Innlent

Sprengisandur: Ræða stöðuna á vinnumarkaði, lífeyrissjóði og margt fleira

Samúel Karl Ólason skrifar
Ásmundur Einar Daðason og Ragnar Þór Ingólfsson.
Ásmundur Einar Daðason og Ragnar Þór Ingólfsson. Vísir/Vilhelm/Arnar

Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, mætir í Sprengisand sem hefst klukkan tíu á Bylgjunni í dag. Hann er einnig vinnumarkaðsráðherra og ræðir stöðuna á vinnumarkaði sem slíkur, Icelandair-málið og fleiri mál. Hann ræðir einnig landsbyggðarmál og flutning starfa út á land sem gengið hefur illa og verið umdeildur undanfarin ár og áratugi.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætir einnig í þáttinn en hann mun ræða gagnrýni sína varðandi fjárfestingar lífeyrissjóða og leggur fram hugmyndir um að verkalýðshreyfing og atvinnurekendur dragi sig út úr stjórnum sjóðanna til að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum.

Þá verður rætt við þau Ívar Ingimarsson, ferðaþjónustumann á Austurlandi, og Árnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, um stöðuna í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Þau munu horfa fram á haustið og velta fyrir sér hvort velgengni sumarsins sé villandi fyrirboði um það sem koma skal.

Hlusta má á þáttinn hér að neðan en hann hefst klukkan tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×