Yfirvöld í Bretlandi voru illa búin undir faraldurinn Sylvía Hall skrifar 23. júlí 2020 07:26 Viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru gagnrýnd í skýrslu þingnefndar. Vísir/Getty Þingnefnd um endurskoðun ríkisreikninga í Bretlandi gagnrýnir ríkistjórn landsins harðlega fyrir illa útfærð og vanhugsuð viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum. Sagði nefndin vinnubrögðin vera „sláandi“ og að þau gætu haft langvarandi afleiðingar fyrir efnahagskerfi landsins. Á vef breska ríkisútvarpsins er greint frá skýrslu nefndarinnar þar sem kemur fram að fjármálaráðuneyti landsins hafi ekki komið fram með stuðningsáætlanir fyrr en um miðjan mars. Fyrstu tilfelli kórónuveirunnar í landinu voru staðfest þann 31. janúar. Ríkisstjórnin er harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki búið sig betur undir heimsfaraldurinn og afleiðingar hans. Mikill seinagangur hafi verið í viðbrögðum yfirvalda, enda hafi þurft að útfæra allar áætlanir frá grunni. Það hafi skapað mikla óvissu fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga. Í skýrslunni kemur fram að ríkisstjórnin hafi æft viðbrögð við heimsfaraldri árið 2016 í svokallaðri Cygnus-æfingu sem stóð yfir í þrjá daga. Viðskipta-, orku- og iðnaðarþróunarstofnun landsins hafi þó ekki vitað af æfingunni og gagnrýnir nefndin skort á samráði. „Það er ótrúlegt að ríkisstjórnin hafi ekki hugað að mögulegum áhrifum [veirunnar] á hagkerfið.“ Í niðurstöðum skýrslunnar er kallað eftir frekara gagnsæi í ákvarðanatöku stjórnvalda og ítrekað mikilvægi þess að yfirvöld endurskoði verkferla í neyðarástandi til þess að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur. Margar ákvarðanatökur hafi tekið of langan tíma, til að mynda hvernig skyldi útfæra smitrakningu og útdeila hlífðarbúnaði þegar skorturinn var sem mestur. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aftur þykir Boris ruglingslegur Englendingar ættu að klæðast andlitsgrímum við matarinnkaupin til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, að mati forsætisráðherra Bretlands. 13. júlí 2020 16:05 Ríkisstjórn Bretlands brýnir fjarlægðarmörk fyrir félögum Ríkistjórn Bretlands vill að lið ensku úrvalsdeildarinnar virði fjarlægðartakmarkanir sem settar hafa verið. 12. júlí 2020 07:00 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Þingnefnd um endurskoðun ríkisreikninga í Bretlandi gagnrýnir ríkistjórn landsins harðlega fyrir illa útfærð og vanhugsuð viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum. Sagði nefndin vinnubrögðin vera „sláandi“ og að þau gætu haft langvarandi afleiðingar fyrir efnahagskerfi landsins. Á vef breska ríkisútvarpsins er greint frá skýrslu nefndarinnar þar sem kemur fram að fjármálaráðuneyti landsins hafi ekki komið fram með stuðningsáætlanir fyrr en um miðjan mars. Fyrstu tilfelli kórónuveirunnar í landinu voru staðfest þann 31. janúar. Ríkisstjórnin er harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki búið sig betur undir heimsfaraldurinn og afleiðingar hans. Mikill seinagangur hafi verið í viðbrögðum yfirvalda, enda hafi þurft að útfæra allar áætlanir frá grunni. Það hafi skapað mikla óvissu fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga. Í skýrslunni kemur fram að ríkisstjórnin hafi æft viðbrögð við heimsfaraldri árið 2016 í svokallaðri Cygnus-æfingu sem stóð yfir í þrjá daga. Viðskipta-, orku- og iðnaðarþróunarstofnun landsins hafi þó ekki vitað af æfingunni og gagnrýnir nefndin skort á samráði. „Það er ótrúlegt að ríkisstjórnin hafi ekki hugað að mögulegum áhrifum [veirunnar] á hagkerfið.“ Í niðurstöðum skýrslunnar er kallað eftir frekara gagnsæi í ákvarðanatöku stjórnvalda og ítrekað mikilvægi þess að yfirvöld endurskoði verkferla í neyðarástandi til þess að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur. Margar ákvarðanatökur hafi tekið of langan tíma, til að mynda hvernig skyldi útfæra smitrakningu og útdeila hlífðarbúnaði þegar skorturinn var sem mestur.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aftur þykir Boris ruglingslegur Englendingar ættu að klæðast andlitsgrímum við matarinnkaupin til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, að mati forsætisráðherra Bretlands. 13. júlí 2020 16:05 Ríkisstjórn Bretlands brýnir fjarlægðarmörk fyrir félögum Ríkistjórn Bretlands vill að lið ensku úrvalsdeildarinnar virði fjarlægðartakmarkanir sem settar hafa verið. 12. júlí 2020 07:00 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Aftur þykir Boris ruglingslegur Englendingar ættu að klæðast andlitsgrímum við matarinnkaupin til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, að mati forsætisráðherra Bretlands. 13. júlí 2020 16:05
Ríkisstjórn Bretlands brýnir fjarlægðarmörk fyrir félögum Ríkistjórn Bretlands vill að lið ensku úrvalsdeildarinnar virði fjarlægðartakmarkanir sem settar hafa verið. 12. júlí 2020 07:00