Innlent

Flug­freyjur byrjaðar að greiða at­kvæði um kjara­samninginn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá fundi FFÍ með félagsmönnum fyrr í sumar.
Frá fundi FFÍ með félagsmönnum fyrr í sumar. Vísir/vilhelm

Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan 12 á hádegi. Kosningunni lýkur á hádegi mánudaginn 27. júlí.

Þeir sem mega kjósa um samninginn eru starfsmenn Icelandair sem greiða félagsgjöld til Flugfreyjufélagsins. 

Icelandair og FFÍ undirrituðu nýjan kjarasamning aðfaranótt sunnudagsins 19. júlí. Föstudaginn áður hafði Icelandair slitið viðræðum við félagið eftir að flugfreyjur kolfelldu fyrri kjarasamning í atkvæðagreiðslu í byrjun júlí. 

Heimildir fréttastofu herma að með nýja kjarasamningnum þurfi flugfreyjur að fljúga fimm tímum meira á mánuði en áður fyrir sömu grunnlaun. Flugfreyjur sem fréttastofa ræddi við á mánudag, þegar samningurinn var kynntur félagsmönnum, sögðust vilja samþykkja samninginn til að halda Flugfreyjufélaginu á lífi. Kjarasamningurinn gildir til ársins 2025.


Tengdar fréttir

Icelandair vill semja við alla á næstu tíu dögum

Icelandair stefnir að því að klára samninga við fimmtán lánardrottna, stjórnvöld og Boeing flugvélaframleiðandann nú fyrir lok mánaðar áður en farið verður í hlutafjárútboð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×