Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júlí 2020 19:42 Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. Trúverðugleiki FME sé í húfi. Á föstudaginn beindi stjórn VR þeim tilmælum til stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Sú yfirlýsing vakti hörð viðbrögð en í gær sendi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, bréf til félagsmanna þar sem hann segir að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. Það að samningar hafi náðst við flugfreyjur um helgina er meðal þess sem hafði áhrif á ákvörðunina að sögn formanns VR. Fleiri ástæður liggi einnig að baki. „Við teljum ekki ástæðu í stjórn VR til þess að setja frekari þrýsting eða standa við þessa yfirlýsingu sem að við sendum frá okkur. Þetta er fimmtán manna stjórn og við höfum ólík sjónarmið en erum sammála um það að draga þessa yfirlýsingu til baka og ætlum að gera það. En ert þú enn þeirrar skoðunar að sjóðurinn ætti ekki að taka þátt í hlutafjárútboði, jafnvel þótt tilmælin verði dregin til baka? „Ég hef lýst þeirri skoðun minni að ég tel ólíklegt, mjög ólíklegt, að lífeyrissjóðirnir komi inn í þetta útboð eða styðji við félagið fjárhagslega með þessa stjórn og stjórnendur við völd í félaginu og það er ennþá mín skoðun. Ég tel að það hafi verið félaginu farsælla að fara í gegnum þennan ólgusjó með nýju fólki í brúnni,“ svarar Ragnar Þór. Ítarlegt viðtal við Ragnar er að finna í spilaranum neðst í fréttinni. Trúverðugleiki FME sé undir Þrátt fyrir að tilmælin hafi verið dregin til baka standa Samtök atvinnulífsins við þá skoðun sína að fjármálaeftirlitið eigi að taka málið föstum tökum, en samtökin sendu Seðlabankanum bréf þess efnis í gær. „Í mínum huga er trúverðugleiki fjármálaeftirlitsins undir í þessu máli þar sem fjármálaeftirlitið hefur gefið frá sér tilmæli sem eru alveg skýr en formaður og stjórn VR hafa látið þessi tilmæli sem vind um eyru þjóta. Þannig ég vænti þess að fjármálaeftirlitið taki málið upp,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjaramál Lífeyrissjóðir Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. Trúverðugleiki FME sé í húfi. Á föstudaginn beindi stjórn VR þeim tilmælum til stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Sú yfirlýsing vakti hörð viðbrögð en í gær sendi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, bréf til félagsmanna þar sem hann segir að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. Það að samningar hafi náðst við flugfreyjur um helgina er meðal þess sem hafði áhrif á ákvörðunina að sögn formanns VR. Fleiri ástæður liggi einnig að baki. „Við teljum ekki ástæðu í stjórn VR til þess að setja frekari þrýsting eða standa við þessa yfirlýsingu sem að við sendum frá okkur. Þetta er fimmtán manna stjórn og við höfum ólík sjónarmið en erum sammála um það að draga þessa yfirlýsingu til baka og ætlum að gera það. En ert þú enn þeirrar skoðunar að sjóðurinn ætti ekki að taka þátt í hlutafjárútboði, jafnvel þótt tilmælin verði dregin til baka? „Ég hef lýst þeirri skoðun minni að ég tel ólíklegt, mjög ólíklegt, að lífeyrissjóðirnir komi inn í þetta útboð eða styðji við félagið fjárhagslega með þessa stjórn og stjórnendur við völd í félaginu og það er ennþá mín skoðun. Ég tel að það hafi verið félaginu farsælla að fara í gegnum þennan ólgusjó með nýju fólki í brúnni,“ svarar Ragnar Þór. Ítarlegt viðtal við Ragnar er að finna í spilaranum neðst í fréttinni. Trúverðugleiki FME sé undir Þrátt fyrir að tilmælin hafi verið dregin til baka standa Samtök atvinnulífsins við þá skoðun sína að fjármálaeftirlitið eigi að taka málið föstum tökum, en samtökin sendu Seðlabankanum bréf þess efnis í gær. „Í mínum huga er trúverðugleiki fjármálaeftirlitsins undir í þessu máli þar sem fjármálaeftirlitið hefur gefið frá sér tilmæli sem eru alveg skýr en formaður og stjórn VR hafa látið þessi tilmæli sem vind um eyru þjóta. Þannig ég vænti þess að fjármálaeftirlitið taki málið upp,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent