Veiran líklega ekki legið í leyni á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2020 08:39 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir er sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis og staðgengill sóttvarnalæknis. vísir/arnar Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. Nýju tilfellin sem greinst hafa á síðustu dögum séu nýkomin til landsins. Þjóðinni virðist hafa tekist að útrýma veirunni á tímabili í vor og segir staðgengill sóttvarnalæknis að Íslendingar ættu að geta það aftur. Sem stendur eru rúmlega 20 í einangrun vegna kórónuveirusmits. Það er mesti fjöldi síðan í maí og virðast flest hafa smitast vegna ferðalaga í útlöndum eða vegna samneytis við ferðalanga. Nokkur mismunandi „veirumynstur“ eru í gangi að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur barnasmitsjúkdómalæknis og staðgengils sóttvarnalæknis. Flest hafi þau fundist á landamærunum en þó sé ein hópsýkingin í gangi og ein „smitkeðja“ sem vitað sé um. „Þær eru nýlega komnar til landsins, við vitum nákvæmlega hvernig ein kom til landsins en uppruni hinnar er ófundinn,“ segir Kamila. Aðspurð segir hún að veiran virðist þannig ekki hafa blossað upp aftur hér innanlands. „Við erum svo lánsöm að hafa þessi hröðu raðgreiningargögn sem Íslensk erfðagreining hefur unnið. Fram kemur í þeim að þessi smit sem eru í gangi núna eru ekki tengd þeim smitum sem við vorum að eiga við í vor,“ segir Kamilla. Mynstur veirunnar, sem birtist í raðgreiningargögnunum, sé þannig ekki nógu líkt þeirri veiru sem greindist hér á sínum tíma að hægt sé að tala um að hún hafi „legið hér í leyni.“ Útrýmt einu sinni og getum það aftur Það virðist því vera sem að þjóðinni hafi tekist að útrýma veirunni á einhverju tímabili, að sögn Kamillu. Þjóðin geti því „klárlega“ spornað við því að veiran fari hér aftur á flug, eins og árangurinn í vor beri með sér. Þar leggur Kamilla áherslu á þær persónubundnu smitvarnir sem Íslendingum ættu að vera orðnar tamar; tveggja metra regluna, sleppa óþarfa snertingu og hópamyndun, handþvott og spritt o.s.frv. Kamilla segir að það þekkist að fram komi nýjar veirur sem hverfi síðan aftur, t.d. vegna þess að þær hafa ekki náð að aðlagast manninum nógu vel og smithæfni þeirra sé lítil. Það eigi ekki við í tilfelli kórónuveirunnar, hún muni ekki hverfa af sjálfsdáðum nema hún stökkbreytist og smithæfni hennar minnki. „Það er kannski ekki leiðin sem við getum gert ráð fyrir,“ segir Kamilla. Þar að auki virðist maðurinn eiga erfitt með að mynda varanlegt ónæmissvar við kórónuveirum. Það sé því kannski ekki „alveg raunhæft“ að útrýma veirunni fyrir aldur og ævi eins og tekist hefur í tilfelli annarra sjúkdóma að sögn Kamillu. „Mögulega mun hún fjara út með öflugum sóttvarnaaðgerðum og þá aðallega bólusetningu, að þetta komist niður á það stig að vera ein af þessum kórónukvefveirum.“ Viðtal hennar við Bítið má heyra hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Virk kórónuveirusmit orðin 22: Tengsl við hópsýkinguna á Akranesi Innanlandssmit kórónuveirunnar greindist hér síðdegis og eru virk smit því orðin 22 talsins. 27. júlí 2020 21:21 Vill stórsókn í sýnatökum vegna innanlandssmita Sérnámslæknir á Landspítalanum segir að í ljósi fjölda innanlandssmita þurfi að fara í stórsókn í sýnatökum innanlands. 27. júlí 2020 20:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. Nýju tilfellin sem greinst hafa á síðustu dögum séu nýkomin til landsins. Þjóðinni virðist hafa tekist að útrýma veirunni á tímabili í vor og segir staðgengill sóttvarnalæknis að Íslendingar ættu að geta það aftur. Sem stendur eru rúmlega 20 í einangrun vegna kórónuveirusmits. Það er mesti fjöldi síðan í maí og virðast flest hafa smitast vegna ferðalaga í útlöndum eða vegna samneytis við ferðalanga. Nokkur mismunandi „veirumynstur“ eru í gangi að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur barnasmitsjúkdómalæknis og staðgengils sóttvarnalæknis. Flest hafi þau fundist á landamærunum en þó sé ein hópsýkingin í gangi og ein „smitkeðja“ sem vitað sé um. „Þær eru nýlega komnar til landsins, við vitum nákvæmlega hvernig ein kom til landsins en uppruni hinnar er ófundinn,“ segir Kamila. Aðspurð segir hún að veiran virðist þannig ekki hafa blossað upp aftur hér innanlands. „Við erum svo lánsöm að hafa þessi hröðu raðgreiningargögn sem Íslensk erfðagreining hefur unnið. Fram kemur í þeim að þessi smit sem eru í gangi núna eru ekki tengd þeim smitum sem við vorum að eiga við í vor,“ segir Kamilla. Mynstur veirunnar, sem birtist í raðgreiningargögnunum, sé þannig ekki nógu líkt þeirri veiru sem greindist hér á sínum tíma að hægt sé að tala um að hún hafi „legið hér í leyni.“ Útrýmt einu sinni og getum það aftur Það virðist því vera sem að þjóðinni hafi tekist að útrýma veirunni á einhverju tímabili, að sögn Kamillu. Þjóðin geti því „klárlega“ spornað við því að veiran fari hér aftur á flug, eins og árangurinn í vor beri með sér. Þar leggur Kamilla áherslu á þær persónubundnu smitvarnir sem Íslendingum ættu að vera orðnar tamar; tveggja metra regluna, sleppa óþarfa snertingu og hópamyndun, handþvott og spritt o.s.frv. Kamilla segir að það þekkist að fram komi nýjar veirur sem hverfi síðan aftur, t.d. vegna þess að þær hafa ekki náð að aðlagast manninum nógu vel og smithæfni þeirra sé lítil. Það eigi ekki við í tilfelli kórónuveirunnar, hún muni ekki hverfa af sjálfsdáðum nema hún stökkbreytist og smithæfni hennar minnki. „Það er kannski ekki leiðin sem við getum gert ráð fyrir,“ segir Kamilla. Þar að auki virðist maðurinn eiga erfitt með að mynda varanlegt ónæmissvar við kórónuveirum. Það sé því kannski ekki „alveg raunhæft“ að útrýma veirunni fyrir aldur og ævi eins og tekist hefur í tilfelli annarra sjúkdóma að sögn Kamillu. „Mögulega mun hún fjara út með öflugum sóttvarnaaðgerðum og þá aðallega bólusetningu, að þetta komist niður á það stig að vera ein af þessum kórónukvefveirum.“ Viðtal hennar við Bítið má heyra hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Virk kórónuveirusmit orðin 22: Tengsl við hópsýkinguna á Akranesi Innanlandssmit kórónuveirunnar greindist hér síðdegis og eru virk smit því orðin 22 talsins. 27. júlí 2020 21:21 Vill stórsókn í sýnatökum vegna innanlandssmita Sérnámslæknir á Landspítalanum segir að í ljósi fjölda innanlandssmita þurfi að fara í stórsókn í sýnatökum innanlands. 27. júlí 2020 20:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Virk kórónuveirusmit orðin 22: Tengsl við hópsýkinguna á Akranesi Innanlandssmit kórónuveirunnar greindist hér síðdegis og eru virk smit því orðin 22 talsins. 27. júlí 2020 21:21
Vill stórsókn í sýnatökum vegna innanlandssmita Sérnámslæknir á Landspítalanum segir að í ljósi fjölda innanlandssmita þurfi að fara í stórsókn í sýnatökum innanlands. 27. júlí 2020 20:00