Huldufélag úr rannsóknarskýrslunni í 919 milljóna þrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2020 09:18 Ekkert fékkst upp í rúmlega 900 milljóna kröfur í þrotabú hrunfélagsins. Vísir/Vilhelm Félagið AB 76 ehf., sem meðal annars er minnst á í fjórða bindi Rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið, var tekið til gjaldþrotaskipta í upphafi síðasta árs. Gjaldþrotaskiptunum lauk á dögunum og fékkst ekkert upp í næstum 919 milljóna króna kröfur. Félagið var undir það síðasta í eigu 11 einstaklinga og eins félags. Stærstan hluta áttu Jón Gunnar Jónsson, Valur Kristinn Guðmundsson, Jón Halldórsson, Kristján Einarsson, Jón Gunnar Stefánsson og Halldór Haukur Jónsson, hver um sig átti 11,11 prósenta hlut. Í umfjöllun DV um félagið árið 2012 var það sagt „huldufélag“ - félag sem „sjaldan eða aldrei hefur verið minnst á opinberlega“ en skuldaði engu að síður milljarða í íslenska bankakerfinu fyrir hrun. Ab 76 ehf., sem stofnað var í mars 2007, var meðal þeirra félaga sem fékk háar fjárhæðir að láni til að kaupa hlutabréf í íslensku bönkunum, næstum 3 milljarða. Við fall bankanna var AB 76 ehf. búið að selja öll hlutabréf sín í Kaupþingi að undanskildum 100.000 hlutum að nafnvirði. Einnig hafði félagið selt öll hlutabréf sín í Landsbankanum er bankarnir féllu. Rannsóknarskýrsla Alþingis, 4. bindi Samkvæmt síðasta ársreikningi félagið nam tap þess á árinu 2017 næstum 800 þúsund krónum og eigið fé í árslok var neikvætt um næstum 26 milljónir. Í sama ársreikningi Ab 76 ehf. segir stjórn þess að félagið hafi átt í deilum við Arion banka og Kaupþing frá árinu 2008. Stjórn AB 76 ehf. taldi að allar bankaskuldir hafi að fullu verið greiddar með reiðufé og skuldajöfnun, sem ekki var viðurkennd af Kaupþingi. Af þeim sökum hafi „engin eiginleg starfsemi verið í félaginu frá árinu 2008.“ Fjárhagsstaða félagsins sé því „mjög óljós og óviss og skýrist hún ekki fyrr en endanleg niðurstaða dómstóla liggur fyrir.“ Hæstiréttur dæmdi AB 76 ehf. í óhag í október 2018 og má ætla að sá dómur hafi riðið félaginu að fullu, ef marka má varnagla stjórnarinnar í fyrrnefndum ársreikningi. „Tapi félagið dómsmálinu þá er það hins vegar eignalaust og óvíst um fjárhæð skulda. Gjaldþrot Íslenskir bankar Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Félagið AB 76 ehf., sem meðal annars er minnst á í fjórða bindi Rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið, var tekið til gjaldþrotaskipta í upphafi síðasta árs. Gjaldþrotaskiptunum lauk á dögunum og fékkst ekkert upp í næstum 919 milljóna króna kröfur. Félagið var undir það síðasta í eigu 11 einstaklinga og eins félags. Stærstan hluta áttu Jón Gunnar Jónsson, Valur Kristinn Guðmundsson, Jón Halldórsson, Kristján Einarsson, Jón Gunnar Stefánsson og Halldór Haukur Jónsson, hver um sig átti 11,11 prósenta hlut. Í umfjöllun DV um félagið árið 2012 var það sagt „huldufélag“ - félag sem „sjaldan eða aldrei hefur verið minnst á opinberlega“ en skuldaði engu að síður milljarða í íslenska bankakerfinu fyrir hrun. Ab 76 ehf., sem stofnað var í mars 2007, var meðal þeirra félaga sem fékk háar fjárhæðir að láni til að kaupa hlutabréf í íslensku bönkunum, næstum 3 milljarða. Við fall bankanna var AB 76 ehf. búið að selja öll hlutabréf sín í Kaupþingi að undanskildum 100.000 hlutum að nafnvirði. Einnig hafði félagið selt öll hlutabréf sín í Landsbankanum er bankarnir féllu. Rannsóknarskýrsla Alþingis, 4. bindi Samkvæmt síðasta ársreikningi félagið nam tap þess á árinu 2017 næstum 800 þúsund krónum og eigið fé í árslok var neikvætt um næstum 26 milljónir. Í sama ársreikningi Ab 76 ehf. segir stjórn þess að félagið hafi átt í deilum við Arion banka og Kaupþing frá árinu 2008. Stjórn AB 76 ehf. taldi að allar bankaskuldir hafi að fullu verið greiddar með reiðufé og skuldajöfnun, sem ekki var viðurkennd af Kaupþingi. Af þeim sökum hafi „engin eiginleg starfsemi verið í félaginu frá árinu 2008.“ Fjárhagsstaða félagsins sé því „mjög óljós og óviss og skýrist hún ekki fyrr en endanleg niðurstaða dómstóla liggur fyrir.“ Hæstiréttur dæmdi AB 76 ehf. í óhag í október 2018 og má ætla að sá dómur hafi riðið félaginu að fullu, ef marka má varnagla stjórnarinnar í fyrrnefndum ársreikningi. „Tapi félagið dómsmálinu þá er það hins vegar eignalaust og óvíst um fjárhæð skulda.
Gjaldþrot Íslenskir bankar Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira