Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kurr í í­þrótta­hreyfingunni vegna krafna Skattsins

Lögmaður og fyrrverandi körfuknattleiksmaður segir nýjar leiðbeiningar Ríkisskattstjóra sem koma fram í bréfi til íþróttafélaga hafa valdið talsverðu kurri innan íþróttahreyfingarinnar. Hann telur auknar kröfur meðal annars geta leitt til þess að fólk veigri sér við því að gerast sjálfboðaliðar hjá sínum félögum.

Innlent
Fréttamynd

Mark­mann­ska­pall FCK: Rúnar Alex þriðji mark­maður?

FC Kaupmannahöfn, topplið efstu deildar danska fótboltans, virðist loks hafa fundið lausnina á markmannsvandræðum sínum. Diant Ramaj er kominn á láni frá Borussia Dortmund, Theo Sander er farinn á láni til Hvidovre og þá virðist sem Rúnar Alex Rúnarsson verði áfram sem þriðji markvörður liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Neituðu til­boði Burton í Arnór Ingva

Sænska efstu deildarliðið Norrköping neitaði tilboði enska C-deildarliðsins Burton Albion í Arnór Ingva Traustason, miðjumann liðsins. Jón Daði Böðvarsson er að gera gott mót hjá Burton sem er að hluta til í eigu Íslendinga.

Fótbolti
Fréttamynd

Svein­dís Jane heldur í við topp­liðin

Wolfsburg vann sannfærandi 3-0 sigur á Jena í efstu deild kvenna í þýska fótboltanum. Sigurinn þýðir að Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í Wolfsburg halda í við toppliðin Eintracht Frankfurt og Bayern München.

Fótbolti
Fréttamynd

Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“

Spænska landsliðskonan Jenni Hermoso mætti Luis Rubiales, fyrrverandi formanni spænska knattspyrnusambandsins, fyrir rétti í Madrid í dag og lýsti þar upplifun sinni af því þegar Rubiales kyssti hana á munninn gegn hennar vilja.

Fótbolti
Fréttamynd

Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann

Félagaskiptaglugginn í evrópskum fótbolta er nú lokaður. Enn gætu þó félagaskipti dottið í gegn svo lengi sem félög skiluðu réttum pappírum á réttum tíma. Sem stendur má þó segja að Aston Villa og Manchester City hafi „unnið“ gluggann með þeim leikmönnum sem liðin sóttu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er

„Hver í fjandanum ert þú?“ spurði Erling Haaland og beindi orðum sínum að Myles Lewis-Skelly, í september. Arsenal-maðurinn ungi hafði alls ekki gleymt spurningunni þegar hann fagnaði marki sínu gegn Haaland og félögum í gær.

Enski boltinn