Deilan um legsteinasafnið snýst um hagsmuni fjárfesta en ekki listsköpun Páls Eva Hauksdóttir skrifar 28. júlí 2020 10:23 Þann 27. júlí sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Andrés Magnússon með fyrirsögninni „Listin og stjórnsýslan – Til varnar frænda mínum Páli frá Húsafelli“ þar sem hann leggur út af nýlegum dómi Héraðsdóms Vesturlands í máli legsteinasafnsins í Borgarbyggð. Eins og aðrir sem hafa talað máli Páls Guðmundssonar bendir Andrés á að hann sé frábær listamaður. Ég hef ekki séð nokkurn mann efast um að Páll sé merkilegur listamaður og Borgarbyggð til sóma en það bara kemur málinu ekki við, ekki frekar en það hvort hann er vel ættaður eða fríður sýnum. Jafnvel þótt hann væri Leonardo da Vinci endurborinn hefði það enga þýðingu. Málið snýst heldur ekki um það að nágranni Páls, Sæmundur Ásgeirsson, hafi eitthvað á móti Páli, list hans eða áhuga hans á því að varðveita legsteina. Reyndar var það Sæmundur sem safnaði saman fyrstu legsteinunum og kom þeim fyrir í Húsafellskirkju. Hann sá það ekki fyrir að peningamönnum dytti í hug að gera þær minjar að féþúfu. Málið snýst einfaldlega um það hvort Sæmundur Ásgeirsson á rétt á því að hafa sinn rekstur og sín bílastæði í friði. Misskilningur um málið Rétt er að benda á að það er ofsagt hjá Andrési að Páli sé gert að brjóta húsið niður. Honum er gert að fjarlægja það. Vonandi er mögulegt að flytja það. Það kostar auðvitað fyrirhöfn og peninga en á móti má benda á að Páll hefði getað forðast þann kostnað alfarið með því að leita samkomulags við nágrannann og fresta framkvæmdum þar til niðurstaða lægi fyrir. Sú hugmynd að með dómnum sé 40 milljóna hús farið forgörðum er angi af umræðu sem einkennist af nokkrum misskilningi um feril málsins. Það rétta er að deiliskipulag og byggingarleyfi voru kærð til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál (ÚUA) þann 2. ágúst 2016 en þá var engin vinna hafin við legsteinasafnið. Reyndar var ekki byrjað að grafa fyrir því fyrr en í ágúst 2017 þegar málið var komið til Umboðsmanns Alþingis. Það er því alrangt sem margir virðast telja að Páll hafi ekki haft ástæðu til að efast um rétt sinn fyrr en húsið var nær fullbyggt. Borgarbyggð gerði einnig ljósa þá afstöðu sína þegar byggingarleyfi var gefið út að nýju, eftir að hið fyrra hafði verið kært, að frekari framkvæmdir væru á ábyrgð Páls. Páli mátti því vera ljóst að hann væri að taka áhættu. Þótt flestir geti sjálfsagt fundið til með Páli er rétt að hafa í huga að Sæmundur hefur nú staðið í fjögurra ára baráttu til að fá rétt sinn viðurkenndan með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði. Allir sem hafa staðið í langvinnum deilum sem útheimta lögfræðiþjónustu vita að dæmdur málskostnaður hrekkur sjaldnast fyrir raunverulegum útgjöldum sem slík mál hafa í för með sér. Það var þó eina leiðin sem Sæmundi var fær til að takmarka tjón sitt vegna framkvæmda á vegum nágranna síns. Framkvæmdin snýst um ferðamannaiðnað og peningamenn Hvað varðar afglöp Borgarbyggðar í málinu má sannarlega taka undir með Andrési. Af gögnum málsins er ljóst að starfsmenn sveitarfélagsins hafa gert mörg og stór mistök (sem ég mun rekja síðar) og reyndar vakna spurningar um það hvort valdafólk innan sveitarfélagsins hafi gengið erinda þeirra sem vilja reisa menningarsetur í kringum Húsafellskirkju. Þar er ekki um einkahagsmuni Páls Guðmundssonar að ræða enda fráleitt að listamaður sem er ekki betur staddur fjárhagslega en svo að hann uppfyllir skilyrði gjafsóknar ráðist einn og óstuddur í byggingarframkvæmdir fyrir tugi milljóna, eingöngu til að varðveita legsteina og listaverk. Mágur og viðskiptafélagi Andrésar Magnússonar, athafnamaðurinn Helgi Eiríksson, hefur verið helsti talsmaður framkvæmda í landi Bæjargils a.m.k. frá ársbyrjun 2014. Í janúar það ár mætti Helgi með Páli á fund þar sem leitað var stuðnings sveitaryfirvalda við þessi uppbyggingaráform, svo sem sjá má af fundargerð Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar frá 6. janúar 2014. Helgi hefur alla tíð síðan talað á þeim nótum að mikil menningarstarfsemi sé fyrirhuguð á svæðinu. Ætlunin var augljóslega að koma á fót starfsemi sem stæði undir þeim mikla kostnaði sem lagt hefur verið í. Málið snýst því ekki um það hvort Páll geti haft legsteinasafnið til sýnis heldur það hvort þeir sem ætla að hafa tekjur af ferðamannaiðnaði í kringum það mega ganga á rétt nágranna. Hvaða aðilar það eru sem hafa fjármagnað framkvæmdir í landi Bæjargils og hugðust hafa af þeim tekjur er hinsvegar óljóst. Þegar pistillinn var birtur titlaði ég Andrés Magnússon sem „fulltrúa ritstjóra Morgunblaðsins“. Þar er um allt annan Andrés að ræða. Hlutaðaeigandi eru beðnir afsökunar á þessum mistökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Borgarbyggð Deilur um Legsteinasafnið í Húsafelli Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Þann 27. júlí sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Andrés Magnússon með fyrirsögninni „Listin og stjórnsýslan – Til varnar frænda mínum Páli frá Húsafelli“ þar sem hann leggur út af nýlegum dómi Héraðsdóms Vesturlands í máli legsteinasafnsins í Borgarbyggð. Eins og aðrir sem hafa talað máli Páls Guðmundssonar bendir Andrés á að hann sé frábær listamaður. Ég hef ekki séð nokkurn mann efast um að Páll sé merkilegur listamaður og Borgarbyggð til sóma en það bara kemur málinu ekki við, ekki frekar en það hvort hann er vel ættaður eða fríður sýnum. Jafnvel þótt hann væri Leonardo da Vinci endurborinn hefði það enga þýðingu. Málið snýst heldur ekki um það að nágranni Páls, Sæmundur Ásgeirsson, hafi eitthvað á móti Páli, list hans eða áhuga hans á því að varðveita legsteina. Reyndar var það Sæmundur sem safnaði saman fyrstu legsteinunum og kom þeim fyrir í Húsafellskirkju. Hann sá það ekki fyrir að peningamönnum dytti í hug að gera þær minjar að féþúfu. Málið snýst einfaldlega um það hvort Sæmundur Ásgeirsson á rétt á því að hafa sinn rekstur og sín bílastæði í friði. Misskilningur um málið Rétt er að benda á að það er ofsagt hjá Andrési að Páli sé gert að brjóta húsið niður. Honum er gert að fjarlægja það. Vonandi er mögulegt að flytja það. Það kostar auðvitað fyrirhöfn og peninga en á móti má benda á að Páll hefði getað forðast þann kostnað alfarið með því að leita samkomulags við nágrannann og fresta framkvæmdum þar til niðurstaða lægi fyrir. Sú hugmynd að með dómnum sé 40 milljóna hús farið forgörðum er angi af umræðu sem einkennist af nokkrum misskilningi um feril málsins. Það rétta er að deiliskipulag og byggingarleyfi voru kærð til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál (ÚUA) þann 2. ágúst 2016 en þá var engin vinna hafin við legsteinasafnið. Reyndar var ekki byrjað að grafa fyrir því fyrr en í ágúst 2017 þegar málið var komið til Umboðsmanns Alþingis. Það er því alrangt sem margir virðast telja að Páll hafi ekki haft ástæðu til að efast um rétt sinn fyrr en húsið var nær fullbyggt. Borgarbyggð gerði einnig ljósa þá afstöðu sína þegar byggingarleyfi var gefið út að nýju, eftir að hið fyrra hafði verið kært, að frekari framkvæmdir væru á ábyrgð Páls. Páli mátti því vera ljóst að hann væri að taka áhættu. Þótt flestir geti sjálfsagt fundið til með Páli er rétt að hafa í huga að Sæmundur hefur nú staðið í fjögurra ára baráttu til að fá rétt sinn viðurkenndan með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði. Allir sem hafa staðið í langvinnum deilum sem útheimta lögfræðiþjónustu vita að dæmdur málskostnaður hrekkur sjaldnast fyrir raunverulegum útgjöldum sem slík mál hafa í för með sér. Það var þó eina leiðin sem Sæmundi var fær til að takmarka tjón sitt vegna framkvæmda á vegum nágranna síns. Framkvæmdin snýst um ferðamannaiðnað og peningamenn Hvað varðar afglöp Borgarbyggðar í málinu má sannarlega taka undir með Andrési. Af gögnum málsins er ljóst að starfsmenn sveitarfélagsins hafa gert mörg og stór mistök (sem ég mun rekja síðar) og reyndar vakna spurningar um það hvort valdafólk innan sveitarfélagsins hafi gengið erinda þeirra sem vilja reisa menningarsetur í kringum Húsafellskirkju. Þar er ekki um einkahagsmuni Páls Guðmundssonar að ræða enda fráleitt að listamaður sem er ekki betur staddur fjárhagslega en svo að hann uppfyllir skilyrði gjafsóknar ráðist einn og óstuddur í byggingarframkvæmdir fyrir tugi milljóna, eingöngu til að varðveita legsteina og listaverk. Mágur og viðskiptafélagi Andrésar Magnússonar, athafnamaðurinn Helgi Eiríksson, hefur verið helsti talsmaður framkvæmda í landi Bæjargils a.m.k. frá ársbyrjun 2014. Í janúar það ár mætti Helgi með Páli á fund þar sem leitað var stuðnings sveitaryfirvalda við þessi uppbyggingaráform, svo sem sjá má af fundargerð Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar frá 6. janúar 2014. Helgi hefur alla tíð síðan talað á þeim nótum að mikil menningarstarfsemi sé fyrirhuguð á svæðinu. Ætlunin var augljóslega að koma á fót starfsemi sem stæði undir þeim mikla kostnaði sem lagt hefur verið í. Málið snýst því ekki um það hvort Páll geti haft legsteinasafnið til sýnis heldur það hvort þeir sem ætla að hafa tekjur af ferðamannaiðnaði í kringum það mega ganga á rétt nágranna. Hvaða aðilar það eru sem hafa fjármagnað framkvæmdir í landi Bæjargils og hugðust hafa af þeim tekjur er hinsvegar óljóst. Þegar pistillinn var birtur titlaði ég Andrés Magnússon sem „fulltrúa ritstjóra Morgunblaðsins“. Þar er um allt annan Andrés að ræða. Hlutaðaeigandi eru beðnir afsökunar á þessum mistökum.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun