Hjörvar í sjokki yfir markvörðunum og lyfti gula spjaldinu: „Tómt bull og bras“ Sindri Sverrisson skrifar 25. júlí 2020 16:15 Hjörvar Hafliðason neyddist til að fara í vasann og ná í gula spjaldið, til að áminna markverði landsins. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Ég er sjokkeraður á frammistöðu markvarða í Pepsi Max-deildinni í ár,“ sagði Hjörvar Hafliðason, fyrrverandi markvörður í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport. Frammistaða markmanna var til umræðu í Pepsi Max-stúkunni í gærkvöld en þeir hafa gert talsvert af mistökum það sem af er leiktíð í Pepsi Max-deildunum. Fleiri en venjulega, að sögn Hjörvars: „Ég verð að segja fyrir mig persónulega að sem betur fer hefur púðrið í umfjöllun farið svolítið í dómara og að vera endalaust með þá á heilanum. Mér finnst við búnir að sjá vonlausan standard á markvörslu í upphafi þessa móts. Ég hef engan áhuga á einhverjum COVID-afsökunum. Það er búið að vera tómt bull og bras á markvörðum.“ Þorkell Máni Pétursson reyndi að koma markvörðum til varnar og benti á að á meðan að útileikmenn hefðu getað haldið sér í formi með því að fara út að skokka, þegar lið máttu ekki æfa vegna kórónuveirufaraldursins, hefðu markverðir kannski verið í verri stöðu. „Þú gast bara látið kærustuna skjóta á þig úti í garði, það er ekkert mál,“ sagði Hjörvar sem sagði reyndar Harald Björnsson og Hannes Þór Halldórsson hafa staðið sig vel til þessa. Vandamálið einskorðast ekki við markverði í Pepsi Max-deild karla: „Ég hef verið að horfa á þessa flottu þætti hjá Helenu Ólafsdóttur um Pepsi Max-deild kvenna, og þetta er það sama þar. Það hefur kannski oft verið þannig þar en hún [markvarslan] er búin að vera hryllileg í sumar. Alltaf fer púðrið í dómarana en það er ekki alltaf hægt að segja bara „kemur“,“ sagði Hjörvar og lyfti gula spjaldinu, bókstaflega. Klippa: Pepsi Max stúkan - Markvarslan í sumar Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max stúkan Íslenski boltinn Tengdar fréttir Jóhannes Karl átti bágt með að hemja sig og lét dómara heyra það „Þetta er fáránlegt. Þið eruð alltaf að hvetja menn til að vera í einhverjum dýfum,“ kallaði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, að varadómara leiksins við Stjörnuna í Pepsi Max-deildinni. Skagamenn voru óánægðir með margt í dómgæslu leiksins. 25. júlí 2020 12:00 Víkingar gert Rúrik „alvöru tilboð“ en Máni vill sjá hann í HK Fer Rúrik Gíslason til Víkings? Er Matthías Vilhjálmsson á heimleið til FH? Opnað verður fyrir félagaskipti í íslenska fótboltanum 5. ágúst og sérfræðingarnir fóru yfir málin í Pepsi Max stúkunni. 25. júlí 2020 10:30 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
„Ég er sjokkeraður á frammistöðu markvarða í Pepsi Max-deildinni í ár,“ sagði Hjörvar Hafliðason, fyrrverandi markvörður í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport. Frammistaða markmanna var til umræðu í Pepsi Max-stúkunni í gærkvöld en þeir hafa gert talsvert af mistökum það sem af er leiktíð í Pepsi Max-deildunum. Fleiri en venjulega, að sögn Hjörvars: „Ég verð að segja fyrir mig persónulega að sem betur fer hefur púðrið í umfjöllun farið svolítið í dómara og að vera endalaust með þá á heilanum. Mér finnst við búnir að sjá vonlausan standard á markvörslu í upphafi þessa móts. Ég hef engan áhuga á einhverjum COVID-afsökunum. Það er búið að vera tómt bull og bras á markvörðum.“ Þorkell Máni Pétursson reyndi að koma markvörðum til varnar og benti á að á meðan að útileikmenn hefðu getað haldið sér í formi með því að fara út að skokka, þegar lið máttu ekki æfa vegna kórónuveirufaraldursins, hefðu markverðir kannski verið í verri stöðu. „Þú gast bara látið kærustuna skjóta á þig úti í garði, það er ekkert mál,“ sagði Hjörvar sem sagði reyndar Harald Björnsson og Hannes Þór Halldórsson hafa staðið sig vel til þessa. Vandamálið einskorðast ekki við markverði í Pepsi Max-deild karla: „Ég hef verið að horfa á þessa flottu þætti hjá Helenu Ólafsdóttur um Pepsi Max-deild kvenna, og þetta er það sama þar. Það hefur kannski oft verið þannig þar en hún [markvarslan] er búin að vera hryllileg í sumar. Alltaf fer púðrið í dómarana en það er ekki alltaf hægt að segja bara „kemur“,“ sagði Hjörvar og lyfti gula spjaldinu, bókstaflega. Klippa: Pepsi Max stúkan - Markvarslan í sumar
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max stúkan Íslenski boltinn Tengdar fréttir Jóhannes Karl átti bágt með að hemja sig og lét dómara heyra það „Þetta er fáránlegt. Þið eruð alltaf að hvetja menn til að vera í einhverjum dýfum,“ kallaði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, að varadómara leiksins við Stjörnuna í Pepsi Max-deildinni. Skagamenn voru óánægðir með margt í dómgæslu leiksins. 25. júlí 2020 12:00 Víkingar gert Rúrik „alvöru tilboð“ en Máni vill sjá hann í HK Fer Rúrik Gíslason til Víkings? Er Matthías Vilhjálmsson á heimleið til FH? Opnað verður fyrir félagaskipti í íslenska fótboltanum 5. ágúst og sérfræðingarnir fóru yfir málin í Pepsi Max stúkunni. 25. júlí 2020 10:30 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Jóhannes Karl átti bágt með að hemja sig og lét dómara heyra það „Þetta er fáránlegt. Þið eruð alltaf að hvetja menn til að vera í einhverjum dýfum,“ kallaði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, að varadómara leiksins við Stjörnuna í Pepsi Max-deildinni. Skagamenn voru óánægðir með margt í dómgæslu leiksins. 25. júlí 2020 12:00
Víkingar gert Rúrik „alvöru tilboð“ en Máni vill sjá hann í HK Fer Rúrik Gíslason til Víkings? Er Matthías Vilhjálmsson á heimleið til FH? Opnað verður fyrir félagaskipti í íslenska fótboltanum 5. ágúst og sérfræðingarnir fóru yfir málin í Pepsi Max stúkunni. 25. júlí 2020 10:30