Leik lokið: Valur - Fylkir 3-0 | Loks unnu Valsmenn heimaleik Andri Már Eggertsson skrifar 23. júlí 2020 22:05 Hannes Þór Halldórsson hélt marki sínu hreinu í kvöld. Vísir/Daniel Þór Leikið var í áttundu umferð Pepsi Max deildarinnar á Origo vellinum í kvöld. Stigasöfnun liðanna fyrir leik var mjög jöfn. Valur var í öðru sæti deildarinnar með 13 stig er Fylkir var í því þriðja með 12 stig stigi minna en Valur. Það var því ljóst að mikið var í húfi á Origo vellinum í kvöld. Gangur leiksins Jafnræði var milli liðanna til að byrja með leiks lítið var um færi þangað til þegar um korter var liðið af leiknum. Góð sókn Valsmanna hófst með overlap frá hægri Birkir Már Sævarsson rennir boltanum inn í teig beint á Kristinn Freyr Sigurðsson sem leggur boltann snyrtilega í hornið. Fylkir vöknuðu aðeins við þetta mark Vals komu sér í nokkrar fínar stöður og var það Arnór Gauti Ragnarsson sem fékk besta færi Fylkis, boltinn dettur dauður fyrir framan hann eftir hornspyrnu hann þrumar boltanum í slánna og niður sem Valsmenn hreinsa síðan í burtu. Valur bætti síðan við öðru marki sínu þegar tæplega 37 mínútur voru búnar af leiknum. Hornspyrna sem Sigurður Egill tekur rataði beit á kollinn á Sebastian Hedlund sem skallar boltann í netið. Fylkis menn voru æfir er þeir vildu fá rangstöðu í sókn Vals sem leiddi til hornspyrnunar. Besta færi leiksins fékk Patrick Pedersen. Góð skyndisókn Vals sem hófst með sendingu frá Kristni Frey sem kom boltanum inn fyrir á Aron Bjarnason sem er einn á móti markmanni með Patrick Pedersen hliðinn á sér, Aron rennir boltanum á Patrick sem á bara eftir að setja boltann í autt markið en framhjá fór skot hans. Seinni hálfleikur var heldur rólegri en sá fyrri. Bæði lið voru ekki að takast að skapa sér mikið af færum í seinni hálfleik. Sigurður Egill Lárusson fékk dauðafæri eftir klukkutíma leik, boltinn datt fyrir hann inn í teig Fylkis skot hans var fast en í hliðarnetið fór boltinn og voru þó nokkrir Valsarar farnir að fagna er þeir héldu að boltinn væri inni. Patrick Pedersen fékk tak í bakið eftir samstuð, hann gat ekki haldið leik áfram og fór hann meiddur af velli. Valur fengu vítaspyrnu undir lok leiks, klaufalegt brot hjá Orra Sveini sem braut á Aroni Bjarnasyni. Sigurður Egill fór á punktinn og skoraði af örryggi og innsiglaði stigin þrjú. Af hverju vann Valur? Fyrri hálfleikur Vals skilaði tveimur mörkum fyrir þá sem gerði allt heldur auðveldara fyrir þá. Þeir vörðust vel og áttu svör við öllum sóknar aðgerðum Fylkis. Hverjir stóðu upp úr? Sebastian Hedlund var frábær í vörn Vals. Hann lokaði á allt sem Valdimar reyndi að gera í sóknarleik Fylkis og skoraði síðan annað mark Vals með laglegum skalla. Kristinn Freyr var mjög góður í sóknarleik Vals flest færi sem Valur var að koma sér í þegar hann var inná vellinum var hann að skapa fyrir liðsfélaga sína eða hann að koma sér sjálfur í sem skilaði sér í góðu marki snemma leiks. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fylkis var ekki upp á marga fiska, þeir fengu mikið af hálf færum sem Valur átti ekki í vandræðum með að verjast. Valdimar Þór Ingimundarson átti slæman leik hann leiddi að mínu mati óvænt framlínu Fylkis fyrsta klukkutíma leiksins, það kom lítið sem ekkert úr honum þar er hann færði sig síðan á vinstri kantinn var hann örlítið sprækari. Hvað er framundan? Mótið er spilað mjög þétt um þessar mundir. 8. umferð Pepsi Max deildarinnar fer í gang strax á sunnudaginn næsta en bæði Valur og Fylkir eiga leik á mánudagskvöldið. Fylkir fá heimaleik á móti HK kl 18:00 og verður sá leikur sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. Valsmenn fara í Grafarvoginn og spila þar við nýliða Fjölnis klukkan 19:15. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, sagði í viðtali eftir leik að Ólafur Karl Finsen mætti finna sér nýtt félag. Það viðtal má lesa hér. Ólafur Stígsson og Atli Sveinn, þjálfarar Fylkis, að ræða málin.Vísir/Vilhelm Ólafur Stígsson: Annað mark Vals er stórfurðulegt á hálfu dómarans. „Þetta voru sanngjörn úrslit í dag, þeir fengu nokkur færi er við mættum bara ekki til leiks. Annað markið þeirra fannst mér mjög skrítið þar sem dómarinn tekur stærsta manninn okkar út úr horni það er stórfurðulegt,” sagði Ólafur svekktur eftir leik. Valdimar Þór byrjaði fremstur í liði Fylkis, Ólafur var spurður hvort það hafi verið mistök að hafa hann þar er þeir breyttu skipulaginu eftir klukkutíma leik. Ólafur talaði um að það hafði verið mistök nú fyrst þeir skoruðu ekki, leikplanið var að keyra á vörn Vals en það gekk bara ekki einsog áætlað var. „Við lærðum fullt af þessum leik, við höfum tapað núna tvisvar 3-0 á móti tveimur mjög góðum liðum og getum við sett báða þessa leiki í reynslubankann. Við þurfum að vera grimmari og beittari í okkar leik til að snúa þessu gengi við,” sagði Ólafur Ragnar Bragi hefur verið meiddur eftir að hafa lent í höfuð áverkum í fyrstu umferð. Hann var í fyrsta sinn í leikmanna hóp liðsins eftir meiðslin og kom hann inná í leiknum. Ólafur talar um að heilsa hans sé á mjög góðum stað og kom hann flottur inn í leikinn, Ólafur endaði síðan á því að Ragnar Bragi gæti mögulega byrjað næsta leik. Pepsi Max-deild karla Fylkir Valur Tengdar fréttir Heimir: Óli Kalli getur farið í næsta glugga Heimir var sáttur með sigur sinna manna gegn Fylki í kvöld. Þá sagði hann að Ólafur Karl Finsen mætti finna sér nýtt lið þegar glugginn opnar á ný. 23. júlí 2020 22:00
Leikið var í áttundu umferð Pepsi Max deildarinnar á Origo vellinum í kvöld. Stigasöfnun liðanna fyrir leik var mjög jöfn. Valur var í öðru sæti deildarinnar með 13 stig er Fylkir var í því þriðja með 12 stig stigi minna en Valur. Það var því ljóst að mikið var í húfi á Origo vellinum í kvöld. Gangur leiksins Jafnræði var milli liðanna til að byrja með leiks lítið var um færi þangað til þegar um korter var liðið af leiknum. Góð sókn Valsmanna hófst með overlap frá hægri Birkir Már Sævarsson rennir boltanum inn í teig beint á Kristinn Freyr Sigurðsson sem leggur boltann snyrtilega í hornið. Fylkir vöknuðu aðeins við þetta mark Vals komu sér í nokkrar fínar stöður og var það Arnór Gauti Ragnarsson sem fékk besta færi Fylkis, boltinn dettur dauður fyrir framan hann eftir hornspyrnu hann þrumar boltanum í slánna og niður sem Valsmenn hreinsa síðan í burtu. Valur bætti síðan við öðru marki sínu þegar tæplega 37 mínútur voru búnar af leiknum. Hornspyrna sem Sigurður Egill tekur rataði beit á kollinn á Sebastian Hedlund sem skallar boltann í netið. Fylkis menn voru æfir er þeir vildu fá rangstöðu í sókn Vals sem leiddi til hornspyrnunar. Besta færi leiksins fékk Patrick Pedersen. Góð skyndisókn Vals sem hófst með sendingu frá Kristni Frey sem kom boltanum inn fyrir á Aron Bjarnason sem er einn á móti markmanni með Patrick Pedersen hliðinn á sér, Aron rennir boltanum á Patrick sem á bara eftir að setja boltann í autt markið en framhjá fór skot hans. Seinni hálfleikur var heldur rólegri en sá fyrri. Bæði lið voru ekki að takast að skapa sér mikið af færum í seinni hálfleik. Sigurður Egill Lárusson fékk dauðafæri eftir klukkutíma leik, boltinn datt fyrir hann inn í teig Fylkis skot hans var fast en í hliðarnetið fór boltinn og voru þó nokkrir Valsarar farnir að fagna er þeir héldu að boltinn væri inni. Patrick Pedersen fékk tak í bakið eftir samstuð, hann gat ekki haldið leik áfram og fór hann meiddur af velli. Valur fengu vítaspyrnu undir lok leiks, klaufalegt brot hjá Orra Sveini sem braut á Aroni Bjarnasyni. Sigurður Egill fór á punktinn og skoraði af örryggi og innsiglaði stigin þrjú. Af hverju vann Valur? Fyrri hálfleikur Vals skilaði tveimur mörkum fyrir þá sem gerði allt heldur auðveldara fyrir þá. Þeir vörðust vel og áttu svör við öllum sóknar aðgerðum Fylkis. Hverjir stóðu upp úr? Sebastian Hedlund var frábær í vörn Vals. Hann lokaði á allt sem Valdimar reyndi að gera í sóknarleik Fylkis og skoraði síðan annað mark Vals með laglegum skalla. Kristinn Freyr var mjög góður í sóknarleik Vals flest færi sem Valur var að koma sér í þegar hann var inná vellinum var hann að skapa fyrir liðsfélaga sína eða hann að koma sér sjálfur í sem skilaði sér í góðu marki snemma leiks. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fylkis var ekki upp á marga fiska, þeir fengu mikið af hálf færum sem Valur átti ekki í vandræðum með að verjast. Valdimar Þór Ingimundarson átti slæman leik hann leiddi að mínu mati óvænt framlínu Fylkis fyrsta klukkutíma leiksins, það kom lítið sem ekkert úr honum þar er hann færði sig síðan á vinstri kantinn var hann örlítið sprækari. Hvað er framundan? Mótið er spilað mjög þétt um þessar mundir. 8. umferð Pepsi Max deildarinnar fer í gang strax á sunnudaginn næsta en bæði Valur og Fylkir eiga leik á mánudagskvöldið. Fylkir fá heimaleik á móti HK kl 18:00 og verður sá leikur sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. Valsmenn fara í Grafarvoginn og spila þar við nýliða Fjölnis klukkan 19:15. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, sagði í viðtali eftir leik að Ólafur Karl Finsen mætti finna sér nýtt félag. Það viðtal má lesa hér. Ólafur Stígsson og Atli Sveinn, þjálfarar Fylkis, að ræða málin.Vísir/Vilhelm Ólafur Stígsson: Annað mark Vals er stórfurðulegt á hálfu dómarans. „Þetta voru sanngjörn úrslit í dag, þeir fengu nokkur færi er við mættum bara ekki til leiks. Annað markið þeirra fannst mér mjög skrítið þar sem dómarinn tekur stærsta manninn okkar út úr horni það er stórfurðulegt,” sagði Ólafur svekktur eftir leik. Valdimar Þór byrjaði fremstur í liði Fylkis, Ólafur var spurður hvort það hafi verið mistök að hafa hann þar er þeir breyttu skipulaginu eftir klukkutíma leik. Ólafur talaði um að það hafði verið mistök nú fyrst þeir skoruðu ekki, leikplanið var að keyra á vörn Vals en það gekk bara ekki einsog áætlað var. „Við lærðum fullt af þessum leik, við höfum tapað núna tvisvar 3-0 á móti tveimur mjög góðum liðum og getum við sett báða þessa leiki í reynslubankann. Við þurfum að vera grimmari og beittari í okkar leik til að snúa þessu gengi við,” sagði Ólafur Ragnar Bragi hefur verið meiddur eftir að hafa lent í höfuð áverkum í fyrstu umferð. Hann var í fyrsta sinn í leikmanna hóp liðsins eftir meiðslin og kom hann inná í leiknum. Ólafur talar um að heilsa hans sé á mjög góðum stað og kom hann flottur inn í leikinn, Ólafur endaði síðan á því að Ragnar Bragi gæti mögulega byrjað næsta leik.
Pepsi Max-deild karla Fylkir Valur Tengdar fréttir Heimir: Óli Kalli getur farið í næsta glugga Heimir var sáttur með sigur sinna manna gegn Fylki í kvöld. Þá sagði hann að Ólafur Karl Finsen mætti finna sér nýtt lið þegar glugginn opnar á ný. 23. júlí 2020 22:00
Heimir: Óli Kalli getur farið í næsta glugga Heimir var sáttur með sigur sinna manna gegn Fylki í kvöld. Þá sagði hann að Ólafur Karl Finsen mætti finna sér nýtt lið þegar glugginn opnar á ný. 23. júlí 2020 22:00
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti