Nýja kalda stríðið Helgi Steinar Gunnlaugsson skrifar 27. júlí 2020 09:00 Árið 2016 skrifaði ég grein sem bar heitið „Vaxandi þjóðernishyggja í Kína“. Greinin var skrifuð eftir að dómur féll frá Alþjóða hafréttadómstólnum sem sagði að stjórnvöld í Peking höfðu hvorki lagalegan né sögulegan grunn fyrir því tilkalli sem þau gerðu í Suður-Kínahafi. Lögsögudeilur Kínverja við nágrannalönd sín voru þá að hitna þar sem kínversk stjórnvöld byrjuðu að reisa flotastöðvar og flugvelli á manngerðum eyjum í kringum þessi umdeildu svæði. Kínverska ríkisstjórnin brást harkalega við ákvörðun dómstólsins og neitaði að viðurkenna hana. Almenningur í Kína leit einnig á þessa ákvörðun sem árás á þjóð sína og upp blómstraði mikil þjóðernishyggja í borgum landsins. Þrátt fyrir þennan árekstur þá voru þáverandi samskipti Kína við umheiminn frekar jákvæð. Engu að síður lýsti ég yfir áhyggjum mínum á þeirri þróun að sjá stækkandi heimsveldi neita að virða niðurstöður alþjóðasamfélagsins. Á sama tíma gagnrýndi ég Donald Trump sem þá var nýkjörinn forseti Bandaríkjanna. Aðal ógnin sem ég benti á var sú að fáfræði þessarar veruleikastjörnu á alheimsmálefnum og samskiptum ríkjanna beggja myndi á endanum skapa mikla áhættuklemmu. Sú grein endaði orðrétt: „ef Donald Trump kýs að bregðast við aðgerðum Kínverja á næstu árum með sömu hvatvísi og hann hefur brugðist við stórstjörnum á Twitter klukkan þrjú að morgni, þá verður samband þessarra tveggja þjóða óumdeilanlega það mikilvægasta á 21. öldinni, en engan veginn eins friðsælt og allir hefðu vonast eftir.“ Einungis fjögur ár eru liðin síðan þessar greinar voru birtar og er því miður engin önnur leið að orða núverandi ástand en svo að kalt stríð er hafið á milli stjórnvalda í Kína og í hinum vestræna heimi. Samskiptin á milli Kína og Bandaríkjanna hafa ekki verið svona slæm síðan heimsókn Nixons til Kína árið 1972. Bresk stjórnvöld hafa bannað fjarskiptafyrirtækjum sínum að nota búnað frá Huawei og hefur forsætisráðherra Ástralíu kallað eftir alþjóðlegri sjálfstæðri rannsókn á uppruna kórnónuveirunnar, sem leiddi til þess að kínversk stjórnvöld lögðu 80% innfluttningstoll á ástralskt bygg. Yfirvöld í Ástralíu hafa nú einnig lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna sem sakar Kínverja um að fara fram með offorsi og þjösnaskap og í þessum töluðu orðum er verið að loka bæði bandarískum og kínverskum ræðisskrifstofum í Houston og Chengdu. Alþjóðasamfélagið hefur staðið í miklum deilum undanfarin ár við kínversk stjórnvöld, ekki aðeins útaf deilum í Suður-Kínahafi, heldur einnig í tengslum við aðgerðir stjórnvalda í Hong Kong, fangelsun Úýgúr múslima í svokölluðum „endurmenntunarbúðum“ og ásakanir um njósnir af hálfu Huawei. Viðbrögð kínverskra yfirvalda á fyrstu vikum Covid-19 og ævintýrið sem fylgdi í kjölfarið var einungis dropinn sem fyllti mælinn. Þær munnlegu árásir stjórnvalda sem beinast nú hvor gegn annarri virðast eiga það markmið að komast að því hverjum þessu núverandi ástand er að kenna. Þó að það séu vissulega sumir sem beri meiri ábyrgð en aðrir, þá var þetta nýja kalda stríð því miður óhjákvæmilegt. Í Alþjóðasamskiptum tölum við oft um „gildru Þúkýdídes“, sem nefnd er eftir hinum gríska sagnaritara sem ritaði sögu Pelópsskagastríðsins. Gildran lýsir sér þannig að þegar nýtt heimsveldi rís upp mun þáverandi heimsveldi líta á það sem ógn og í kjölfarið brýst út stríð á milli þeirra tveggja. Á seinustu 500 árum hefur þetta verið raunin í 12 af 16 slíkum tilfellum. Þrátt fyrir að eiga sinn uppruna í forngrískri sögu, þá er þetta einungis átta ára gamalt hugtak og var það í raun samið til að lýsa núverandi sambandi á milli Kína og Bandaríkjanna. Það er hins vegar ólíklegt að stór hernaðarátök muni brjótast út. Á tímum Sóvíetríkjanna var það ótti okkar við kjarnorkuvopn, eða „MAD“ (Gagnkvæm Altryggð Gereyðing Allra) sem hélt báðum hliðum í skefjum. Nú eru það efnahagslegu tenglsin á milli stórveldanna sem passa upp á að allir viðhaldi ákveðnni ró. Báðar hliðar geta ekki brugðist of harkalega við án þess að skjóta sig samtímis í fótinn og má líta á það sem jákvæðan hlut. Engu að síður þá þarf að horfast í augu við breytta framtíð. Það má í raun líta á þessi núverandi „átök“ sem hálfgerð þreifing af hálfu stjórnvalda til að meta hvernig hægt sé að standa vörð um gildi og öryggi þjóða, samhliða því að viðhalda efnahagslegum samskiptum og tryggja þannig stöðugleika. Þrátt fyrir að vera lítil þjóð, þá erum við Íslendingar ekki eins stikkfrí frá þessum breytingum og við viljum halda. Við vorum fyrsta vestræna þjóðin til að undirrita fríverslunarsamning við Kína og sitjum við einnig á Heimskautsráðinu. Við erum friðsæl þjóð og viljum að sjálfsögðu geta leikið okkur fallega með hinum börnunum í sandkassanum, en við verðum líka að mynda skýra afstöðu til að forðast illkynja utanaðkomandi áhrif. Ef engin stefna er nú þegar til staðar af hálfu íslenskra stjórnvalda til að ávarpa þetta breytta landslag, þá vona ég innilega að slík stefna sé að minnsta kosti komin á teikniborðið. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Árið 2016 skrifaði ég grein sem bar heitið „Vaxandi þjóðernishyggja í Kína“. Greinin var skrifuð eftir að dómur féll frá Alþjóða hafréttadómstólnum sem sagði að stjórnvöld í Peking höfðu hvorki lagalegan né sögulegan grunn fyrir því tilkalli sem þau gerðu í Suður-Kínahafi. Lögsögudeilur Kínverja við nágrannalönd sín voru þá að hitna þar sem kínversk stjórnvöld byrjuðu að reisa flotastöðvar og flugvelli á manngerðum eyjum í kringum þessi umdeildu svæði. Kínverska ríkisstjórnin brást harkalega við ákvörðun dómstólsins og neitaði að viðurkenna hana. Almenningur í Kína leit einnig á þessa ákvörðun sem árás á þjóð sína og upp blómstraði mikil þjóðernishyggja í borgum landsins. Þrátt fyrir þennan árekstur þá voru þáverandi samskipti Kína við umheiminn frekar jákvæð. Engu að síður lýsti ég yfir áhyggjum mínum á þeirri þróun að sjá stækkandi heimsveldi neita að virða niðurstöður alþjóðasamfélagsins. Á sama tíma gagnrýndi ég Donald Trump sem þá var nýkjörinn forseti Bandaríkjanna. Aðal ógnin sem ég benti á var sú að fáfræði þessarar veruleikastjörnu á alheimsmálefnum og samskiptum ríkjanna beggja myndi á endanum skapa mikla áhættuklemmu. Sú grein endaði orðrétt: „ef Donald Trump kýs að bregðast við aðgerðum Kínverja á næstu árum með sömu hvatvísi og hann hefur brugðist við stórstjörnum á Twitter klukkan þrjú að morgni, þá verður samband þessarra tveggja þjóða óumdeilanlega það mikilvægasta á 21. öldinni, en engan veginn eins friðsælt og allir hefðu vonast eftir.“ Einungis fjögur ár eru liðin síðan þessar greinar voru birtar og er því miður engin önnur leið að orða núverandi ástand en svo að kalt stríð er hafið á milli stjórnvalda í Kína og í hinum vestræna heimi. Samskiptin á milli Kína og Bandaríkjanna hafa ekki verið svona slæm síðan heimsókn Nixons til Kína árið 1972. Bresk stjórnvöld hafa bannað fjarskiptafyrirtækjum sínum að nota búnað frá Huawei og hefur forsætisráðherra Ástralíu kallað eftir alþjóðlegri sjálfstæðri rannsókn á uppruna kórnónuveirunnar, sem leiddi til þess að kínversk stjórnvöld lögðu 80% innfluttningstoll á ástralskt bygg. Yfirvöld í Ástralíu hafa nú einnig lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna sem sakar Kínverja um að fara fram með offorsi og þjösnaskap og í þessum töluðu orðum er verið að loka bæði bandarískum og kínverskum ræðisskrifstofum í Houston og Chengdu. Alþjóðasamfélagið hefur staðið í miklum deilum undanfarin ár við kínversk stjórnvöld, ekki aðeins útaf deilum í Suður-Kínahafi, heldur einnig í tengslum við aðgerðir stjórnvalda í Hong Kong, fangelsun Úýgúr múslima í svokölluðum „endurmenntunarbúðum“ og ásakanir um njósnir af hálfu Huawei. Viðbrögð kínverskra yfirvalda á fyrstu vikum Covid-19 og ævintýrið sem fylgdi í kjölfarið var einungis dropinn sem fyllti mælinn. Þær munnlegu árásir stjórnvalda sem beinast nú hvor gegn annarri virðast eiga það markmið að komast að því hverjum þessu núverandi ástand er að kenna. Þó að það séu vissulega sumir sem beri meiri ábyrgð en aðrir, þá var þetta nýja kalda stríð því miður óhjákvæmilegt. Í Alþjóðasamskiptum tölum við oft um „gildru Þúkýdídes“, sem nefnd er eftir hinum gríska sagnaritara sem ritaði sögu Pelópsskagastríðsins. Gildran lýsir sér þannig að þegar nýtt heimsveldi rís upp mun þáverandi heimsveldi líta á það sem ógn og í kjölfarið brýst út stríð á milli þeirra tveggja. Á seinustu 500 árum hefur þetta verið raunin í 12 af 16 slíkum tilfellum. Þrátt fyrir að eiga sinn uppruna í forngrískri sögu, þá er þetta einungis átta ára gamalt hugtak og var það í raun samið til að lýsa núverandi sambandi á milli Kína og Bandaríkjanna. Það er hins vegar ólíklegt að stór hernaðarátök muni brjótast út. Á tímum Sóvíetríkjanna var það ótti okkar við kjarnorkuvopn, eða „MAD“ (Gagnkvæm Altryggð Gereyðing Allra) sem hélt báðum hliðum í skefjum. Nú eru það efnahagslegu tenglsin á milli stórveldanna sem passa upp á að allir viðhaldi ákveðnni ró. Báðar hliðar geta ekki brugðist of harkalega við án þess að skjóta sig samtímis í fótinn og má líta á það sem jákvæðan hlut. Engu að síður þá þarf að horfast í augu við breytta framtíð. Það má í raun líta á þessi núverandi „átök“ sem hálfgerð þreifing af hálfu stjórnvalda til að meta hvernig hægt sé að standa vörð um gildi og öryggi þjóða, samhliða því að viðhalda efnahagslegum samskiptum og tryggja þannig stöðugleika. Þrátt fyrir að vera lítil þjóð, þá erum við Íslendingar ekki eins stikkfrí frá þessum breytingum og við viljum halda. Við vorum fyrsta vestræna þjóðin til að undirrita fríverslunarsamning við Kína og sitjum við einnig á Heimskautsráðinu. Við erum friðsæl þjóð og viljum að sjálfsögðu geta leikið okkur fallega með hinum börnunum í sandkassanum, en við verðum líka að mynda skýra afstöðu til að forðast illkynja utanaðkomandi áhrif. Ef engin stefna er nú þegar til staðar af hálfu íslenskra stjórnvalda til að ávarpa þetta breytta landslag, þá vona ég innilega að slík stefna sé að minnsta kosti komin á teikniborðið. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun