Í tilefni af grein Gunnars Kvaran um dóminn vegna legsteinasafnsins Eva Hauksdóttir skrifar 23. júlí 2020 13:30 Þann 21. júlí birtist í Morgunblaðinu grein eftir Gunnar Kvaran undir heitinu „Til varnar vini mínum Páli Guðmundssyni listamanni frá Húsafelli“. Efni greinarinnar er niðurstaða nýlegs dóms Héraðsdóms Vesturlands, sem vakið hefur nokkra athygli. Með dómnum er listamanninum Páli Guðmundssyni gert að fjarlægja byggingu sem reist var á grundvelli ógilds deiliskipulags en þeirri byggingu var ætlað að hýsa legsteinasafn. Málið á rætur að rekja til fúsks í stjórnsýslu Borgarbyggðar og snýst í stuttu máli um það hvort nágranni Páls, Sæmundur Ásgeirsson, sem rekur gistiheimilið Gamla bæ í næsta nágrenni, eigi virkilega að þurfa að sætta sig við það að menningarmiðstöð sé reist á bæjarhlaðinu hjá honum án þess að hann sé spurður álits. Niðurstaða dómsins, sem Gunnar Kvaran segir að komi „eins og þruma úr heiðskíru lofti“ kemur engum á óvart sem hefur kynnt sér lög um mannvirki og dómaframkvæmd í svipuðum málum. Vitanlega eiga nágrannar rétt á því að fá að tjá sig um framkvæmdir sem hafa augljós og mikil áhrif á þá. Deiliskipulagiið fyrir svæðið reyndist ógilt, enda var það ekki kynnt á löglegan hátt og þar með var ekki annað í stöðunni en að fella byggingarleyfið úr gildi. Um andmæla- og áfrýjunarrétt Í grein Gunnars kemur fram sú undarlega afstaða að það sé „með öllu óskiljanlegt að niðurstaða dómsins skuli ekki gefa Páli tóm til andmælaréttar eða áfrýjunar til æðri dómstóla.“ Það er ekkert óskiljanlegt við það að dómurinn geri ekki ráð fyrir andmælarétti. Fyrir það fyrsta hafa menn ekki andmælarétt gegn uppkveðnum dómi. Þvert á móti er dómum ætlað að binda endi á mál og því deila menn ekki við dómarann. Áður en dómur fellur hafa þó báðir aðilar fengið tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og fékk Páll Guðmundsson að sjálfsögðu að koma öllum sínum andmælum að í greinargerð og við flutning málsins í héraði. Andmælaréttur vegna ákvarðana á aftur á móti við á stjórnsýslustigi og það sem gerðist í þessu máli var það að andmælaréttur stefnandans, Sæmundar Ásgeirssonar, var ekki virtur. Þetta kemur m.a. fram í áliti Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar Sæmundar yfir meðferð Úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála á kæru hans. Í öðru lagi er það alrangt að Páli sé ekki gefið tóm til áfrýjunar til æðri dómstóla. Þann rétt hefur hann vitanlega. Það má vissulega gagnrýna það hversu langan tíma það ferli tekur en að sjálfsögðu frestar áfrýjun réttaráhrifum í málum sem þessu, að öðrum kosti væri áfrýjun tilgangslaus. Verði málinu áfrýjað þá verður það Sæmundur sem þarf að þola bygginguna við bæjardyrnar hjá sér sem þeim tíma nemur. Varðandi það að dagsektir renni beint í vasa stefnanda, þá er ekkert óeðlilegt við það heldur. Dagsektir eru hugsaðar sem skaðabætur til þess sem brotið er gegn. Verði málinu áfrýjað til Landsréttar reynir ekki á dagsektir fyrr en að þeim dómi föllnum. Myndin sýnir legsteinasafn uppsteypt án þaks til vinstri, skemmuna rauðmálaða og Gamla bæ hvítan í baksýn. Páll vissi af áhættunni Fyrir utan þá lögfræðilegu þvælu sem Gunnar Kvaran býður lesendum Morgunblaðsins upp á, setur hann mál sitt fram eins og þarna sé Sæmundur Ásgeirsson, að ráðast gegn velgjörðamanni sínum, einyrkja sem hafi með listsköpun sinni stóraukið aðsókn að gistiheimili hans og reist hús í góðri trú um að hann væri í fullum rétti til þess. Við þetta er margt að athuga. Sæmundur hlýtur í fyrsta lagi að leggja mat á það sjálfur hversu hagstætt það sé honum að hafa menningarmiðstöð á hlaðinu hjá sér. Hann átti rétt á því, lögum samkvæmt, að fá að koma afstöðu sinni á framfæri áður en ráðist yrði í framkvæmdir. Borgarbyggð virti ekki þennan rétt hans. Það er stórkostlegt klúður og enn eitt dæmið um það hversu óheppilegt það er að dómstólar skuli ekki telja nauðsynlegt að stefna sveitarfélögum í deilumálum um skipulag og mannvirki. Í þessu máli ber sveitarfélagið töluverða ábyrgð, auk þess sem það hlýtur að varða hagsmuni þess hvort menningarmiðstöð rís í sveitarfélaginu eða ekki. Samkvæmt dómaframkvæmd er þó engin þörf á að stefna bæði sveitarfélagi og framkvæmdaraðila og var framkvæmdaraðila stefnt einum. Í öðru lagi var Páll ekki í góðri trú um rétt sinn. Páli verður ekki kennt um afglöp Borgarbyggðar í málinu og auðvitað ætti hann að geta treyst því að byggingarleyfi sem sveitarfélag gefur út sé gilt. En eins og fram kemur í dómnum var Páli gerð grein fyrir því að Sæmundur ætlaði að krefjast ógildingar deiliskipulagsins og byggingarleyfisins og að ef hann réðist í frekari framkvæmdir yrði höfðað mál á hendur honum með tilheyrandi kostnaði. Páll var því meðvitaður um að leyfið hefði verið véfengt og verður auðvitað að taka ábyrgð á þeirri ákvörðun að hundsa tilmæli um að halda að sér höndum. Stór áform en engir fjárfestar? Það er ekki auðvelt fyrir utanaðkomandi að átta sig á því hversu mikla áhættu Páll Guðmundsson tók í raun með því að reisa 40 milljóna byggingu, vitandi að hann ætti dómsmál yfir höfði sér. Páll er formlega ábyrgur fyrir framkvæmdinni en í fjölmiðlum hafa komið fram vísbendingar um að fleiri aðilar standi að baki henni. Í viðtali við Helga Kr. Eiríksson í Skessuhorni 12. mars 2018 kemur fram að Páll Guðmundsson ætli að leggja verk sín inn í sjálfseignarstofnunina Gömlu sporin. Hugmyndin var sú að þessi sjálfseignarstofnun yrði undir stjórn Helga. Í umfjöllun Skessuhorns kemur skýrt fram að á staðnum verði listasafn og sýningahald og að verið sé “að safna saman í nokkur hús innan lítillar þyrpingar, þeirri arfleifð sem hér á Húsafelli er”. Hvort sjálfseignarstofnunni hefur verið komið formlega á fót hefur ekki komið fram en stór voru áformin og menn hljóta að hafa velt fyrir sér möguleikum á því að fá fjárfesta. Í viðtali við Vísi í kjölfar dómsins sagði Helgi þó ekkert fyrirtæki standa að baki þessari sjálfseignarstofnun heldur bæri Páll alla áhættuna einn. Það verður að teljast nokkuð ótrúlegt aðsjálfseignarstofnun, fjármögnuð af einum listamanni hafi bolmagn til að ráðast í þá miklu framkvæmd sem Helgi Kr. Eiríksson lýsti fyrir rúmum tveim árum. En því meiri ástæða hefði verið fyrir Pál að fara sér hægt. Páll er ekki brotaþoli í þessu máli Sæmundur Ásgeirsson varð fyrir því að rétt við dyrnar að heimili hans og fyrirtæki hófst uppbygging menningarmiðstöðvar sem hann telur ljóst að muni raska verulega möguleikum sínum á frekari uppbyggingu og trufla þá starfsemi sem hann rekur þar nú þegar. Þessi framkvæmd hófst án þess að nokkur tilraun væri gerð til að leita álits hans eða ná samkomulagi. Deiliskipulagið reyndist ólöglegt og þar með byggingarleyfið fyrir legsteinasafninu. Ég tek undir þá skoðun Gunnars Kvaran að málið er Borgarbyggð til skammar og að sveitarfélagið ætti að sjá sóma sinn í því að finna legsteinasafninu heppilegt húsnæði. En þótt flest almennilegt fólk hljóti að hafa samúð með listamanninum sem nú stendur frammi fyrir ótæpilegum fjárútlátum er það ekki hann sem er brotaþoli í þessu máli. Það er nágranni hans, Sæmundur Ásgeirsson, sem brotið var gegn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Deilur um Legsteinasafnið í Húsafelli Borgarbyggð Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Sjá meira
Þann 21. júlí birtist í Morgunblaðinu grein eftir Gunnar Kvaran undir heitinu „Til varnar vini mínum Páli Guðmundssyni listamanni frá Húsafelli“. Efni greinarinnar er niðurstaða nýlegs dóms Héraðsdóms Vesturlands, sem vakið hefur nokkra athygli. Með dómnum er listamanninum Páli Guðmundssyni gert að fjarlægja byggingu sem reist var á grundvelli ógilds deiliskipulags en þeirri byggingu var ætlað að hýsa legsteinasafn. Málið á rætur að rekja til fúsks í stjórnsýslu Borgarbyggðar og snýst í stuttu máli um það hvort nágranni Páls, Sæmundur Ásgeirsson, sem rekur gistiheimilið Gamla bæ í næsta nágrenni, eigi virkilega að þurfa að sætta sig við það að menningarmiðstöð sé reist á bæjarhlaðinu hjá honum án þess að hann sé spurður álits. Niðurstaða dómsins, sem Gunnar Kvaran segir að komi „eins og þruma úr heiðskíru lofti“ kemur engum á óvart sem hefur kynnt sér lög um mannvirki og dómaframkvæmd í svipuðum málum. Vitanlega eiga nágrannar rétt á því að fá að tjá sig um framkvæmdir sem hafa augljós og mikil áhrif á þá. Deiliskipulagiið fyrir svæðið reyndist ógilt, enda var það ekki kynnt á löglegan hátt og þar með var ekki annað í stöðunni en að fella byggingarleyfið úr gildi. Um andmæla- og áfrýjunarrétt Í grein Gunnars kemur fram sú undarlega afstaða að það sé „með öllu óskiljanlegt að niðurstaða dómsins skuli ekki gefa Páli tóm til andmælaréttar eða áfrýjunar til æðri dómstóla.“ Það er ekkert óskiljanlegt við það að dómurinn geri ekki ráð fyrir andmælarétti. Fyrir það fyrsta hafa menn ekki andmælarétt gegn uppkveðnum dómi. Þvert á móti er dómum ætlað að binda endi á mál og því deila menn ekki við dómarann. Áður en dómur fellur hafa þó báðir aðilar fengið tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og fékk Páll Guðmundsson að sjálfsögðu að koma öllum sínum andmælum að í greinargerð og við flutning málsins í héraði. Andmælaréttur vegna ákvarðana á aftur á móti við á stjórnsýslustigi og það sem gerðist í þessu máli var það að andmælaréttur stefnandans, Sæmundar Ásgeirssonar, var ekki virtur. Þetta kemur m.a. fram í áliti Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar Sæmundar yfir meðferð Úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála á kæru hans. Í öðru lagi er það alrangt að Páli sé ekki gefið tóm til áfrýjunar til æðri dómstóla. Þann rétt hefur hann vitanlega. Það má vissulega gagnrýna það hversu langan tíma það ferli tekur en að sjálfsögðu frestar áfrýjun réttaráhrifum í málum sem þessu, að öðrum kosti væri áfrýjun tilgangslaus. Verði málinu áfrýjað þá verður það Sæmundur sem þarf að þola bygginguna við bæjardyrnar hjá sér sem þeim tíma nemur. Varðandi það að dagsektir renni beint í vasa stefnanda, þá er ekkert óeðlilegt við það heldur. Dagsektir eru hugsaðar sem skaðabætur til þess sem brotið er gegn. Verði málinu áfrýjað til Landsréttar reynir ekki á dagsektir fyrr en að þeim dómi föllnum. Myndin sýnir legsteinasafn uppsteypt án þaks til vinstri, skemmuna rauðmálaða og Gamla bæ hvítan í baksýn. Páll vissi af áhættunni Fyrir utan þá lögfræðilegu þvælu sem Gunnar Kvaran býður lesendum Morgunblaðsins upp á, setur hann mál sitt fram eins og þarna sé Sæmundur Ásgeirsson, að ráðast gegn velgjörðamanni sínum, einyrkja sem hafi með listsköpun sinni stóraukið aðsókn að gistiheimili hans og reist hús í góðri trú um að hann væri í fullum rétti til þess. Við þetta er margt að athuga. Sæmundur hlýtur í fyrsta lagi að leggja mat á það sjálfur hversu hagstætt það sé honum að hafa menningarmiðstöð á hlaðinu hjá sér. Hann átti rétt á því, lögum samkvæmt, að fá að koma afstöðu sinni á framfæri áður en ráðist yrði í framkvæmdir. Borgarbyggð virti ekki þennan rétt hans. Það er stórkostlegt klúður og enn eitt dæmið um það hversu óheppilegt það er að dómstólar skuli ekki telja nauðsynlegt að stefna sveitarfélögum í deilumálum um skipulag og mannvirki. Í þessu máli ber sveitarfélagið töluverða ábyrgð, auk þess sem það hlýtur að varða hagsmuni þess hvort menningarmiðstöð rís í sveitarfélaginu eða ekki. Samkvæmt dómaframkvæmd er þó engin þörf á að stefna bæði sveitarfélagi og framkvæmdaraðila og var framkvæmdaraðila stefnt einum. Í öðru lagi var Páll ekki í góðri trú um rétt sinn. Páli verður ekki kennt um afglöp Borgarbyggðar í málinu og auðvitað ætti hann að geta treyst því að byggingarleyfi sem sveitarfélag gefur út sé gilt. En eins og fram kemur í dómnum var Páli gerð grein fyrir því að Sæmundur ætlaði að krefjast ógildingar deiliskipulagsins og byggingarleyfisins og að ef hann réðist í frekari framkvæmdir yrði höfðað mál á hendur honum með tilheyrandi kostnaði. Páll var því meðvitaður um að leyfið hefði verið véfengt og verður auðvitað að taka ábyrgð á þeirri ákvörðun að hundsa tilmæli um að halda að sér höndum. Stór áform en engir fjárfestar? Það er ekki auðvelt fyrir utanaðkomandi að átta sig á því hversu mikla áhættu Páll Guðmundsson tók í raun með því að reisa 40 milljóna byggingu, vitandi að hann ætti dómsmál yfir höfði sér. Páll er formlega ábyrgur fyrir framkvæmdinni en í fjölmiðlum hafa komið fram vísbendingar um að fleiri aðilar standi að baki henni. Í viðtali við Helga Kr. Eiríksson í Skessuhorni 12. mars 2018 kemur fram að Páll Guðmundsson ætli að leggja verk sín inn í sjálfseignarstofnunina Gömlu sporin. Hugmyndin var sú að þessi sjálfseignarstofnun yrði undir stjórn Helga. Í umfjöllun Skessuhorns kemur skýrt fram að á staðnum verði listasafn og sýningahald og að verið sé “að safna saman í nokkur hús innan lítillar þyrpingar, þeirri arfleifð sem hér á Húsafelli er”. Hvort sjálfseignarstofnunni hefur verið komið formlega á fót hefur ekki komið fram en stór voru áformin og menn hljóta að hafa velt fyrir sér möguleikum á því að fá fjárfesta. Í viðtali við Vísi í kjölfar dómsins sagði Helgi þó ekkert fyrirtæki standa að baki þessari sjálfseignarstofnun heldur bæri Páll alla áhættuna einn. Það verður að teljast nokkuð ótrúlegt aðsjálfseignarstofnun, fjármögnuð af einum listamanni hafi bolmagn til að ráðast í þá miklu framkvæmd sem Helgi Kr. Eiríksson lýsti fyrir rúmum tveim árum. En því meiri ástæða hefði verið fyrir Pál að fara sér hægt. Páll er ekki brotaþoli í þessu máli Sæmundur Ásgeirsson varð fyrir því að rétt við dyrnar að heimili hans og fyrirtæki hófst uppbygging menningarmiðstöðvar sem hann telur ljóst að muni raska verulega möguleikum sínum á frekari uppbyggingu og trufla þá starfsemi sem hann rekur þar nú þegar. Þessi framkvæmd hófst án þess að nokkur tilraun væri gerð til að leita álits hans eða ná samkomulagi. Deiliskipulagið reyndist ólöglegt og þar með byggingarleyfið fyrir legsteinasafninu. Ég tek undir þá skoðun Gunnars Kvaran að málið er Borgarbyggð til skammar og að sveitarfélagið ætti að sjá sóma sinn í því að finna legsteinasafninu heppilegt húsnæði. En þótt flest almennilegt fólk hljóti að hafa samúð með listamanninum sem nú stendur frammi fyrir ótæpilegum fjárútlátum er það ekki hann sem er brotaþoli í þessu máli. Það er nágranni hans, Sæmundur Ásgeirsson, sem brotið var gegn.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar