Yfirmaður sóttvarna í Kína sprautaði sig með tilraunamótefni Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2020 08:48 Gao Fu, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Kína. AP/Mark Schiefelbein Gao Fu, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Kína, CCDC, segist hafa verið sprautaður af tilraunamótefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Það segist Gao hafa gert til að sannfæra almenning um að það væri öruggt þegar umfangsmeiri tilraunir verða samþykktar. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði Gao ekki hvort hann hefði verið sprautaður af mótefninu vegna samþykktar tilraunar og hefur hann ekki svarað fyrirspurnum fréttaveitunnar. Fyrr í þessum mánuði voru stjórnendur og starfsmenn lyfjafyrirtækis í eigu ríkisins sprautaðir af tilraunamótefni, þrátt fyrir að tilraunir á mönnum hafi ekki verið samþykktar þá. Lyfjafyrirtæki um heim allan keppast nú um að framleiða mótefni við Covid-19. Slíkt yrði mikill sigur fyrir það ríki sem verður fyrst, bæði pólitískt séð og vísindalega. Þar að auki gæti það verið reynst ríkjunum vel, efnahagslega. Af þeim mótefnum sem þykja líklegust til að bera árangur koma minnst átta frá Kína. Samkvæmt AP eru þau rúmlega tuttugu og þar af átta frá Kína. Gao vildi ekki segja hvaða mótefni hann hefði verið sprautaður og sagðist hann ekki vilja líta út fyrir að ganga erinda einhverra sérstakra lyfjafyrirtækja. Gao hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni í Kína og um heim allan vegna upprunalegra viðbragða CCDC á faraldri nýju kórónuveirunnar. AP segir hann hafa stigið úr sviðsljósinu í kjölfar faraldursins og að hann hafi ekki sést opinberlega í marga mánuði. Um 30 þúsund Bandaríkjamenn taka þátt í stærstu mótefnatilrauninni hingað til sem hófst í gær. Fólk víðsvegar um landið voru sprautuð af mótefni eða lyfleysu. Sú tilraun er á vegum National Institutes of Health og Moderna. Annað fyrirtæki, Pfizer, tilkynnti einnig að það væri að byrja eigin tilraun sem ætti að ná til 30 þúsund manna. Það eru þó nokkrir mánuðir þar til niðurstöður munu liggja fyrir. Í dag hafa um 16 og hálf milljón manna smitast af Covid-19, svo vitað sé, og rúmlega 650 þúsund manns hafa dáið. Þar af hafa nærri því 150 þúsund dáið í Bandaríkjunum, nærri því 90 þúsund í Brasilíu og rúmlega 45 þúsund í Bretlandi. Kína Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Gao Fu, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Kína, CCDC, segist hafa verið sprautaður af tilraunamótefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Það segist Gao hafa gert til að sannfæra almenning um að það væri öruggt þegar umfangsmeiri tilraunir verða samþykktar. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði Gao ekki hvort hann hefði verið sprautaður af mótefninu vegna samþykktar tilraunar og hefur hann ekki svarað fyrirspurnum fréttaveitunnar. Fyrr í þessum mánuði voru stjórnendur og starfsmenn lyfjafyrirtækis í eigu ríkisins sprautaðir af tilraunamótefni, þrátt fyrir að tilraunir á mönnum hafi ekki verið samþykktar þá. Lyfjafyrirtæki um heim allan keppast nú um að framleiða mótefni við Covid-19. Slíkt yrði mikill sigur fyrir það ríki sem verður fyrst, bæði pólitískt séð og vísindalega. Þar að auki gæti það verið reynst ríkjunum vel, efnahagslega. Af þeim mótefnum sem þykja líklegust til að bera árangur koma minnst átta frá Kína. Samkvæmt AP eru þau rúmlega tuttugu og þar af átta frá Kína. Gao vildi ekki segja hvaða mótefni hann hefði verið sprautaður og sagðist hann ekki vilja líta út fyrir að ganga erinda einhverra sérstakra lyfjafyrirtækja. Gao hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni í Kína og um heim allan vegna upprunalegra viðbragða CCDC á faraldri nýju kórónuveirunnar. AP segir hann hafa stigið úr sviðsljósinu í kjölfar faraldursins og að hann hafi ekki sést opinberlega í marga mánuði. Um 30 þúsund Bandaríkjamenn taka þátt í stærstu mótefnatilrauninni hingað til sem hófst í gær. Fólk víðsvegar um landið voru sprautuð af mótefni eða lyfleysu. Sú tilraun er á vegum National Institutes of Health og Moderna. Annað fyrirtæki, Pfizer, tilkynnti einnig að það væri að byrja eigin tilraun sem ætti að ná til 30 þúsund manna. Það eru þó nokkrir mánuðir þar til niðurstöður munu liggja fyrir. Í dag hafa um 16 og hálf milljón manna smitast af Covid-19, svo vitað sé, og rúmlega 650 þúsund manns hafa dáið. Þar af hafa nærri því 150 þúsund dáið í Bandaríkjunum, nærri því 90 þúsund í Brasilíu og rúmlega 45 þúsund í Bretlandi.
Kína Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Fleiri fréttir Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent