Erlent

Breskur köttur greindist með Co­vid-19

Sylvía Hall skrifar
Ekkert bendir til þess að kötturinn hafi smitað eigandur sína eða aðra.
Ekkert bendir til þess að kötturinn hafi smitað eigandur sína eða aðra. Vísir/Getty

Köttur í Englandi greindist með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 nú á dögunum eftir að hafa farið í sýnatöku í síðustu viku. Kötturinn var upphaflega talinn vera með kattainflúensu en sýnataka leiddi í ljós að um kórónuveirusmit væri að ræða.

Í frétt Sky News um málið segir að ekkert bendi til þess að kötturinn hafi smitað eigendur sína eða aðra. Kötturinn hafi að öllum líkindum fengið smitið frá manneskju enda sé ekkert sem bendi til þess að dýr geti smitað mannfólk.

„Það bendir ekkert til þess að gæludýr geti smitað mannfólk af veirunni. Við munum áfram fylgjast náið með stöðunni og veita frekari upplýsingar,“ segir í fréttatilkynningu frá breskum yfirvöldum um smitið.

Þetta er ekki fyrsta dæmið um að dýr smitist af kórónuveirunni. Í mars var greint frá því að hundur smitaðist af veirunni frá eiganda sínum, en sá sýndi enginn einkenni og virtist við hestaheilsu á meðan hann dvaldi í einangrun. Þá greindist heimilisköttur í Belgíu með veiruna í lok mars.

Þetta er þó fyrsta tilfelli kórónuveirusmits í bresku dýri en kötturinn fór í sýnatöku í Surrey á miðvikudag. 

Yfirvöld í Bretlandi ítreka mikilvægi einstaklingsbundinna smitvarna og það eigi líka við þegar fólk er að umgangast dýr. Fólk þurfi ávallt að huga að handþvotti og almennu hreinlæti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×