Umfjöllun og viðtöl: KR - FH 3-0 | KR pakkaði FH saman í Frostaskjólinu Ísak Hallmundarson skrifar 24. júlí 2020 22:00 Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði tvö marka KR. VÍSIR/VILHELM KR vann þægilegan 3-0 sigur á Meistaravöllum á móti botnliði FH í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Eftir rólega byrjun skoraði Katrín Ásbjörnsdóttir fyrsta mark KR á 24. mínútu. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir tók langa aukaspyrnu inn á teig, eftir smá klafs barst boltinn til Katrínar sem afgreiddi knöttinn glæsilega í netið. Katrín var aftur á ferðinni á 32. mínútu þegar hún skoraði með skalla eftir frábæra fyrirgjöf frá Ölmu Mathiesen og kom KR í 2-0. Þannig var staðan í hálfleik. Angela R. Beard skoraði þriðja mark KR snemma í síðari hálfleik. Thelma Lóa Hermannsdóttir hljóp upp kantinn og senti boltann síðan út í teig þar sem Angela var alein á ferðinni og skoraði auðveldlega framhjá Telmu Ívarsdóttur í marki FH. Thelma Lóa náði síðan sjálf að koma boltanum í netið á 65. mínútu. Hún átti skot sem Telma varði og þaðan fór boltinn í höndina á Thelmu áður en hún setti hann í netið og markið því ekki gilt. Leikurinn fjaraði hægt og rólega út en KR-liðið var alltaf líklegra til að bæta við en FH að minnka muninn. Lokatölur 3-0 sigur KR sem lyftir sér upp í 6. sæti með sjö stig. FH á botninum með þrjú stig. Af hverju vann KR? KR var einfaldlega betra lið á öllum sviðum og var leikurinn hálfgerð einstefna, sérstaklega eftir fyrsta mark KR. FH náði aldrei að skapa sér þannig færi að þær væru líklegar til að skora, KR skapaði sér helling af færum og skoraði þrjú mörk. Hverjar stóðu upp úr? Allt KR-liðið leit mjög vel út í rauninni. Katrín Ásbjörns skoraði auðvitað tvö frábær mörk, Alma Mathiesen og Thelma Lóa voru mjög ógnandi fram á við og lögðu báðar upp mark, Angela átti góðan leik, skoraði eitt mark og kom sér í góð færi. Þá voru Lára Kristín og Hlíf mjög góðar á miðjunni. Eina sem skar sig úr hjá FH var Telma Ívars í markinu, hún átti nokkrar góðar vörslur. Hvað gekk illa? FH. Hvað gerist næst? KR fer norður á Akureyri næsta þriðjudag og mætir Þór/KA. FH á gríðarlega erfitt verkefni fyrir höndum á miðvikudaginn þegar liðið spilar við Íslandsmeistara Vals á Hlíðarenda. Katrín: Ekki tapað síðan við komum úr sóttkví ,,Ég er mjög sátt. Við skoruðum þrjú mörk og héldum hreinu. Frábært að gera það í dag,‘‘ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, leikmaður KR eftir leik. ,,Við erum ekki búnar að tapa leik síðan við komum úr sóttkví. Það er mjög jákvætt og við horfum bara fram á við.‘‘ Jóhannes Karl: Virkilega góður leikur Jóhannes Karl Sigursteinsson var eðlilega sáttur að leikslokum. ,,Virkilega góður leikur. Við lögðum þetta vel upp og leikskipulagið gekk bara vel. Unnum mikið af boltum í þeim svæðum sem er gott að sækja úr,‘‘ sagði þjálfari KR. KR hefur ekki tapað leik síðan liðið kom úr sóttkví. ,,Það er auðvitað bara halda haus og gefast ekki upp. Við vissum fyrir mót að það yrði smá brekka í byrjun, vorum að mæta liðum sem eru ofarlega í töflunni. Þetta er sambland af því hvernig leikjaprógrammið spilast upp og karakter leikmanna að gefast ekki upp heldur halda áfram. Ég held þær hafi unnið virkilega góða vinnu í sóttkvínni og við breyttum aðeins okkar plönum, fórum aðeins í snerpu og léttum aðeins. Leikmenn höfðu bara gott af því.‘‘ Guðni Eiríksson: Skipið brotnaði ,,Við byrjuðum eiginlega ofan á og hefðum átt að nýta okkur það betur, þau tækifæri sem buðust fyrsta korterið í leiknum. Svo skorar KR og skipið smá svona brotnar eiginlega,‘‘ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, svekktur eftir leik. ,,Við sköpuðum ekki nægilega mikið til að fá eitthvað út úr þessum leik, þannig KR vann sanngjarnt. Ef maður skorar ekki mörk og vinnur ekki leiki þá uppsker maður ekki stig og eina tölfræðin sem skiptir máli er stigasöfnun, við erum ekki að standa okkur þar þannig við erum ekki á góðum stað í deildinni,‘‘ sagði Guðni að lokum um lélegt gengi FH í sumar. Pepsi Max-deild kvenna KR FH
KR vann þægilegan 3-0 sigur á Meistaravöllum á móti botnliði FH í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Eftir rólega byrjun skoraði Katrín Ásbjörnsdóttir fyrsta mark KR á 24. mínútu. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir tók langa aukaspyrnu inn á teig, eftir smá klafs barst boltinn til Katrínar sem afgreiddi knöttinn glæsilega í netið. Katrín var aftur á ferðinni á 32. mínútu þegar hún skoraði með skalla eftir frábæra fyrirgjöf frá Ölmu Mathiesen og kom KR í 2-0. Þannig var staðan í hálfleik. Angela R. Beard skoraði þriðja mark KR snemma í síðari hálfleik. Thelma Lóa Hermannsdóttir hljóp upp kantinn og senti boltann síðan út í teig þar sem Angela var alein á ferðinni og skoraði auðveldlega framhjá Telmu Ívarsdóttur í marki FH. Thelma Lóa náði síðan sjálf að koma boltanum í netið á 65. mínútu. Hún átti skot sem Telma varði og þaðan fór boltinn í höndina á Thelmu áður en hún setti hann í netið og markið því ekki gilt. Leikurinn fjaraði hægt og rólega út en KR-liðið var alltaf líklegra til að bæta við en FH að minnka muninn. Lokatölur 3-0 sigur KR sem lyftir sér upp í 6. sæti með sjö stig. FH á botninum með þrjú stig. Af hverju vann KR? KR var einfaldlega betra lið á öllum sviðum og var leikurinn hálfgerð einstefna, sérstaklega eftir fyrsta mark KR. FH náði aldrei að skapa sér þannig færi að þær væru líklegar til að skora, KR skapaði sér helling af færum og skoraði þrjú mörk. Hverjar stóðu upp úr? Allt KR-liðið leit mjög vel út í rauninni. Katrín Ásbjörns skoraði auðvitað tvö frábær mörk, Alma Mathiesen og Thelma Lóa voru mjög ógnandi fram á við og lögðu báðar upp mark, Angela átti góðan leik, skoraði eitt mark og kom sér í góð færi. Þá voru Lára Kristín og Hlíf mjög góðar á miðjunni. Eina sem skar sig úr hjá FH var Telma Ívars í markinu, hún átti nokkrar góðar vörslur. Hvað gekk illa? FH. Hvað gerist næst? KR fer norður á Akureyri næsta þriðjudag og mætir Þór/KA. FH á gríðarlega erfitt verkefni fyrir höndum á miðvikudaginn þegar liðið spilar við Íslandsmeistara Vals á Hlíðarenda. Katrín: Ekki tapað síðan við komum úr sóttkví ,,Ég er mjög sátt. Við skoruðum þrjú mörk og héldum hreinu. Frábært að gera það í dag,‘‘ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, leikmaður KR eftir leik. ,,Við erum ekki búnar að tapa leik síðan við komum úr sóttkví. Það er mjög jákvætt og við horfum bara fram á við.‘‘ Jóhannes Karl: Virkilega góður leikur Jóhannes Karl Sigursteinsson var eðlilega sáttur að leikslokum. ,,Virkilega góður leikur. Við lögðum þetta vel upp og leikskipulagið gekk bara vel. Unnum mikið af boltum í þeim svæðum sem er gott að sækja úr,‘‘ sagði þjálfari KR. KR hefur ekki tapað leik síðan liðið kom úr sóttkví. ,,Það er auðvitað bara halda haus og gefast ekki upp. Við vissum fyrir mót að það yrði smá brekka í byrjun, vorum að mæta liðum sem eru ofarlega í töflunni. Þetta er sambland af því hvernig leikjaprógrammið spilast upp og karakter leikmanna að gefast ekki upp heldur halda áfram. Ég held þær hafi unnið virkilega góða vinnu í sóttkvínni og við breyttum aðeins okkar plönum, fórum aðeins í snerpu og léttum aðeins. Leikmenn höfðu bara gott af því.‘‘ Guðni Eiríksson: Skipið brotnaði ,,Við byrjuðum eiginlega ofan á og hefðum átt að nýta okkur það betur, þau tækifæri sem buðust fyrsta korterið í leiknum. Svo skorar KR og skipið smá svona brotnar eiginlega,‘‘ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, svekktur eftir leik. ,,Við sköpuðum ekki nægilega mikið til að fá eitthvað út úr þessum leik, þannig KR vann sanngjarnt. Ef maður skorar ekki mörk og vinnur ekki leiki þá uppsker maður ekki stig og eina tölfræðin sem skiptir máli er stigasöfnun, við erum ekki að standa okkur þar þannig við erum ekki á góðum stað í deildinni,‘‘ sagði Guðni að lokum um lélegt gengi FH í sumar.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti