Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júlí 2020 23:21 Önnur styttanna tveggja sem fjarlægðar voru. Scott Olson/Getty Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. Vika er síðan mótmælendur reyndu að fella styttu af honum. Í kjölfar morðsins á George Floyd í Bandaríkjunum og mótmælaöldunnar sem fylgdi, þar sem barist hefur verið gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum og lögregluofbeldi, hefur skapast mikil umræða í Bandaríkjunum um minnismerki um menn sem vitað er að héldu þræla eða stuðluðu að drápi á innfæddum Ameríkönum. Í yfirlýsingu frá skrifstofu borgarstjóra Chicago, Lori Lightfoot, segir að stytturnar tvær, sem stóðu í Grant Park og Arrigo Park, hafi verið „fjarlægðar tímabundið“ og „þar til annað verður ákveðið.“ Þá segir að stytturnar hafi verið fjarlægðar að skipun hennar. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Brendu Armenta, íbúa borgarinnar, að það sé frábært að sjá styttuna tekna niður. Nokkrum klukkustundum áður en styttan í Grant Park var tekin niður höfðu mótmælendur tekist á við þá sem vildu að styttan fengi að standa. Fyrr í þessum mánuði var þriggja metra há bronsstytta af Kólumbusi, sem er oft sagður hafa uppgötvað Ameríku, rifin niður í Saint Paul í Minnesota-ríki. Þá var önnur stytta af landkönnuðinum afhöfðuð. Sú er í Boston. Afkomendur innfæddra Ameríkana (e. Native Americans) hafa löngum gagnrýnt það að Kólumbusi sé hampað með styttum og öðrum minnismerkjum og segja för hans til Ameríku hafa leitt til nýlendustefnu og þjóðarmorðs á forfeðrum þeirra. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. Vika er síðan mótmælendur reyndu að fella styttu af honum. Í kjölfar morðsins á George Floyd í Bandaríkjunum og mótmælaöldunnar sem fylgdi, þar sem barist hefur verið gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum og lögregluofbeldi, hefur skapast mikil umræða í Bandaríkjunum um minnismerki um menn sem vitað er að héldu þræla eða stuðluðu að drápi á innfæddum Ameríkönum. Í yfirlýsingu frá skrifstofu borgarstjóra Chicago, Lori Lightfoot, segir að stytturnar tvær, sem stóðu í Grant Park og Arrigo Park, hafi verið „fjarlægðar tímabundið“ og „þar til annað verður ákveðið.“ Þá segir að stytturnar hafi verið fjarlægðar að skipun hennar. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Brendu Armenta, íbúa borgarinnar, að það sé frábært að sjá styttuna tekna niður. Nokkrum klukkustundum áður en styttan í Grant Park var tekin niður höfðu mótmælendur tekist á við þá sem vildu að styttan fengi að standa. Fyrr í þessum mánuði var þriggja metra há bronsstytta af Kólumbusi, sem er oft sagður hafa uppgötvað Ameríku, rifin niður í Saint Paul í Minnesota-ríki. Þá var önnur stytta af landkönnuðinum afhöfðuð. Sú er í Boston. Afkomendur innfæddra Ameríkana (e. Native Americans) hafa löngum gagnrýnt það að Kólumbusi sé hampað með styttum og öðrum minnismerkjum og segja för hans til Ameríku hafa leitt til nýlendustefnu og þjóðarmorðs á forfeðrum þeirra.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira