Kröfðu farþega til Íslands um niðurstöður skimunar fyrir brottför Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júlí 2020 18:37 British Airways hefur beðist afsökunar. Vísir/EPA Breska flugfélagið British Airways hefur beðist afsökunar á að hafa skikkað farþega sína frá Heathrow-flugvelli í London til Reykjavíkur til að framvísa neikvæðum niðurstöðum úr kórónuveiruprófi fyrir brottför. Farþegar frá Bretlandi þurfa að undirgangast skimun við komuna á Keflavíkurflugvöll. Félagið er hætt að krefja farþega um neikvæða niðurstöðu kórónuveiruprófs. Frá þessu er greint í The Independent. Þar segir að fjöldi farþega hafi bókað ferð til „eyjunnar í Norður-Atlantshafi sem er nánast ósködduð af kórónuveirunni“ í gegn um ferðaskrifstofuna Discover The World. Þá er haft eftir Clive Stacey, stofnanda ferðaskrifstofunnar, að hann hafi gert ítrekaðar tilraunir til þess að hnekkja kröfu flugfélagsins. Það hafi þó ekki gengið. Farþegarnir áttu upprunalega að koma hingað til lands með Icelandair, en þegar félagið hafi fellt niður flugið hafi það komið þeim yfir til British Airways, eins og reglur gera ráð fyrir. Síðarnefnda flugfélagið hafi hins vegar krafið alla farþega um að framvísa neikvæðri niðurstöðu kórónuveiruprófs, sem þeir hafi þurft að afla sjálfir. Við komuna til Íslands eru það hins vegar niðurstöður skimunar á Keflavíkurflugvelli sem gilda. „Staðreyndin er sú að Íslendingar taka ekki gild nein önnur próf en sín eigin og þau eiga að vera framkvæmd við komuna til Íslands. Veslings farþegar British Airways voru varaðir við því að þeim yrði meinað um borð í vélina ef þeir tækju ekki próf fyrir fram,“ hefur Independent eftir Stacey. Þá segir að farþegarnir hafi sjálfir þurft að greiða fyrir prófin, bæði fyrir flugið til Íslands og við komuna. Þannig hafi farþegarnir þurft að greiða 150 pund fyrir próf fyrir brottför, eða um 26.000 krónur. Próf hér á landi kosta 9.000 krónur ef bókað er fyrir fram, en 11.000 krónur þegar bókað er á staðnum. Farþegarnir hafi því getað þurft að greiða allt að 37.000 krónur fyrir prófin. Farþegar til Íslands ekki lengur prófaðir fyrir brottför Þá ber Stacey landamæraskimun hér á landi söguna vel. Hann segir prófin ganga hratt fyrir sig og niðurstöður berist fljótt, eftir um fjóra til fimm klukkutíma. „Þegar maður ferðast um Ísland veit fólk að maður hefur verið prófaður og það tekur spennuna úr aðstæðunum.“ Flugfélagið hefur nú beðist afsökunar á málinu og kveðst hætt að krefja farþega til Íslands um niðurstöður úr skimun fyrir kórónuveirunni. „Við mælum með því að viðskiptavinir okkar kynni sér reglur á áfangastað áður en ferðast er,“ hefur Independent eftir talsmanni British Airways. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Breska flugfélagið British Airways hefur beðist afsökunar á að hafa skikkað farþega sína frá Heathrow-flugvelli í London til Reykjavíkur til að framvísa neikvæðum niðurstöðum úr kórónuveiruprófi fyrir brottför. Farþegar frá Bretlandi þurfa að undirgangast skimun við komuna á Keflavíkurflugvöll. Félagið er hætt að krefja farþega um neikvæða niðurstöðu kórónuveiruprófs. Frá þessu er greint í The Independent. Þar segir að fjöldi farþega hafi bókað ferð til „eyjunnar í Norður-Atlantshafi sem er nánast ósködduð af kórónuveirunni“ í gegn um ferðaskrifstofuna Discover The World. Þá er haft eftir Clive Stacey, stofnanda ferðaskrifstofunnar, að hann hafi gert ítrekaðar tilraunir til þess að hnekkja kröfu flugfélagsins. Það hafi þó ekki gengið. Farþegarnir áttu upprunalega að koma hingað til lands með Icelandair, en þegar félagið hafi fellt niður flugið hafi það komið þeim yfir til British Airways, eins og reglur gera ráð fyrir. Síðarnefnda flugfélagið hafi hins vegar krafið alla farþega um að framvísa neikvæðri niðurstöðu kórónuveiruprófs, sem þeir hafi þurft að afla sjálfir. Við komuna til Íslands eru það hins vegar niðurstöður skimunar á Keflavíkurflugvelli sem gilda. „Staðreyndin er sú að Íslendingar taka ekki gild nein önnur próf en sín eigin og þau eiga að vera framkvæmd við komuna til Íslands. Veslings farþegar British Airways voru varaðir við því að þeim yrði meinað um borð í vélina ef þeir tækju ekki próf fyrir fram,“ hefur Independent eftir Stacey. Þá segir að farþegarnir hafi sjálfir þurft að greiða fyrir prófin, bæði fyrir flugið til Íslands og við komuna. Þannig hafi farþegarnir þurft að greiða 150 pund fyrir próf fyrir brottför, eða um 26.000 krónur. Próf hér á landi kosta 9.000 krónur ef bókað er fyrir fram, en 11.000 krónur þegar bókað er á staðnum. Farþegarnir hafi því getað þurft að greiða allt að 37.000 krónur fyrir prófin. Farþegar til Íslands ekki lengur prófaðir fyrir brottför Þá ber Stacey landamæraskimun hér á landi söguna vel. Hann segir prófin ganga hratt fyrir sig og niðurstöður berist fljótt, eftir um fjóra til fimm klukkutíma. „Þegar maður ferðast um Ísland veit fólk að maður hefur verið prófaður og það tekur spennuna úr aðstæðunum.“ Flugfélagið hefur nú beðist afsökunar á málinu og kveðst hætt að krefja farþega til Íslands um niðurstöður úr skimun fyrir kórónuveirunni. „Við mælum með því að viðskiptavinir okkar kynni sér reglur á áfangastað áður en ferðast er,“ hefur Independent eftir talsmanni British Airways.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira