Umfjöllun og viðtöl: Breiða­blik - Þróttur 5-0 | Blikar ekki í vandræðum með vængbrotið lið Þróttar

Andri Már Eggertsson skrifar
Berglind Björg skoraði þrennu í stórsigri Blika í kvöld.
Berglind Björg skoraði þrennu í stórsigri Blika í kvöld. Vísir/Bára

Í kvöld fór fram frestaður leikur Breiðabliks og Þróttar í Pepsi Max deildinni, lokatölur 5-0 Blikum í vil. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á heimavelli Þróttar en liðin víxluðu þeim aðgerðum. Breiðablik komu því fullar sjálfstrausts eftir 4-0 stórsigur á Val.

Gangur leiksins

Leikurinn fór hægt af stað til að byrja með. Þróttarar fengu fyrsta færi leiksins þar sem Andrea Rut átti góða sendingu inn fyrir vörn Blika þá var Ólöf Sigríður kominn í 1 á 1 stöðu á móti Sonný en Sonný varði mjög vel í markinu og hélt leiknum í 0-0.

Þróttur þurfti að gera markmanns breytingu á liðinu þar sem Friðrika Arnarsdóttir var lasinn fyrir leik og átti erfitt með að halda áfram, í hennar stað kom Agnes Árnadóttir.

Það tók Blikana tæpar 25 mínútur að skora fyrsta mark leiksins. Blikarnir þræddu boltann inn á Berglindi Björg sem kláraði færið einsog alvöru senter. Blikunum virtist vera létt eftir að hafa skorað fyrsta markið og var Berglind Björg aftur á ferðinni þegar hún fékk góða sendingu frá Hildi Þóru þvert í teiginn sem Berglind kláraði laglega. Blikar fóru því með tveggja marka forskot inn í seinni hálfleik.

Seinni hálfleikur var algjör einstefna hjá Breiðablik. Agla María byrjaði á að skora mark beint úr hornspyrnu sem dæmt var af vegna bakhrindingu. Berglind Björg innsiglaði síðan þrennu sína eftir langt innkast frá Svandísi Jane.

Alexandra Jóhannsdóttir skoraði síðan fjórða mark leiksins eftir að hafa fengið sendingu inn í teig og þrumaði hún boltanum í markið. Á loka mínútum leiksins skoraði Agla María fimmta mark Blika með góðum skalla eftir sendingu frá Bergþóru.

Af hverju vann Breiðablik?

Breiðablik mættu með mikið sjálfstraust inn í leikinn eftir stórsigur á Val. Þær sköpuðu sér mikið af færum og hefðu mörkin alveg getað verið fleiri.

Varnarleikur og markvarsla Blika var góð þegar á þurfti, þær gáfu lítið sem enginn færi á sér allan leikinn.

Hverjar stóðu upp úr?

Berglind Björg var frábær í liði Blika, þrenna Berglindar gerir hana að markahæsta leikmanni Pepsi Max deildarinnar að svo stöddu með 10 mörk í 6 leikjum.

Agla María var mjög góð í á kantinum í liði Blika hún ógnaði vörn Þróttar talsvert með hraða sínum og krafti sem skilaði sér í einu marki.

Hvað gekk illa?

Þróttur voru með fimm leikmenn á meiðslalistanum síðan bættist við Friðrika eftir tæplega korters leik. Verkefnið var alltof stórt fyrir alla sem komu að leiknum frá Þrótti og náði liðið sér engan vegin á strik hvorki sóknar né varnarlega.

Hvað er framundan?

Mikið leikjaálag er á liðunum núna þá helst liðunum sem áttu leiki inni. Næsta umferð Pepsi Max deildar kvenna hefst á þriðjudaginn.

Breiðablik fer á Würth völlinn og leikur gegn Fylki sá leikur hefst klukkan 19:15 og verður hann í beinni á Stöð 2 Sport. Á sama tíma fara Þróttarar í Garðabæinn og spila þar við Stjörnuna.

Hér má finna viðtal við Þorstein Halldórsson, þjálfara Blika.

Nik Chamberlain: Riberio verður klár í næsta leik

„Það var alveg vitað að það væri alltaf erfitt að koma í Kópavoginn, mér fannst stelpurnar berjast ágætlega og hefðum við getað komist yfir í leiknum og fannst mér mitt lið sína baráttu og vilja þó verkefnið hafi verið erfitt,” sagði Nik.

Mikið var um meiðsli í liði Þróttar fyrir leikinn. Nik fannst leikmennirnir sem komu inná gera vel og var ánægður hvernig liðið tók á þessu mótlæti. Friðrika þurfti að fara útaf snemma leiks vegna veikinda, hún var veik komandi inn í leikinn sem versnaði bara og versnaði.

Nik sagði að það voru ekki mistök að hafa hana í byrjunarliðinu vegna þess að hann vissi að Agnes yrði sein í leikinn sem átti ekki að taka þátt upprunalega í leiknum.

„Það er alltaf hægt að finna jákvæða punkta eftir leiki, við sköpuðum nokkur góð færi sem okkur tókst bara ekki að nýta, á köflum spiluðum við góðan bolta sem var flott og var stuðningurinn sem við fengum frá okkar fólki frábær,” sagði Nik.

Markahæsti leikmaður Þróttar Stephanie Riberio er búinn að vera glíma við meiðsli en hún á að vera klár í næsta leik á móti Stjörnunni ef allt er eðlilegt.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira