Fresta sýningu þáttar þar sem Fauci er sakaður um að þróa kórónuveiruna Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2020 08:01 Anthony Fauci segist hafa fengið fjölmargar morðhótanir að undanförnu. AP/Susan Walsh Forsvarsmenn bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Sinclair Group hafa ákveðið að fresta útsendingu umdeilds þáttar um samsæriskenningu sem snýr að því að Anthony Fauci, einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna og yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, hafi komið að þróun nýju kórónuveirunnar. Stefnt er að því að sýna þáttinn um næstu helgi eftir að búið er að auka samhengi og bæta við fleiri sjónarmiðum, samkvæmt talsmanni Sinclair sem AP fréttaveitan ræddi við. Sinclair er umdeilt fyrirtæki sem er mjög umfangsmikið í rekstri héraðsmiðla í Bandaríkjunum og rekur sjónvarpsstöðvar víðsvegar um landið. Til stóð að sýna umræddan þátt: „America This Week“ á öllum stöðvum fyrirtækisins um helgina. Þátturinn hafði áður verið birtur á netinu. Í kjölfar þess var þátturinn harðlega gagnrýndur fyrir að ýta undir hættulegar samsæriskenningar. Meðal annars átti að sýna viðtal við aðila sem komu að myndbandinu Plandemic, sem var í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum fyrr í sumar. Það er framleitt af andstæðingum bóluefna og inniheldur fjölmargar rangfærslur og lygar um kórónuveiruna og heimsfaraldur hennar. Myndbandið var að endingu fjarlægt af vefjum Facebook, Google og Twitter, þó enn megi finna útgáfur þess þar. ⚠️BLOODY HELL—Sinclair-owned local TV stations across US are set to air the discredited "Plandemic" conspiracy theory. The segment that is set to air asserts Fauci is responsible for creation of #COVID19. Boycott @WeAreSinclair! #SinclairAdvertiserBoycott https://t.co/sDQNMm9STM pic.twitter.com/RkNFZtsEDH— Eric Feigl-Ding (@DrEricDing) July 25, 2020 Sérfræðingar segja rangt að veiran hafi verið þróuð á rannsóknarstofu. Veiran beri þess ummerki að hafa þróast í náttúrunni. Þrátt fyrir það var sjónarmiðum þeirra sem komu að Plandemic ekkert mótmælt í umræddum þætti. Eftir þáttinn ræddi Eric Bolling, þáttastjórnandinn sem vann áður á Fox News, við sérfræðin sem sagði „engar vísbendingar um að Fauci hefði komið framleiðslu veirunnar“. Á meðan þátturinn var í gangi var hins vegar textaborði neðst á skjánum þar sem stóð: „Skapaði Fauci veiruna?“ Í fyrstu sagðist Sinclair ætla að sýna þáttinn víðsvegar um Bandaríkin og í yfirlýsingum frá fyrirtækinu var því haldið fram að málið sneri að málfrelsi. Fyrirtækið styddi ekki við þau sjónarmið sem fram kæmu en það styddi málfrelsi og umræðu um „umdeild sjónarmið“. After further review, we have decided to delay this episode's airing. We will spend the coming days bringing together other viewpoints and provide additional context. All stations have been notified not to air this and will instead be re-airing last week’s episode in its place.— Sinclair Broadcast Group (@WeAreSinclair) July 25, 2020 Fauci hefur á undanförnum mánuðum ítrekað verið gagnrýndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og stuðningsmönnum hans vegna ummæla hans um faraldurinn. Hann hefur verið talsmaður þess að auka inngrip í líf Bandaríkjamanna og setja á samkomu- og útgöngubann. Hann er sömuleiðis einn fárra embættismanna sem hafa þorað opinberlega að leiðrétta Trump. Vegna hótana í hans garð þurfti fyrr í sumar að auka öryggisgæslu hans. Hann var nýverið til viðtals í hlaðvarpsþætti þar sem hann ræddi meðal annars þær hótanir sem honum hefur borist. Fauci sagðist þar hafa fengið raunverulegar morðhótanir og að fjölskyldu hans hafi ítrekað verið hótað. „Það er fólk sem er virkilega reitt og heldur að ég sé að hafa áhrif á líf þeirra því ég er að ýta undir heilbrigðisaðgerðir,“ sagði Fauci. Hann sagðist skilja að vissu leyti af hverju fólk væri ósátt við mögulegar aðgerðir sem hafi möguleg neikvæð áhrif. Þessi gífurlega reiði væri þó illskiljanleg. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Forsvarsmenn bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Sinclair Group hafa ákveðið að fresta útsendingu umdeilds þáttar um samsæriskenningu sem snýr að því að Anthony Fauci, einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna og yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, hafi komið að þróun nýju kórónuveirunnar. Stefnt er að því að sýna þáttinn um næstu helgi eftir að búið er að auka samhengi og bæta við fleiri sjónarmiðum, samkvæmt talsmanni Sinclair sem AP fréttaveitan ræddi við. Sinclair er umdeilt fyrirtæki sem er mjög umfangsmikið í rekstri héraðsmiðla í Bandaríkjunum og rekur sjónvarpsstöðvar víðsvegar um landið. Til stóð að sýna umræddan þátt: „America This Week“ á öllum stöðvum fyrirtækisins um helgina. Þátturinn hafði áður verið birtur á netinu. Í kjölfar þess var þátturinn harðlega gagnrýndur fyrir að ýta undir hættulegar samsæriskenningar. Meðal annars átti að sýna viðtal við aðila sem komu að myndbandinu Plandemic, sem var í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum fyrr í sumar. Það er framleitt af andstæðingum bóluefna og inniheldur fjölmargar rangfærslur og lygar um kórónuveiruna og heimsfaraldur hennar. Myndbandið var að endingu fjarlægt af vefjum Facebook, Google og Twitter, þó enn megi finna útgáfur þess þar. ⚠️BLOODY HELL—Sinclair-owned local TV stations across US are set to air the discredited "Plandemic" conspiracy theory. The segment that is set to air asserts Fauci is responsible for creation of #COVID19. Boycott @WeAreSinclair! #SinclairAdvertiserBoycott https://t.co/sDQNMm9STM pic.twitter.com/RkNFZtsEDH— Eric Feigl-Ding (@DrEricDing) July 25, 2020 Sérfræðingar segja rangt að veiran hafi verið þróuð á rannsóknarstofu. Veiran beri þess ummerki að hafa þróast í náttúrunni. Þrátt fyrir það var sjónarmiðum þeirra sem komu að Plandemic ekkert mótmælt í umræddum þætti. Eftir þáttinn ræddi Eric Bolling, þáttastjórnandinn sem vann áður á Fox News, við sérfræðin sem sagði „engar vísbendingar um að Fauci hefði komið framleiðslu veirunnar“. Á meðan þátturinn var í gangi var hins vegar textaborði neðst á skjánum þar sem stóð: „Skapaði Fauci veiruna?“ Í fyrstu sagðist Sinclair ætla að sýna þáttinn víðsvegar um Bandaríkin og í yfirlýsingum frá fyrirtækinu var því haldið fram að málið sneri að málfrelsi. Fyrirtækið styddi ekki við þau sjónarmið sem fram kæmu en það styddi málfrelsi og umræðu um „umdeild sjónarmið“. After further review, we have decided to delay this episode's airing. We will spend the coming days bringing together other viewpoints and provide additional context. All stations have been notified not to air this and will instead be re-airing last week’s episode in its place.— Sinclair Broadcast Group (@WeAreSinclair) July 25, 2020 Fauci hefur á undanförnum mánuðum ítrekað verið gagnrýndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og stuðningsmönnum hans vegna ummæla hans um faraldurinn. Hann hefur verið talsmaður þess að auka inngrip í líf Bandaríkjamanna og setja á samkomu- og útgöngubann. Hann er sömuleiðis einn fárra embættismanna sem hafa þorað opinberlega að leiðrétta Trump. Vegna hótana í hans garð þurfti fyrr í sumar að auka öryggisgæslu hans. Hann var nýverið til viðtals í hlaðvarpsþætti þar sem hann ræddi meðal annars þær hótanir sem honum hefur borist. Fauci sagðist þar hafa fengið raunverulegar morðhótanir og að fjölskyldu hans hafi ítrekað verið hótað. „Það er fólk sem er virkilega reitt og heldur að ég sé að hafa áhrif á líf þeirra því ég er að ýta undir heilbrigðisaðgerðir,“ sagði Fauci. Hann sagðist skilja að vissu leyti af hverju fólk væri ósátt við mögulegar aðgerðir sem hafi möguleg neikvæð áhrif. Þessi gífurlega reiði væri þó illskiljanleg.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira