Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2020 11:53 Sóttvarnalæknir Vesturlands segir að enginn þeirra smituðu sé alvarlega veikur. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. Greint var frá því á sunnudag að sex ný innanlandssmit hefðu greinst og tengdust þau öll einstaklingi sem kom til landsins frá einu Eystrasaltslandanna 15. júlí og greindist síðar smitaður. Hann hafi skráð sig inn á erlendri kennitölu sinni en ekki íslenskri. Því hafi ekki verið gerð krafa um að hann sætti heimkomusmitgát og gengist undir aðra sýnatöku eftir komuna til landsins. Þórir Bergmundsson, sóttvarnalæknis Vesturlands, segir við Vísi að maðurinn sem greindist fyrst smitaður hafi reynst neikvæður fyrir veirunni við skimun á landamærunum. Þeir sex sem hafa síðan greinst smitaðir séu erlendir verkamenn sem starfa og búa með honum. Fólkið sé nú í einangrun og smitrakningarteymi hafi gert viðeigandi ráðstafanir. Ekkert þeirra sé alvarlega veikt. Enn er unnið að því að greina smitin og uppruna þeirra. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi.Vísir/Egill Bæjaryfirvöldum á Akranesi hafa ekki verið gefin fyrirmæli um sérstakar ráðstafanir vegna hópsýkingarinnar, að sögn Sævars Freys Þráinssonar, bæjarstjóra. Þau fylgi þeim almennu ráðstöfunum sem sóttvarnayfirvöld gefa út á hverjum tíma. Sævar Freyr segir Vísi að hópsýkingin sýni að faraldrinum sé hvergi nærri lokið og að hún ætti að vera fólki brýning um að virða sóttvarnareglur. „Við búum við á Íslandi núna töluvert frelsi sem margar þjóðir búa ekki við í þessu sambandi og það er mikilvægt að við virðum þessar reglur svo við fáum að halda áfram í það frelsi. Þetta er ekki sjálfsagður hlutur og þess vegna verður að taka þetta alvarlega. Þetta á ekki bara við um Akranes, þetta á við um alla landsmenn,“ segir bæjarstjórinn. Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Aftur boðað til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ 28. júlí 2020 10:24 Veiran líklega ekki legið í leyni á Íslandi Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. 28. júlí 2020 08:39 Virk kórónuveirusmit orðin 22: Tengsl við hópsýkinguna á Akranesi Innanlandssmit kórónuveirunnar greindist hér síðdegis og eru virk smit því orðin 22 talsins. 27. júlí 2020 21:21 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. Greint var frá því á sunnudag að sex ný innanlandssmit hefðu greinst og tengdust þau öll einstaklingi sem kom til landsins frá einu Eystrasaltslandanna 15. júlí og greindist síðar smitaður. Hann hafi skráð sig inn á erlendri kennitölu sinni en ekki íslenskri. Því hafi ekki verið gerð krafa um að hann sætti heimkomusmitgát og gengist undir aðra sýnatöku eftir komuna til landsins. Þórir Bergmundsson, sóttvarnalæknis Vesturlands, segir við Vísi að maðurinn sem greindist fyrst smitaður hafi reynst neikvæður fyrir veirunni við skimun á landamærunum. Þeir sex sem hafa síðan greinst smitaðir séu erlendir verkamenn sem starfa og búa með honum. Fólkið sé nú í einangrun og smitrakningarteymi hafi gert viðeigandi ráðstafanir. Ekkert þeirra sé alvarlega veikt. Enn er unnið að því að greina smitin og uppruna þeirra. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi.Vísir/Egill Bæjaryfirvöldum á Akranesi hafa ekki verið gefin fyrirmæli um sérstakar ráðstafanir vegna hópsýkingarinnar, að sögn Sævars Freys Þráinssonar, bæjarstjóra. Þau fylgi þeim almennu ráðstöfunum sem sóttvarnayfirvöld gefa út á hverjum tíma. Sævar Freyr segir Vísi að hópsýkingin sýni að faraldrinum sé hvergi nærri lokið og að hún ætti að vera fólki brýning um að virða sóttvarnareglur. „Við búum við á Íslandi núna töluvert frelsi sem margar þjóðir búa ekki við í þessu sambandi og það er mikilvægt að við virðum þessar reglur svo við fáum að halda áfram í það frelsi. Þetta er ekki sjálfsagður hlutur og þess vegna verður að taka þetta alvarlega. Þetta á ekki bara við um Akranes, þetta á við um alla landsmenn,“ segir bæjarstjórinn.
Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Aftur boðað til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ 28. júlí 2020 10:24 Veiran líklega ekki legið í leyni á Íslandi Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. 28. júlí 2020 08:39 Virk kórónuveirusmit orðin 22: Tengsl við hópsýkinguna á Akranesi Innanlandssmit kórónuveirunnar greindist hér síðdegis og eru virk smit því orðin 22 talsins. 27. júlí 2020 21:21 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32
Aftur boðað til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ 28. júlí 2020 10:24
Veiran líklega ekki legið í leyni á Íslandi Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. 28. júlí 2020 08:39
Virk kórónuveirusmit orðin 22: Tengsl við hópsýkinguna á Akranesi Innanlandssmit kórónuveirunnar greindist hér síðdegis og eru virk smit því orðin 22 talsins. 27. júlí 2020 21:21
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent