Íslenski boltinn

Stúkan: Víkingar og listin að tengja saman sigra

Ísak Hallmundarson skrifar

Víkingur Reykjavík hefur átt erfitt með að tengja saman sigra undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Sérfræðingarnir í Stúkunni ræddu málið í gærkvöldi. 

Skilti sem var varpað upp á skjáinn sýnir hversu mörg stig lið hafa fengið eftir sigurleiki í ár og í fyrra. Þar eru Víkingar neðstir með níu stig.

„Við sjáum þarna að Víkingur hefur náð í níu stig eftir sigurleiki. Þetta er tvisvar sinnum sem þeir hafa náð að tengja saman sigra,“ sagði Gummi Ben.

„Við sjáum að KR hefur náð átta sigurleikjum í röð og hafa fengið 43 stig eftir sigurleiki.“

Víkingur gerði jafntefli við Gróttu síðasta fimmtudag.

„Víkingarnir voru í dauðafæri að taka þrjú stig í þessum leik og þá hefði í rauninni verið búið að núlla út þetta fíaskó á KR-vellinum. Þeir hefðu verið komnir með í slaginn, þremur stigum frá toppnum. En það mistókst herfilega. Svona stig, eins og á móti Gróttu, að tapa tveimur stigum ef þú ætlar að vera í toppbaráttu, þetta eru mjög dýrmæt stig,“ sagði Máni.

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×