Trudeau glímir við enn eitt hneykslismálið Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2020 12:43 Trudeau með eiginkonu sinni Sophie. Hún hefur starfað sem sendiherra fyrir góðgerðasamtök sem ríkisstjórn Trudeau veitti milljarðasamning. Trudeau hefur sjálfur talað á viðburðum samtakanna. Vísir/EPA Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og fjármálaráðherra hans sæta nú harðri gagnrýni eftir að í ljós kom að góðgerðasamtök sem þeir veittu milljarðasamning hafa greitt skyldmennum þeirra beggja háar fjárhæðir undanfarin ár. Stjórnarandstaðan krefst afsagnar fjármálaráðherrans. Ríkisstjórn Trudeau veitti góðgerðasamtökunum WE Charity samning um að sjá um útdeilingu námslána sem eru hluti af viðbrögðum hennar við kórónuveirufaraldrinum. Samningurinn er talinn færa samtökunum um 43 milljónir kanadískra dollara, jafnvirði tæpra 4,4 milljarða íslenskra króna. Í framhaldinu var upplýst að samtökin hefðu greitt ættingjum Trudeau og Bills Morneau, fjármálaráðherra, hundruð þúsunda dollara, jafnvirði tuga milljóna íslenskra króna, í þóknanir fyrir fyrirlestra og ferðakostnað. Móðir Trudeau og bróður hafa fengið greiðslur frá samtökunum og eiginkona hans Sophie hefur unnið sem sendiherra fyrir þau. Málið hefur vakið reiði í Kanada og krefst stjórnarandstaðan þess að Morneau segi af sér. Siðanefnd rannsakar nú bæði Trudeau og Morneau, að sögn bandaríska blaðsins Politico. Trudeau hefur þegar staðið af sér nokkur hneykslismál. Siðanefnd taldi Trudeau hafa brotið lög um hagsmunaárekstra þegar hann og aðstoðarmenn hans þrýsti ítrekað á þáverandi dómsmálaráðherra að gera sátt við SNC-Lavalin, stórt verktaka- og verkfræðifyrirtæki, sem var sakað um spillingu í fyrra. Í kosningabaráttunni í fyrra birtust myndir af Trudeau í grímubúningi þar sem hann hafði litað andlit sitt dökkt fyrir um tuttugu árum. Þá taldi siðanefnd hann sekan um frekari siðabrot árið 2018 þegar hann þáði boðsferð fyrir sig og fjölskyldu sína til einkaeyju auðkýfings á Bahamaeyjum. Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og fjármálaráðherra hans sæta nú harðri gagnrýni eftir að í ljós kom að góðgerðasamtök sem þeir veittu milljarðasamning hafa greitt skyldmennum þeirra beggja háar fjárhæðir undanfarin ár. Stjórnarandstaðan krefst afsagnar fjármálaráðherrans. Ríkisstjórn Trudeau veitti góðgerðasamtökunum WE Charity samning um að sjá um útdeilingu námslána sem eru hluti af viðbrögðum hennar við kórónuveirufaraldrinum. Samningurinn er talinn færa samtökunum um 43 milljónir kanadískra dollara, jafnvirði tæpra 4,4 milljarða íslenskra króna. Í framhaldinu var upplýst að samtökin hefðu greitt ættingjum Trudeau og Bills Morneau, fjármálaráðherra, hundruð þúsunda dollara, jafnvirði tuga milljóna íslenskra króna, í þóknanir fyrir fyrirlestra og ferðakostnað. Móðir Trudeau og bróður hafa fengið greiðslur frá samtökunum og eiginkona hans Sophie hefur unnið sem sendiherra fyrir þau. Málið hefur vakið reiði í Kanada og krefst stjórnarandstaðan þess að Morneau segi af sér. Siðanefnd rannsakar nú bæði Trudeau og Morneau, að sögn bandaríska blaðsins Politico. Trudeau hefur þegar staðið af sér nokkur hneykslismál. Siðanefnd taldi Trudeau hafa brotið lög um hagsmunaárekstra þegar hann og aðstoðarmenn hans þrýsti ítrekað á þáverandi dómsmálaráðherra að gera sátt við SNC-Lavalin, stórt verktaka- og verkfræðifyrirtæki, sem var sakað um spillingu í fyrra. Í kosningabaráttunni í fyrra birtust myndir af Trudeau í grímubúningi þar sem hann hafði litað andlit sitt dökkt fyrir um tuttugu árum. Þá taldi siðanefnd hann sekan um frekari siðabrot árið 2018 þegar hann þáði boðsferð fyrir sig og fjölskyldu sína til einkaeyju auðkýfings á Bahamaeyjum.
Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira