Erlent

Banda­ríkja­menn yfir­gáfu ræðis­skrif­stofuna í Chengdu

Sylvía Hall og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Íbúar Chengdu fylgdust með því í morgun þegar starfsfólk yfirgaf ræðisskrifstofuna og tók niður bandaríska fánann.
Íbúar Chengdu fylgdust með því í morgun þegar starfsfólk yfirgaf ræðisskrifstofuna og tók niður bandaríska fánann. Vísir/Getty

Starfsfólk bandarísku ræðisskrifstofunnar í Chengdu í Kína yfirgaf í morgun starfsstöð sína og hélt heim til Bandaríkjanna. Kínverjar höfðu gefið Bandaríkjunum frest til mánudags til að loka skrifstofunni en sú ákvörðun er hluti af vaxandi deilu ríkjanna.

Áður höfðu Bandaríkjamenn fyrirskipað lokun kínversku ræðisskrifstofunnar í Houston í Texas. Eftir að starfsfólkið hafði tekið niður bandaríska fánann og yfirgefið bygginguna fóru starfsmenn kínverskra stjórnvalda þar inn og tóku hana yfir.

Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segist vonsvikin með þessa þróun mála en skrifstofan í Chengdu hefur verið starfrækt í þrjátíu og fimm ár og hefur þjónað vesturhluta Kína og Tíbet.

Þegar skrifstofunni var lokað í Chengdu söfnuðust margir íbúar borgarinnar saman fyrir utan húsnæði hennar með kínverska fánann og tóku sjálfsmyndir, að því er fram kemur á vef BBC

Bandaríkjamenn saka Kínverja um njósnir og á skrifstofan í Houston að hafa verið einskonar miðstöð þeirra njósna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×