Strætó fjarlægir myndir af börnum sem voru teknar án leyfis foreldra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2020 12:30 Myndin hefur verið tekin út af Instagram reikningi Strætó vegna brota á persónuverndarlögum. Skjáskot/Instagram Strætó tók nú fyrir hádegi niður myndir af krökkum sem birtar voru á Instagram-síðu Strætó en ekki var haft samband við foreldra barnanna áður en myndirnar voru birtar. Foreldri barns sem birt var mynd af á Instagram reikningi Strætó segir ljóst að börn séu ekki óhult í strætóvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Strætó hóf herferð á samfélagsmiðlum sínum nú í vor sem ber yfirskriftina #fólkiðístrætó en sama herferð var í gangi árið 2017 að sögn Guðmundar H. Helgasonar, markaðs- og upplýsingafulltrúa Strætó. Þá hafi þess verið gætt að haft var samband við foreldra barna áður en myndir af þeim voru birtar á samfélagsmiðlum en ljóst sé að mistök hafi verið gerð að þessu sinni. „Starfsmaðurinn sem er í þessu núna hjá okkur hefur sennilega klikkað bara á því, ég held það sé ekkert flóknara en það. Hann hefur bara farið út með myndavélina, tekið myndir og viðtöl og ekkert endilega pælt í því meira. Þetta eru bara mistök af okkar hálfu. Við áttum auðvitað að hafa samband við foreldrana. Það er alveg rétt,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. „Við bara gerum betur“ Foreldri drengs sem birt var mynd af á Instagram hafði samband við fréttastofu og vakti athygli á málinu. Foreldrið áréttar að til þess að birta mynd af barni á samfélagsmiðli þurfi fyrirtækið að fá samþykki forráðamanns, sem hafi sannarlega ekki verið gert í þessu tilviki. Herferðin felst í því að teknar eru myndir af notendum Strætó þar sem þeir bíða eftir vagni á stoppistöð og stutt viðtal sem svo er birt á Instagram reikningi Strætó. Guðmundur segir að þetta verði nú áréttað við starfsmanninn sem sér um herferðina að það verði að hafa samband við foreldra. „Við bara gerum betur,“ segir Guðmundur. „Þetta er alveg rétt,“ segir Guðmundur. Þetta samræmist ekki persónuverndarlögum. „Þetta eru mistök hjá sölu- og markaðsdeildinni.“ Myndunum verði því kippt niður þar sem þetta samræmist ekki persónuverndarlögum. „Við þurfum bara að kippa myndinni niður, við bara gerum það. Þetta er bara góð ábending og við hefðum átt að gera betur í þessu tilviki. Þegar við byrjuðum á þessu pössuðum við okkur á þessu en svo höfum við kannski bara dottið í smá kæruleysi þarna.“ Tvær aðrar myndir eru af börnum á Instagram-reikningi Strætó undir formerkjum herferðarinnar sem birtar voru á síðustu tveimur vikum. Ekki liggur fyrir hvort haft hafi verið samband við foreldra þeirra áður en myndirnar voru birtar. Strætó Persónuvernd Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ljósmæðrastrætóinn lagði af stað frá Spönginni Um götur bæjarins ekur nú strætisvagn skreyttur teikningum sem ætlað er að heiðra ljósmæður og þakka þeim fyrir sín störf. 24. júní 2020 21:32 Átök milli strætóbílstjóra og farþega Átök komu upp milli strætóbílstjóra og farþega klukkan rétt rúmlega sjö í gærkvöldi. Lögregla var kölluð á staðin og var rætt við báða aðila með réttarstöðu sakbornings. 17. júní 2020 07:40 Nýtt leiðanet Strætó í Hafnarfirði tekur gildi á morgun Nýtt leiðakerfi Strætó í Hafnarfirði tekur gildi í á morgun, en þar munu leiðir 22, 33, 34, 43 og 44 hætta akstri. 13. júní 2020 10:18 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Strætó tók nú fyrir hádegi niður myndir af krökkum sem birtar voru á Instagram-síðu Strætó en ekki var haft samband við foreldra barnanna áður en myndirnar voru birtar. Foreldri barns sem birt var mynd af á Instagram reikningi Strætó segir ljóst að börn séu ekki óhult í strætóvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Strætó hóf herferð á samfélagsmiðlum sínum nú í vor sem ber yfirskriftina #fólkiðístrætó en sama herferð var í gangi árið 2017 að sögn Guðmundar H. Helgasonar, markaðs- og upplýsingafulltrúa Strætó. Þá hafi þess verið gætt að haft var samband við foreldra barna áður en myndir af þeim voru birtar á samfélagsmiðlum en ljóst sé að mistök hafi verið gerð að þessu sinni. „Starfsmaðurinn sem er í þessu núna hjá okkur hefur sennilega klikkað bara á því, ég held það sé ekkert flóknara en það. Hann hefur bara farið út með myndavélina, tekið myndir og viðtöl og ekkert endilega pælt í því meira. Þetta eru bara mistök af okkar hálfu. Við áttum auðvitað að hafa samband við foreldrana. Það er alveg rétt,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. „Við bara gerum betur“ Foreldri drengs sem birt var mynd af á Instagram hafði samband við fréttastofu og vakti athygli á málinu. Foreldrið áréttar að til þess að birta mynd af barni á samfélagsmiðli þurfi fyrirtækið að fá samþykki forráðamanns, sem hafi sannarlega ekki verið gert í þessu tilviki. Herferðin felst í því að teknar eru myndir af notendum Strætó þar sem þeir bíða eftir vagni á stoppistöð og stutt viðtal sem svo er birt á Instagram reikningi Strætó. Guðmundur segir að þetta verði nú áréttað við starfsmanninn sem sér um herferðina að það verði að hafa samband við foreldra. „Við bara gerum betur,“ segir Guðmundur. „Þetta er alveg rétt,“ segir Guðmundur. Þetta samræmist ekki persónuverndarlögum. „Þetta eru mistök hjá sölu- og markaðsdeildinni.“ Myndunum verði því kippt niður þar sem þetta samræmist ekki persónuverndarlögum. „Við þurfum bara að kippa myndinni niður, við bara gerum það. Þetta er bara góð ábending og við hefðum átt að gera betur í þessu tilviki. Þegar við byrjuðum á þessu pössuðum við okkur á þessu en svo höfum við kannski bara dottið í smá kæruleysi þarna.“ Tvær aðrar myndir eru af börnum á Instagram-reikningi Strætó undir formerkjum herferðarinnar sem birtar voru á síðustu tveimur vikum. Ekki liggur fyrir hvort haft hafi verið samband við foreldra þeirra áður en myndirnar voru birtar.
Strætó Persónuvernd Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ljósmæðrastrætóinn lagði af stað frá Spönginni Um götur bæjarins ekur nú strætisvagn skreyttur teikningum sem ætlað er að heiðra ljósmæður og þakka þeim fyrir sín störf. 24. júní 2020 21:32 Átök milli strætóbílstjóra og farþega Átök komu upp milli strætóbílstjóra og farþega klukkan rétt rúmlega sjö í gærkvöldi. Lögregla var kölluð á staðin og var rætt við báða aðila með réttarstöðu sakbornings. 17. júní 2020 07:40 Nýtt leiðanet Strætó í Hafnarfirði tekur gildi á morgun Nýtt leiðakerfi Strætó í Hafnarfirði tekur gildi í á morgun, en þar munu leiðir 22, 33, 34, 43 og 44 hætta akstri. 13. júní 2020 10:18 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Ljósmæðrastrætóinn lagði af stað frá Spönginni Um götur bæjarins ekur nú strætisvagn skreyttur teikningum sem ætlað er að heiðra ljósmæður og þakka þeim fyrir sín störf. 24. júní 2020 21:32
Átök milli strætóbílstjóra og farþega Átök komu upp milli strætóbílstjóra og farþega klukkan rétt rúmlega sjö í gærkvöldi. Lögregla var kölluð á staðin og var rætt við báða aðila með réttarstöðu sakbornings. 17. júní 2020 07:40
Nýtt leiðanet Strætó í Hafnarfirði tekur gildi á morgun Nýtt leiðakerfi Strætó í Hafnarfirði tekur gildi í á morgun, en þar munu leiðir 22, 33, 34, 43 og 44 hætta akstri. 13. júní 2020 10:18