Bað sendiherra um að útvega klúbbi Trump stórmót í golfi Kjartan Kjartansson skrifar 22. júlí 2020 16:57 Trump forseti við leik á Turnberry-vellinum árið 2018. Rekstur vallarins hefur gengið erfiðlega frá því að Trump keypti hann árið 2014. Sendiherrann á Bretlandi sagði samstarfsmönnum að Trump hefði beðið sig um að kanna hjá breskum stjórnvöldum hvort hægt væri að fá Opna mótið þangað. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti bað sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi um að kanna hvort að breska ríkisstjórnin gæti komið því til leiðar að golfklúbbur hans í Skotlandi fengi að halda eitt stærsta golfmót í heimi. Sendiherrann er sagður hafa tekið máli upp við breskan ráðherra. New York Times segir að Robert Wood Johnson IV, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi, hafi tjáð fjölda samstarfsmanna sinna í febrúar árið 2018 að Trump hefði beðið sig um að kanna möguleikann á að bresk stjórnvöld gætu fengið Turnberry-klúbbnum hans í Skotlandi réttinn til að halda Opna mótið í golfi, elsta golfmót í heimi og eitt af fjórum risamótum golfsins. Johnson hafi tekið bónina upp við David Mundell, ráðherra málefna Skotlands, skömmu síðar þrátt fyrir að Lewis Lukens, aðstoðarsendiherra, hefði varað Johnson við því að það væri ósiðlegt að Trump nýtti forsetaembættið til að hagnast persónulega. Mundell sagði bandaríska blaðinu að það væri óviðeigandi fyrir sig að ræða samtöl sín við Johnson sendiherra og vísaði til yfirlýsingar bresku ríkisstjórnarinnar um að Johnson hefði ekki sett fram neina ósk um Opna mótið eða annað íþróttamót. Yfirlýsingin svaraði þó ekki hvort að Johnson hefði rætt um Turnberry við Mundell. Líkt og margir aðrir sendiherrar sem Trump hefur skipað er Johnson (t.v.) harður stuðningsmaður forsetans sem lét fé af henda rakna í kosningasjóði hans.Vísir/Getty Sendiráðsliðið slegið Turnberry er einn af þeim völlum sem Opna mótið er reglulega haldið á. Næstu fjögur mót fara fram annars staðar. Klúbburinn er sagður hafa verið rekinn með tapi undanfarin ár og því gæti það haft verulega þýðingu fyrir reksturinn fengi hann til sín stórmótið. Lukens, sem var starfandi sendiherra þar til Johnson tók við í nóvember árið 2017, og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa verið slegnir yfir uppákomunni. Hann lét utanríkisráðuneytið vita. Nokkrum mánuðum síðar bolaði Johnson Lukens úr embætti skömmu áður en skipunartíma hans átti að ljúka. Sem forseti er Trump undanþegin lögum um hagsmunaárekstra sem gera það glæpsamlegt að embættismenn taki þátt í stjórnarathöfnum sem snerta persónulega fjárhagslega hagsmuni þeirra. Stjórnarskrárákvæði bannar þó að forseti þiggi gjafir frá erlendum ríkjum. Yrði Opna mótið haldið í Turnberry þyrftu bresk yfirvöld að greiða kostnað við öryggisgæslu sem gagnaðist fyrirtæki Trump og gæti fallið undir skilgreiningu stjórnarskrárinnar. Blandar saman forsetaembættinu og fyrirtækjarekstrinum Trump hefur samtvinnað viðskiptaveldi sitt og embættissetu á fordæmalausan hátt. Ólíkt fyrri forsetum neitað hann að losa sig út úr rekstrinum og lét þess í stað sonum sínum eftir að stýra því. Forsetinn hagnast áfram persónulega á rekstri fyrirtækjanna. Um þriðjungi forsetatíðar sinnar hefur Trump svo varið í klúbbum og hótelum í eigu fjölskyldufyrirtækisins og uppsker þannig reglulega umfjöllun um eignirnar. Fjölmiðlum hefur gengið erfiðlega að afla upplýsinga um umfang greiðslna alríkisstjórnarinnar til fyrirtækisins í kringum þær heimsóknir. Í fyrra var Trump gerður afturreka með hugmynd sína um að halda fund G7-ríkjanna í golfklúbbi sínum á Flórída. Bæði demókratar og repúblikanar gagnrýndu áformin sem urðu til þess að Trump ákvað að halda fundinn í Camp David. Honum var á endanum aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar Mike Pence, varaforseti, fór í opinbera heimsókn til Írlands í fyrra vakti gagnrýni að Trump forseti hvatti hann til þess að gista í golfklúbbi sínum í Doonbeg jafnvel þó að hann væri á hinum enda landsins. Var Pence sakaður um að nota heimsóknina til þess að fóðra vasa forsetans. Donald Trump Bandaríkin Golf Skotland Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. 14. maí 2020 22:54 Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. 14. maí 2020 22:54 Greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækja Trump enn hærri en vitað var Alríkisstjórnin sem Donald Trump stýrir hefur greitt fyrirtæki í hans eigu jafnvirði tuga milljóna króna. Greiðslur vegna gistingar fyrir lífverði forsetans eru mun hærri en sonur forsetans hefur fullyrt að fyrirtækið rukki. 6. mars 2020 11:31 Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur þurft að greiða fyrirtækjum Trump forseta háar fjárhæðir vegna öryggisgæslu á tíðum ferðum hans í eigin klúbba og hótel. 10. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti bað sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi um að kanna hvort að breska ríkisstjórnin gæti komið því til leiðar að golfklúbbur hans í Skotlandi fengi að halda eitt stærsta golfmót í heimi. Sendiherrann er sagður hafa tekið máli upp við breskan ráðherra. New York Times segir að Robert Wood Johnson IV, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi, hafi tjáð fjölda samstarfsmanna sinna í febrúar árið 2018 að Trump hefði beðið sig um að kanna möguleikann á að bresk stjórnvöld gætu fengið Turnberry-klúbbnum hans í Skotlandi réttinn til að halda Opna mótið í golfi, elsta golfmót í heimi og eitt af fjórum risamótum golfsins. Johnson hafi tekið bónina upp við David Mundell, ráðherra málefna Skotlands, skömmu síðar þrátt fyrir að Lewis Lukens, aðstoðarsendiherra, hefði varað Johnson við því að það væri ósiðlegt að Trump nýtti forsetaembættið til að hagnast persónulega. Mundell sagði bandaríska blaðinu að það væri óviðeigandi fyrir sig að ræða samtöl sín við Johnson sendiherra og vísaði til yfirlýsingar bresku ríkisstjórnarinnar um að Johnson hefði ekki sett fram neina ósk um Opna mótið eða annað íþróttamót. Yfirlýsingin svaraði þó ekki hvort að Johnson hefði rætt um Turnberry við Mundell. Líkt og margir aðrir sendiherrar sem Trump hefur skipað er Johnson (t.v.) harður stuðningsmaður forsetans sem lét fé af henda rakna í kosningasjóði hans.Vísir/Getty Sendiráðsliðið slegið Turnberry er einn af þeim völlum sem Opna mótið er reglulega haldið á. Næstu fjögur mót fara fram annars staðar. Klúbburinn er sagður hafa verið rekinn með tapi undanfarin ár og því gæti það haft verulega þýðingu fyrir reksturinn fengi hann til sín stórmótið. Lukens, sem var starfandi sendiherra þar til Johnson tók við í nóvember árið 2017, og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa verið slegnir yfir uppákomunni. Hann lét utanríkisráðuneytið vita. Nokkrum mánuðum síðar bolaði Johnson Lukens úr embætti skömmu áður en skipunartíma hans átti að ljúka. Sem forseti er Trump undanþegin lögum um hagsmunaárekstra sem gera það glæpsamlegt að embættismenn taki þátt í stjórnarathöfnum sem snerta persónulega fjárhagslega hagsmuni þeirra. Stjórnarskrárákvæði bannar þó að forseti þiggi gjafir frá erlendum ríkjum. Yrði Opna mótið haldið í Turnberry þyrftu bresk yfirvöld að greiða kostnað við öryggisgæslu sem gagnaðist fyrirtæki Trump og gæti fallið undir skilgreiningu stjórnarskrárinnar. Blandar saman forsetaembættinu og fyrirtækjarekstrinum Trump hefur samtvinnað viðskiptaveldi sitt og embættissetu á fordæmalausan hátt. Ólíkt fyrri forsetum neitað hann að losa sig út úr rekstrinum og lét þess í stað sonum sínum eftir að stýra því. Forsetinn hagnast áfram persónulega á rekstri fyrirtækjanna. Um þriðjungi forsetatíðar sinnar hefur Trump svo varið í klúbbum og hótelum í eigu fjölskyldufyrirtækisins og uppsker þannig reglulega umfjöllun um eignirnar. Fjölmiðlum hefur gengið erfiðlega að afla upplýsinga um umfang greiðslna alríkisstjórnarinnar til fyrirtækisins í kringum þær heimsóknir. Í fyrra var Trump gerður afturreka með hugmynd sína um að halda fund G7-ríkjanna í golfklúbbi sínum á Flórída. Bæði demókratar og repúblikanar gagnrýndu áformin sem urðu til þess að Trump ákvað að halda fundinn í Camp David. Honum var á endanum aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar Mike Pence, varaforseti, fór í opinbera heimsókn til Írlands í fyrra vakti gagnrýni að Trump forseti hvatti hann til þess að gista í golfklúbbi sínum í Doonbeg jafnvel þó að hann væri á hinum enda landsins. Var Pence sakaður um að nota heimsóknina til þess að fóðra vasa forsetans.
Donald Trump Bandaríkin Golf Skotland Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. 14. maí 2020 22:54 Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. 14. maí 2020 22:54 Greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækja Trump enn hærri en vitað var Alríkisstjórnin sem Donald Trump stýrir hefur greitt fyrirtæki í hans eigu jafnvirði tuga milljóna króna. Greiðslur vegna gistingar fyrir lífverði forsetans eru mun hærri en sonur forsetans hefur fullyrt að fyrirtækið rukki. 6. mars 2020 11:31 Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur þurft að greiða fyrirtækjum Trump forseta háar fjárhæðir vegna öryggisgæslu á tíðum ferðum hans í eigin klúbba og hótel. 10. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Sjá meira
Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. 14. maí 2020 22:54
Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. 14. maí 2020 22:54
Greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækja Trump enn hærri en vitað var Alríkisstjórnin sem Donald Trump stýrir hefur greitt fyrirtæki í hans eigu jafnvirði tuga milljóna króna. Greiðslur vegna gistingar fyrir lífverði forsetans eru mun hærri en sonur forsetans hefur fullyrt að fyrirtækið rukki. 6. mars 2020 11:31
Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur þurft að greiða fyrirtækjum Trump forseta háar fjárhæðir vegna öryggisgæslu á tíðum ferðum hans í eigin klúbba og hótel. 10. febrúar 2020 16:00