Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Kjartan Kjartansson skrifar 22. júlí 2020 16:07 Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu. Twitter/The Namibian Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. Báðir eru þeir sakaðir um að hafa þegið mútur frá félögum Samherja. Íslenska fyrirtækið segir umfjöllun um meint skattsvik fyrirtækisins fulla af rangfærslum. Namibísku fjölmiðlarnir The Namibian og Namibian Sun greina frá því á Twitter að dómari hafi hafnað ósk Esau og Tamson Hatuikulipi, tengdasonar hans, um lausn. Dómarinn teldi málið gegn þeim sterkt og að það græfi undan tiltrú almennings á réttarkerfinu að hvítflibbaglæpamönnum væri alltaf veitt lausn gegn tryggingu. BREAKING: Fishrot accused Bernhardt Esau and Tamson Hatuikulipi have been denied bail. Magistrate Duard Kesslau says the pair has a strong case to answer, adding that the continuous granting of bail to white-collar accused persons is eroding public faith in the justice system. pic.twitter.com/ne5lKsLxpc— Namibian Sun (@namibiansun) July 22, 2020 JUST IN ... A key finding by the magistrate: It is his opinion that there is a strong case against former fisheries minister Bernhard Esau and his son-in-law Tamson Hatuikulipi. The two have been refused bail. pic.twitter.com/jM4qWefqFn— The Namibian (@TheNamibian) July 22, 2020 Esau og Hatuikulipi eru í hópi namibískra embættismanna og aðila þeim tengdum sem er sakaður um að hafa tekið við mútum frá félögum Samherja í skiptum fyrir kvóta á namibískum fiskimiðum. Fullyrt var að fjármálaráðuneyti Namibíu væri með skattamál Samherja til rannsóknar í umfjöllun OCCRP, samtaka rannsóknarblaðamanna sem sérhæfa sig í umfjöllun um skipulagða glæpastarfsemi og spillingu, í vikunni. Félög Samherja hafi flutt fjármuni úr landi til að forðast skattgreiðslur, selt fisk á undirverði og rukkað dótturfélag um yfirverð fyrir togara til þess að lækka skattgreiðslur sínar. Í yfirlýsingu sem Samherji birti á vefsíðu sinni í gær segir fyrirtækið að umfjöllun OCCRP sé „endurtekið efni“. Það telji þá myndin sem dregin sé upp í umfjölluninni villandi. Fjölmargar rangfærslur komi fram í greininni, ýmislegt sé slitið úr samhengi og þarfnist skýringa. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir Samherja aldrei hafa greitt SWAPO-flokknum Fullyrt er í namibískum fjölmiðlum að fyrirtækið hafi gert það árið 2017. 13. júlí 2020 19:00 Meintar mútugreiðslur hafi fjármagnað kosningabaráttu SWAPO Namibískur rannsakandi sagði í dómsal þar í landi í dag að rannsókn hefði leitt í ljós að meintar mútugreiðslur Samherja til þarlendra embættismanna hefðu meðal annars fjármagnað kosningabaráttu SWAPO 9. júlí 2020 19:00 Esau kannast ekki við spillingu í ráðherratíð sinni Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, þvertekur fyrir að hafa nýtt sér ráðherrastöðu sína til þess að hagnast persónulega. 7. júlí 2020 13:51 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. Báðir eru þeir sakaðir um að hafa þegið mútur frá félögum Samherja. Íslenska fyrirtækið segir umfjöllun um meint skattsvik fyrirtækisins fulla af rangfærslum. Namibísku fjölmiðlarnir The Namibian og Namibian Sun greina frá því á Twitter að dómari hafi hafnað ósk Esau og Tamson Hatuikulipi, tengdasonar hans, um lausn. Dómarinn teldi málið gegn þeim sterkt og að það græfi undan tiltrú almennings á réttarkerfinu að hvítflibbaglæpamönnum væri alltaf veitt lausn gegn tryggingu. BREAKING: Fishrot accused Bernhardt Esau and Tamson Hatuikulipi have been denied bail. Magistrate Duard Kesslau says the pair has a strong case to answer, adding that the continuous granting of bail to white-collar accused persons is eroding public faith in the justice system. pic.twitter.com/ne5lKsLxpc— Namibian Sun (@namibiansun) July 22, 2020 JUST IN ... A key finding by the magistrate: It is his opinion that there is a strong case against former fisheries minister Bernhard Esau and his son-in-law Tamson Hatuikulipi. The two have been refused bail. pic.twitter.com/jM4qWefqFn— The Namibian (@TheNamibian) July 22, 2020 Esau og Hatuikulipi eru í hópi namibískra embættismanna og aðila þeim tengdum sem er sakaður um að hafa tekið við mútum frá félögum Samherja í skiptum fyrir kvóta á namibískum fiskimiðum. Fullyrt var að fjármálaráðuneyti Namibíu væri með skattamál Samherja til rannsóknar í umfjöllun OCCRP, samtaka rannsóknarblaðamanna sem sérhæfa sig í umfjöllun um skipulagða glæpastarfsemi og spillingu, í vikunni. Félög Samherja hafi flutt fjármuni úr landi til að forðast skattgreiðslur, selt fisk á undirverði og rukkað dótturfélag um yfirverð fyrir togara til þess að lækka skattgreiðslur sínar. Í yfirlýsingu sem Samherji birti á vefsíðu sinni í gær segir fyrirtækið að umfjöllun OCCRP sé „endurtekið efni“. Það telji þá myndin sem dregin sé upp í umfjölluninni villandi. Fjölmargar rangfærslur komi fram í greininni, ýmislegt sé slitið úr samhengi og þarfnist skýringa.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir Samherja aldrei hafa greitt SWAPO-flokknum Fullyrt er í namibískum fjölmiðlum að fyrirtækið hafi gert það árið 2017. 13. júlí 2020 19:00 Meintar mútugreiðslur hafi fjármagnað kosningabaráttu SWAPO Namibískur rannsakandi sagði í dómsal þar í landi í dag að rannsókn hefði leitt í ljós að meintar mútugreiðslur Samherja til þarlendra embættismanna hefðu meðal annars fjármagnað kosningabaráttu SWAPO 9. júlí 2020 19:00 Esau kannast ekki við spillingu í ráðherratíð sinni Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, þvertekur fyrir að hafa nýtt sér ráðherrastöðu sína til þess að hagnast persónulega. 7. júlí 2020 13:51 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Segir Samherja aldrei hafa greitt SWAPO-flokknum Fullyrt er í namibískum fjölmiðlum að fyrirtækið hafi gert það árið 2017. 13. júlí 2020 19:00
Meintar mútugreiðslur hafi fjármagnað kosningabaráttu SWAPO Namibískur rannsakandi sagði í dómsal þar í landi í dag að rannsókn hefði leitt í ljós að meintar mútugreiðslur Samherja til þarlendra embættismanna hefðu meðal annars fjármagnað kosningabaráttu SWAPO 9. júlí 2020 19:00
Esau kannast ekki við spillingu í ráðherratíð sinni Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, þvertekur fyrir að hafa nýtt sér ráðherrastöðu sína til þess að hagnast persónulega. 7. júlí 2020 13:51