Erlent

Peter Green annar stofn­enda Fleetwood Mac er látinn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Peter Green ásamt hljómsveitinni undirbýr tónleika í Royal Albert Hall í Lundúnumí apríl 1969.
Peter Green ásamt hljómsveitinni undirbýr tónleika í Royal Albert Hall í Lundúnumí apríl 1969. Getty/ Michael Putland

Peter Green annar stofnenda hljómsveitarinnar Fleetwood Mac er látinn 73 ára að aldri. Lögmenn fjölskyldu hans sögðu í tilkynningu að Green hafi látist í svefni nú um helgina. Frekari upplýsingar verði veittar á næstu dögum.

Gítarleikarinn Green stofnaði hljómsveitina með trommaranum Mick Fleetwood árið 1967 en hann sagði skilið við sveitina árið 1970 en hann glímdi við andleg veikindi. Hann var síðar greindur með geðklofa og varði hann nokkrum tíma á sjúkrahúsum vegna þess um miðjan áttunda áratug síðustu aldar.

Peter Green spilar á tónleikum árið 2004.Getty/Jo Hale

Árið 1998 var hann, ásamt átta meðlimum hljómsveitarinnar – þeim Mick Fleetwood, Stevie Nicks, Lindsey Buckingham, John McVie, Christine McVie, Danny Kirwan og Jeremy Spencer – tekinn inn í Rock and Roll Hall of Fame.

Ýmsir þekktir tónlistarmenn hafa syrgt andlát Green á samfélagsmiðlum, meðal þeirra er David Coversdale meðlimur hljómsveitarinnar Whitesnake, sem sagði á Twitter að hann hafi „elskað og litið upp til“ Green sem listamanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×