Mugison tróð upp í Skálavík með skömmum fyrirvara Heimir Már Pétursson skrifar 22. júlí 2020 19:18 Tónlistarmaðurinn Mugison tróð óvænt upp með tónleika í Skálavík fyrir vestan í gær og og boðar að hann muni birtast með gítarinn án fyrirvara hér og þar um landið. Hafþór Gunnarsson fréttamaður okkar í Bolungarvík beinlínis rann á gítarhljómana og rödd Mugison þegar hann tróð óvænt upp í Skálavík skammt frá Bolungarvík í gærdag. Mugison greindi einungis frá tónleikunum á heimasíðu sinni örskömmu áður en hann hóf upp raust sína í Skálavík. Mugison segist ætla að fylgjast með veðurspám og troða upp þar sem gott er veður með skömmum fyrirvara hér og þar um landið.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson „Við náttúrlega búum hérna rétt hjá og búin að koma hérna á þetta yndislega svæði í mörg, mörg ár. Mig er búið að dreyma um að spila hérna. Þetta er náttúrlega hálfgert leikhús, svona uppstilling, lítið svið og eftir hádegi í dag ákváðum við bara að rúnta og búa til tónleika hérna. Loksins," sagði Mugison hæst ánægður með hvað margir mættu. Eitthvað á þriðja hundrað manns nutu veðurblíðunnar og náttúrunnar undir tónlist Mugison í heimahögunum. En hann boðar að fólk víðs vegar um landið megi búast við að hann birtist óvænt og telji í tónleika með litlum fyrirvara. Heimamenn og ferðalangar fyrir vestan létu vel að flutningi ísfirska rokkarans í Skálvík í gær.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson „Það var planið í sumar að fara hingað og þangað. Þetta er góð byrjun. Fer svolítið eftir veðurspánni. Strax og það verður aftur gott veður ætla ég í gang og taka fleiri á svona náttúruperlu,“ segir Mugison en heyra má og sjá hann taka lagið í Skálavík í innslagi með þessari frétt. Tónlist Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Mugison tróð óvænt upp með tónleika í Skálavík fyrir vestan í gær og og boðar að hann muni birtast með gítarinn án fyrirvara hér og þar um landið. Hafþór Gunnarsson fréttamaður okkar í Bolungarvík beinlínis rann á gítarhljómana og rödd Mugison þegar hann tróð óvænt upp í Skálavík skammt frá Bolungarvík í gærdag. Mugison greindi einungis frá tónleikunum á heimasíðu sinni örskömmu áður en hann hóf upp raust sína í Skálavík. Mugison segist ætla að fylgjast með veðurspám og troða upp þar sem gott er veður með skömmum fyrirvara hér og þar um landið.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson „Við náttúrlega búum hérna rétt hjá og búin að koma hérna á þetta yndislega svæði í mörg, mörg ár. Mig er búið að dreyma um að spila hérna. Þetta er náttúrlega hálfgert leikhús, svona uppstilling, lítið svið og eftir hádegi í dag ákváðum við bara að rúnta og búa til tónleika hérna. Loksins," sagði Mugison hæst ánægður með hvað margir mættu. Eitthvað á þriðja hundrað manns nutu veðurblíðunnar og náttúrunnar undir tónlist Mugison í heimahögunum. En hann boðar að fólk víðs vegar um landið megi búast við að hann birtist óvænt og telji í tónleika með litlum fyrirvara. Heimamenn og ferðalangar fyrir vestan létu vel að flutningi ísfirska rokkarans í Skálvík í gær.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson „Það var planið í sumar að fara hingað og þangað. Þetta er góð byrjun. Fer svolítið eftir veðurspánni. Strax og það verður aftur gott veður ætla ég í gang og taka fleiri á svona náttúruperlu,“ segir Mugison en heyra má og sjá hann taka lagið í Skálavík í innslagi með þessari frétt.
Tónlist Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Sjá meira