Safnar heimildum um Þjóðhátíð á kórónuveirutímum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2020 16:00 Þjóðhátíð verður ekki haldin með formlegum hætti í Vestmannaeyjum í ár. Vísir/Sigurjón Anna Lilja Sigurðardóttir stofnaði Facebook hópinn „Þjóðhátíðin mín 2020“ til að safna heimildum um þá þjóðhátíð sem Eyjamenn ætla að halda um næstu helgi. Margir ætla að tjalda í görðum sínum og gleðjast með vinum og ættingjum. Anna Lilja spjallaði við Hvata í þættinum Helgin á Bylgjunni. „Það er ekkert komið inn ennþá sem er mjög spennandi líka vegna þess að það eru 600 manns komnir í hópinn þannig að menn ætla greinilega að gera eitthvað,“ segir Anna Lilja. Eitthvað sé um að Eyjamenn ætli að vera með tjaldveislur heima í garði. „Menn hafa talað um það að vera með sína eigin [hátíð], tjalda kannski í garðinum og hóa saman fjölskyldunni eins og menn gera alltaf á þessum tíma,“ segir Anna. „Maður gerir ráð fyrir að menn muni eyða tímanum með sínu fólki. Örugglega margir að fá gesti.“ Hún segir þó líklegt að margir verði hreinlega ekki á staðnum „en samt að halda einhverja smá Þjóðhátíð einhvers staðar annars staðar.“ Þjóðhátíðarnefnd vinnur nú hörðum höndum að því að endurgreiða miðana sem keyptir voru en Anna telur marga heimamenn ætla frekar að tryggja sér miða á hátíð næsta árs. „Menn séu jafnvel að fjárfesta núna í miðunum og láta gilda fyrir 2021.“ „Ég er mikil Þjóðhátíðarmanneskja, elska undirbúninginn og allt í kring um þetta en stundum kemur eitthvað inn í lífið sem maður stjórnar engan vegin og þá er það bara þannig,“ segir Anna en að sögn hefur nokkuð borið á því að fólk spyrji hvort Eyjamenn geti ekki sleppt Þjóðhátíð „svona einu sinni.“ Anna Lilja segist ekki hafa stofnað hópinn fyrir sjálfa sig eða til að hvetja til þess að fólk héldi eigin Þjóðhátíð heldur til að safna heimildum um Verslunarmannahelgarhátíðir í Eyjum þetta árið. „Hvað gerði fólk á þessum skrítnu tímum? Ég er ekki að fara að nota þetta í eitt eða neitt en þá koma til greina einhverjir sem nota svona heimildir í eitthvað en ég var bara að búa til eitthvað svæði þar sem fólk getur sett inn hvað það er að gera.“ Þá er jafnframt búið að hlaða upp brennu á Fjósakletti sem kveikt er ár hvert. „Ég held að margir séu spenntir að fá brennu á föstudagskvöldið. Það eina sem að sjálfsögðu gerir strik í reikninginn er að spáin er ekkert spes.“ „Það verður kveikt í þessari brennu en það verður bara að koma í ljós hvernig það verður,“ segir Anna Lilja. Hægt er að hlusta á viðtalið við Önnu Lilju í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Árni Johnsen ætlar sér að bregða gítar á loft á þjóðhátíð Árni hvergi nærri af baki dottinn þó búið sé að blása hina formlegu Þjóðhátíð í Eyjum af. 24. júlí 2020 08:38 Ingó gefur út þjóðhátíðarlagið 2020: „Takk fyrir mig“ Þrátt fyrir að búið sé að aflýsa Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár þá hefur Ingólfur Þórarinsson gefið út þjóðhátíðarlagið í ár. 17. júlí 2020 12:43 Hafa áhyggjur af „sjálfsprottnum“ útihátíðum Ekki er enn búið að ákveða hvort gerðar verði sérstakar ráðstafanir vegna þessa. 16. júlí 2020 15:44 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Anna Lilja Sigurðardóttir stofnaði Facebook hópinn „Þjóðhátíðin mín 2020“ til að safna heimildum um þá þjóðhátíð sem Eyjamenn ætla að halda um næstu helgi. Margir ætla að tjalda í görðum sínum og gleðjast með vinum og ættingjum. Anna Lilja spjallaði við Hvata í þættinum Helgin á Bylgjunni. „Það er ekkert komið inn ennþá sem er mjög spennandi líka vegna þess að það eru 600 manns komnir í hópinn þannig að menn ætla greinilega að gera eitthvað,“ segir Anna Lilja. Eitthvað sé um að Eyjamenn ætli að vera með tjaldveislur heima í garði. „Menn hafa talað um það að vera með sína eigin [hátíð], tjalda kannski í garðinum og hóa saman fjölskyldunni eins og menn gera alltaf á þessum tíma,“ segir Anna. „Maður gerir ráð fyrir að menn muni eyða tímanum með sínu fólki. Örugglega margir að fá gesti.“ Hún segir þó líklegt að margir verði hreinlega ekki á staðnum „en samt að halda einhverja smá Þjóðhátíð einhvers staðar annars staðar.“ Þjóðhátíðarnefnd vinnur nú hörðum höndum að því að endurgreiða miðana sem keyptir voru en Anna telur marga heimamenn ætla frekar að tryggja sér miða á hátíð næsta árs. „Menn séu jafnvel að fjárfesta núna í miðunum og láta gilda fyrir 2021.“ „Ég er mikil Þjóðhátíðarmanneskja, elska undirbúninginn og allt í kring um þetta en stundum kemur eitthvað inn í lífið sem maður stjórnar engan vegin og þá er það bara þannig,“ segir Anna en að sögn hefur nokkuð borið á því að fólk spyrji hvort Eyjamenn geti ekki sleppt Þjóðhátíð „svona einu sinni.“ Anna Lilja segist ekki hafa stofnað hópinn fyrir sjálfa sig eða til að hvetja til þess að fólk héldi eigin Þjóðhátíð heldur til að safna heimildum um Verslunarmannahelgarhátíðir í Eyjum þetta árið. „Hvað gerði fólk á þessum skrítnu tímum? Ég er ekki að fara að nota þetta í eitt eða neitt en þá koma til greina einhverjir sem nota svona heimildir í eitthvað en ég var bara að búa til eitthvað svæði þar sem fólk getur sett inn hvað það er að gera.“ Þá er jafnframt búið að hlaða upp brennu á Fjósakletti sem kveikt er ár hvert. „Ég held að margir séu spenntir að fá brennu á föstudagskvöldið. Það eina sem að sjálfsögðu gerir strik í reikninginn er að spáin er ekkert spes.“ „Það verður kveikt í þessari brennu en það verður bara að koma í ljós hvernig það verður,“ segir Anna Lilja. Hægt er að hlusta á viðtalið við Önnu Lilju í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Árni Johnsen ætlar sér að bregða gítar á loft á þjóðhátíð Árni hvergi nærri af baki dottinn þó búið sé að blása hina formlegu Þjóðhátíð í Eyjum af. 24. júlí 2020 08:38 Ingó gefur út þjóðhátíðarlagið 2020: „Takk fyrir mig“ Þrátt fyrir að búið sé að aflýsa Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár þá hefur Ingólfur Þórarinsson gefið út þjóðhátíðarlagið í ár. 17. júlí 2020 12:43 Hafa áhyggjur af „sjálfsprottnum“ útihátíðum Ekki er enn búið að ákveða hvort gerðar verði sérstakar ráðstafanir vegna þessa. 16. júlí 2020 15:44 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Árni Johnsen ætlar sér að bregða gítar á loft á þjóðhátíð Árni hvergi nærri af baki dottinn þó búið sé að blása hina formlegu Þjóðhátíð í Eyjum af. 24. júlí 2020 08:38
Ingó gefur út þjóðhátíðarlagið 2020: „Takk fyrir mig“ Þrátt fyrir að búið sé að aflýsa Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár þá hefur Ingólfur Þórarinsson gefið út þjóðhátíðarlagið í ár. 17. júlí 2020 12:43
Hafa áhyggjur af „sjálfsprottnum“ útihátíðum Ekki er enn búið að ákveða hvort gerðar verði sérstakar ráðstafanir vegna þessa. 16. júlí 2020 15:44