Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Selfoss 3-2 | Lygileg endurkoma á Hásteinsvelli Einar Kárason skrifar 28. júlí 2020 21:30 Eyjakonur fagna. Þær hafa unnið tvo leiki í röð. vísir/daníel Það var hart barist í baráttunni um Suðurlandið þegar ÍBV tók á móti Selfoss á Hásteinsvelli í kvöld. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og þurfti stuðningsfólk þeirra ekki að bíða í nema tæpar þrjár mínútur eftir fyrsta markinu. Clara Sigurðardóttir, Eyjastúlkan í liði Selfoss, átti þá frábæra sendingu inn í teig ÍBV beint á kollinn á Tiffany McCarty sem kom boltanum í netið af stuttu færi. Dagný Brynjarsdóttir var svo nálægt því að tvöfalda forystu gestanna stuttu síðar en skalli hennar yfir markið. Um miðjan fyrri hálfleikinn dró til tíðinda þegar boltinn barst inn í teig heimastúlkna og þaðan í höndina á Kristjönu Kristjánsdóttur. Vítaspyrna umsvifalaust dæmt og úr henni skoraði Dagný og útlitið bjart fyrir nágrannana. Karlina Miksone var nálægt því að minnka muninn þegar hún sá Kaylan Marcese, markvörð Selfyssinga, langt út úr marki sínu en boltinn hárfínt framhjá. Gestirnir höfðu alla yfirburði á vellinum í fyrri hálfleik og fóru inn í hléið tveimur mörkum til góðs. Klefaspjall ÍBV virtist skila árangri en það sást strax í byrjun síðari hálfleiks. Þær breyttu um leikkerfi og færðu sig framar á völlinn og virtust tilbúnar að selja sig dýrt til að ná í úrslit. Eftir um 5. mínútna leik í síðari hálfleik minnkuðu þær muninn þegar aukaspyrna Olgu Sevcova fór af varnarveggnum og í netið án þess að Kaylan kæmi nokkrum vörnum við. Jafnræði var með liðunum framan af síðari hálfleiks, færalega séð, en golan í bakinu á heimastúlkum virtist veita þeim kraft og voru þær alltaf líklegar til að bæta við mörkum. þær sköpuðu margar álitlegar sóknir en náðu ekki að binda enda á þær. Þannig gekk það þar til á 85. mínútu þegar Olga fær sendingu á miðjum vallarhelmingi Selfyssinga og stýrir boltanum inn í hlaupaleið Kristjönu sem keyrði alla leið inn í teig með tvo varnarmenn gestanna í sér áður en hún náði að pota boltanum framhjá Kaylan og í netið. Virkilega verðskuldað miðað við spilamennsku þeirra í síðari hálfleik. Þær voru þó ekki hættar en á sömu sekúndu og klukkan sló 90 mínútur átti Olga en eina sendinguna, nú á Miyah Watford sem komst ein gegn Kaylan í markinu. Miyah lagði boltann snyrtilega framhjá markverðinum og í netið. Fullkominn viðsnúningur. Selfoss reyndu eins og þær gátu að rétta stöðuna í uppbótartíma en allt kom fyrir ekki og því lauk leiknum með 3-2 sigri ÍBV í rosalegum fótboltaleik. Af hverju vann ÍBV? Frábært hugarfar og spilamennska í síðari hálfleik skilaði þessum sigri. Olga fór í gang og var óstöðvandi seinni 45. Hverjar stóðu upp úr? Olga Sevcova, Kristjana Kristjánsdóttir og Hanna Kallmaier fóru fyrir liði ÍBV í dag þó svo auðvelt væri að velja þær allar hérna miðað við síðari hálfleikinn.Úr liði gestanna sáum við fína spretti frá Clöru Sigurðardóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Tiffany McCarty ef við tökum mið af fyrri hálfleiknum.Hvað gekk illa?Bæði lið geta tekið á sig vondan hálfleik, en miðað við fenginn hlut hljóta gestirnir að naga af sér handabökin að hafa ekki náð neinu út úr þessum leik.Hvað gerist næst?ÍBV fer í heimsókn í höfuðborgina og mæta þar KR á meðan Selfyssingar fá Valskonur í heimsókn.Alfreð: Við koðnuðum bara niður„Mér fannst við mjög slakar í seinni hálfleik,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss eftir tapið gegn ÍBV.„Kúvendist, fyrri hálfleikur seinni hálfleikur. Þær tóku bara völdin og við koðnuðum bara niður.“Selfoss leiddu verðskuldað í hálfleik en sú saga átti eftir að breytast.„Bara lélegur leikur. Við vitum alveg fyrir hvað ÍBV stendur. Þær eru með svipuð gildi og við. Það er barátta, ákveðni, dugnaður og eljusemi. Þær vildu þetta bara meira í seinni hálfleik. Hlupu af sér rassgatið og pressuðu okkur í drasl og við bara koðnuðum niður.“Eftir vaska göngu undanfarið var Selfossliðinu kippti niður á jörðina í dag.„Við vitum alveg að við þurfum að leggja okkur fram til að vinna fótboltaleiki, sama hvaða lið það er. Ef við gerum það ekki þá eigum við í erfiðleikum. Þetta voru tveir hálfleikar, alveg svart og hvítt. Þetta er eitthvað sem við þurfum að fara vel í gegnum,“ sagði Alfreð að lokum.Það var hart barist í leik kvöldsins.vísir/daníelAndri: Voðalegt hálfkák í fyrri hálfleikAndri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður í eftir ótrúlega endurkomu ÍBV gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.„Geggjað comeback hjá okkur. Við vorum ekki sátt með fyrstu mínúturnar í fyrri hálfleik. Við gefum þeim í raun bara tvö mörk, eða þannig, „gefum.“ Kannski bara vel gert hjá þeim en við hefðum viljað vera í betri stöðu í hálfleik. En við breyttum aðeins í hálfleik. Færðum í 4-3-3 og settum pressu á þær og það gekk.“Gestirnir frá Selfossi fóru inn í hálfleikinn tveimur mörkum yfir en Eyjastúlkur kollvörpuðu leiknum í þeim síðari.„Við ræddum að við verðum að hafa trú á því að geta skorað ef við ætlum að skora. Þetta var voðalegt hálfkák í fyrri hálfleik. Menn í vitlausum hlaupum og höfðu ekki trú á þessu fannst mér. Við breyttum um taktík og settum bara á þær. Það telur aðeins að hafa smá vind í bakið.“Sigurmarkið kom á 90. mínútu eftir að jöfnunarmarkið hafi komið þegar fimm mínútur eftir lifðu leiks. Kristjana Kristjánsdóttir skoraði jöfnunarmarkið en hún færðist framar á völlinn þegar líða tók á leikinn.„Geggjað að svona stór og kraftmikill leikmaður eigi þessa orku eftir 90 mínútur. Það var ljúft að sjá hana setja hann inn.“Olga Sevcova var besti maður vallarins í dag, með mark og tvær stoðsendingar.„Við erum búnir að vera að reyna að kreista aðeins meira út úr henni og vonandi er hún bara að komast í betri takt við okkur. Hún er hörkuleikmaður og bara þvílík gæði í fótbolta.“Spurður að því hvort hann væri ekki sáttur með að ná að tengja saman sigurleiki hló hann létt og svaraði í stuttu máli.„Já.“ Pepsi Max-deild kvenna
Það var hart barist í baráttunni um Suðurlandið þegar ÍBV tók á móti Selfoss á Hásteinsvelli í kvöld. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og þurfti stuðningsfólk þeirra ekki að bíða í nema tæpar þrjár mínútur eftir fyrsta markinu. Clara Sigurðardóttir, Eyjastúlkan í liði Selfoss, átti þá frábæra sendingu inn í teig ÍBV beint á kollinn á Tiffany McCarty sem kom boltanum í netið af stuttu færi. Dagný Brynjarsdóttir var svo nálægt því að tvöfalda forystu gestanna stuttu síðar en skalli hennar yfir markið. Um miðjan fyrri hálfleikinn dró til tíðinda þegar boltinn barst inn í teig heimastúlkna og þaðan í höndina á Kristjönu Kristjánsdóttur. Vítaspyrna umsvifalaust dæmt og úr henni skoraði Dagný og útlitið bjart fyrir nágrannana. Karlina Miksone var nálægt því að minnka muninn þegar hún sá Kaylan Marcese, markvörð Selfyssinga, langt út úr marki sínu en boltinn hárfínt framhjá. Gestirnir höfðu alla yfirburði á vellinum í fyrri hálfleik og fóru inn í hléið tveimur mörkum til góðs. Klefaspjall ÍBV virtist skila árangri en það sást strax í byrjun síðari hálfleiks. Þær breyttu um leikkerfi og færðu sig framar á völlinn og virtust tilbúnar að selja sig dýrt til að ná í úrslit. Eftir um 5. mínútna leik í síðari hálfleik minnkuðu þær muninn þegar aukaspyrna Olgu Sevcova fór af varnarveggnum og í netið án þess að Kaylan kæmi nokkrum vörnum við. Jafnræði var með liðunum framan af síðari hálfleiks, færalega séð, en golan í bakinu á heimastúlkum virtist veita þeim kraft og voru þær alltaf líklegar til að bæta við mörkum. þær sköpuðu margar álitlegar sóknir en náðu ekki að binda enda á þær. Þannig gekk það þar til á 85. mínútu þegar Olga fær sendingu á miðjum vallarhelmingi Selfyssinga og stýrir boltanum inn í hlaupaleið Kristjönu sem keyrði alla leið inn í teig með tvo varnarmenn gestanna í sér áður en hún náði að pota boltanum framhjá Kaylan og í netið. Virkilega verðskuldað miðað við spilamennsku þeirra í síðari hálfleik. Þær voru þó ekki hættar en á sömu sekúndu og klukkan sló 90 mínútur átti Olga en eina sendinguna, nú á Miyah Watford sem komst ein gegn Kaylan í markinu. Miyah lagði boltann snyrtilega framhjá markverðinum og í netið. Fullkominn viðsnúningur. Selfoss reyndu eins og þær gátu að rétta stöðuna í uppbótartíma en allt kom fyrir ekki og því lauk leiknum með 3-2 sigri ÍBV í rosalegum fótboltaleik. Af hverju vann ÍBV? Frábært hugarfar og spilamennska í síðari hálfleik skilaði þessum sigri. Olga fór í gang og var óstöðvandi seinni 45. Hverjar stóðu upp úr? Olga Sevcova, Kristjana Kristjánsdóttir og Hanna Kallmaier fóru fyrir liði ÍBV í dag þó svo auðvelt væri að velja þær allar hérna miðað við síðari hálfleikinn.Úr liði gestanna sáum við fína spretti frá Clöru Sigurðardóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Tiffany McCarty ef við tökum mið af fyrri hálfleiknum.Hvað gekk illa?Bæði lið geta tekið á sig vondan hálfleik, en miðað við fenginn hlut hljóta gestirnir að naga af sér handabökin að hafa ekki náð neinu út úr þessum leik.Hvað gerist næst?ÍBV fer í heimsókn í höfuðborgina og mæta þar KR á meðan Selfyssingar fá Valskonur í heimsókn.Alfreð: Við koðnuðum bara niður„Mér fannst við mjög slakar í seinni hálfleik,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss eftir tapið gegn ÍBV.„Kúvendist, fyrri hálfleikur seinni hálfleikur. Þær tóku bara völdin og við koðnuðum bara niður.“Selfoss leiddu verðskuldað í hálfleik en sú saga átti eftir að breytast.„Bara lélegur leikur. Við vitum alveg fyrir hvað ÍBV stendur. Þær eru með svipuð gildi og við. Það er barátta, ákveðni, dugnaður og eljusemi. Þær vildu þetta bara meira í seinni hálfleik. Hlupu af sér rassgatið og pressuðu okkur í drasl og við bara koðnuðum niður.“Eftir vaska göngu undanfarið var Selfossliðinu kippti niður á jörðina í dag.„Við vitum alveg að við þurfum að leggja okkur fram til að vinna fótboltaleiki, sama hvaða lið það er. Ef við gerum það ekki þá eigum við í erfiðleikum. Þetta voru tveir hálfleikar, alveg svart og hvítt. Þetta er eitthvað sem við þurfum að fara vel í gegnum,“ sagði Alfreð að lokum.Það var hart barist í leik kvöldsins.vísir/daníelAndri: Voðalegt hálfkák í fyrri hálfleikAndri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var að vonum ánægður í eftir ótrúlega endurkomu ÍBV gegn Selfoss í Suðurlandsslagnum í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.„Geggjað comeback hjá okkur. Við vorum ekki sátt með fyrstu mínúturnar í fyrri hálfleik. Við gefum þeim í raun bara tvö mörk, eða þannig, „gefum.“ Kannski bara vel gert hjá þeim en við hefðum viljað vera í betri stöðu í hálfleik. En við breyttum aðeins í hálfleik. Færðum í 4-3-3 og settum pressu á þær og það gekk.“Gestirnir frá Selfossi fóru inn í hálfleikinn tveimur mörkum yfir en Eyjastúlkur kollvörpuðu leiknum í þeim síðari.„Við ræddum að við verðum að hafa trú á því að geta skorað ef við ætlum að skora. Þetta var voðalegt hálfkák í fyrri hálfleik. Menn í vitlausum hlaupum og höfðu ekki trú á þessu fannst mér. Við breyttum um taktík og settum bara á þær. Það telur aðeins að hafa smá vind í bakið.“Sigurmarkið kom á 90. mínútu eftir að jöfnunarmarkið hafi komið þegar fimm mínútur eftir lifðu leiks. Kristjana Kristjánsdóttir skoraði jöfnunarmarkið en hún færðist framar á völlinn þegar líða tók á leikinn.„Geggjað að svona stór og kraftmikill leikmaður eigi þessa orku eftir 90 mínútur. Það var ljúft að sjá hana setja hann inn.“Olga Sevcova var besti maður vallarins í dag, með mark og tvær stoðsendingar.„Við erum búnir að vera að reyna að kreista aðeins meira út úr henni og vonandi er hún bara að komast í betri takt við okkur. Hún er hörkuleikmaður og bara þvílík gæði í fótbolta.“Spurður að því hvort hann væri ekki sáttur með að ná að tengja saman sigurleiki hló hann létt og svaraði í stuttu máli.„Já.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti