Solskjær: Ekki leikurinn sem skilgreinir tímabilið okkar Sindri Sverrisson skrifar 26. júlí 2020 11:00 Það verða eflaust einhverjar neglur nagaðar á leik Leicester og Manchester United í dag, sem og á leik Wolves og Chelsea. VÍSIR/GETTY Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, vill ekki gera of mikið úr mikilvægi leiksins við Leicester í dag í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Ef United tapar leiknum, og Chelsea tapar ekki gegn Wolves, enda Solskjær og hans menn í 5. sæti og missa þar með af Meistaradeildarsæti. Þá ættu þeir þó enn von um að komast í Meistaradeildina með því að vinna Evrópudeildina í næsta mánuði. „Við erum ekki komnir á endastöð. Ef að við náum í stig gegn Leicester held ég að fólk muni segja að við höfum nú ekki átt slæmt tímabil,“ sagði Solskjær. „En hvað sem gerist þá er þetta ekki endirinn á okkar ferðalagi því við eigum enn talsvert í land með að ná liðunum tveimur fyrir ofan okkur,“ sagði Solskjær. THE BATTLE FOR EUROPE:3rd: Man United - 63 pts4th: Chelsea - 63 pts5th: Leicester - 62 pts6th: Wolves - 59 ptsThis weekend:Chelsea vs. WolvesLeicester vs. Man United pic.twitter.com/ktCBmsgfI6— ESPN FC (@ESPNFC) July 25, 2020 Ljóst er að taugar manna verða þandar kl. 15 í dag en Solskjær reyndi að láta eins og að um hvern annan leik væri að ræða. „Ef að maður vill tilheyra Manchester United þá verður maður að venjast því að vera undir pressu í síðasta leik tímabilsins. Þetta er ekkert nýtt, og á þessu byggir félagið. Við höfum búið okkur til frábært tækifæri til að enda tímabilið vel og nú er það okkar að nýta það,“ sagði Solskjær. „Þetta er ekki mikilvægasti leikur tímabilsins, þetta er bara næsti leikur. Þú getur spurt hvern sem er í fótboltanum, næsti leikur er alltaf sá mikilvægasti. Úrslitin skilgreina ekki tímabilið okkar, við höfum þegar átt margar stundir sem að skilgreina þetta tímabil.“ „Koma Bruno Fernandes breytti miklu fyrir okkur og ég tel að heilt yfir séum við í betra formi og mun sterkari andlega en á síðasta tímabili,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, vill ekki gera of mikið úr mikilvægi leiksins við Leicester í dag í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Ef United tapar leiknum, og Chelsea tapar ekki gegn Wolves, enda Solskjær og hans menn í 5. sæti og missa þar með af Meistaradeildarsæti. Þá ættu þeir þó enn von um að komast í Meistaradeildina með því að vinna Evrópudeildina í næsta mánuði. „Við erum ekki komnir á endastöð. Ef að við náum í stig gegn Leicester held ég að fólk muni segja að við höfum nú ekki átt slæmt tímabil,“ sagði Solskjær. „En hvað sem gerist þá er þetta ekki endirinn á okkar ferðalagi því við eigum enn talsvert í land með að ná liðunum tveimur fyrir ofan okkur,“ sagði Solskjær. THE BATTLE FOR EUROPE:3rd: Man United - 63 pts4th: Chelsea - 63 pts5th: Leicester - 62 pts6th: Wolves - 59 ptsThis weekend:Chelsea vs. WolvesLeicester vs. Man United pic.twitter.com/ktCBmsgfI6— ESPN FC (@ESPNFC) July 25, 2020 Ljóst er að taugar manna verða þandar kl. 15 í dag en Solskjær reyndi að láta eins og að um hvern annan leik væri að ræða. „Ef að maður vill tilheyra Manchester United þá verður maður að venjast því að vera undir pressu í síðasta leik tímabilsins. Þetta er ekkert nýtt, og á þessu byggir félagið. Við höfum búið okkur til frábært tækifæri til að enda tímabilið vel og nú er það okkar að nýta það,“ sagði Solskjær. „Þetta er ekki mikilvægasti leikur tímabilsins, þetta er bara næsti leikur. Þú getur spurt hvern sem er í fótboltanum, næsti leikur er alltaf sá mikilvægasti. Úrslitin skilgreina ekki tímabilið okkar, við höfum þegar átt margar stundir sem að skilgreina þetta tímabil.“ „Koma Bruno Fernandes breytti miklu fyrir okkur og ég tel að heilt yfir séum við í betra formi og mun sterkari andlega en á síðasta tímabili,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira