaðgerðum. Hann útskýrði ekki hvað gekk á í húsagarði ræðisskrifstofunnar í gær. Reuters-fréttastofan segir að stjórnvöld í Beijing íhugi nú að láta loka ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í Wuhan til að gjalda líku líkt. Í yfirlýsingu bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði að það hefði skipað fyrir um lokun ræðisskrifstofunnar til að verja „bandarísk hugverk og bandaríska einkaupplýsingar“. Bandaríkjastjórn ætlaði sér ekki að líða brot Kína gegn fullveldi landsins. Vísaði ráðuneytið til Vínarsáttmálans um að ríkjum beri skylda til að skipta sér ekki af innanríkismálum annarra ríkja.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. 15. júlí 2020 20:56 Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. 15. júlí 2020 20:56
Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20