Erlent

Sjónvarpsmaðurinn Regis Philbin látinn

Andri Eysteinsson skrifar
Regis Philbin og Joy eiginkona hans.
Regis Philbin og Joy eiginkona hans. Getty/Michael Kovac

Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Regis Philbin er látinn 88 ár að aldri. Philbin sem kom víða að í skemmtanabransanum lést á heimili sínu í morgun af völdum hjartaáfalls.

„Fjölskylda hans og vinir verða að eilífu þakklát fyrir þann tíma sem við fengum að verja með honum. Við erum þakklát fyrir hlýjuna, húmorinn og einstakan hæfileika hans til að glæða hvern einasta dag lífi. Við viljum þakka aðdáendum hans fyrir stuðningin á einstæðum sextíu ára ferli hans,“ sagði í yfirlýsingu fjölskyldu Philbin.

Philpin sem hefur verið kallaður „iðnasti maður sjónvarpsbransans,“ starfaði við The Tonight Show í byrjun ferilsins sem náði hæstu hæðum þegar hann stýrði spjallþættinum Live! With Regis and Kathie Lee frá árinu 1988.

Þá var hann einnig þáttastjórnandi bandarísku útgáfu spurningaþáttanna Viltu vinna milljón og fyrstu þáttaraðar America‘s got Talent.

Philbin, sem fæddist árið 1931, var giftur sjónvarpskonunni Joy Senese og skilur eftir sig fjögur börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×