Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, hefur fundið ástina í örmum Stefanie Estherar Egilsdóttur laganema. Parið birti mynd af sér á samfélagsmiðlum í gær en Mannlíf greindi fyrst frá.
Fyrr í sumar var greint frá því að Birgir væri skilinn að borði og sæng og leitaði nú að ástinni á Tinder. Leitin virðist hafa gengið vel enda skín hamingjan af parinu á samfélagsmiðlum og fagnaði Stefanie því að hafa nælst í „heitasta piparsveininn“.
„Það dugar ekkert minna en heitasta piparsvein landsins til að koma mér af markaðnum,“ skrifaði Stefanie á Instagram.