Bandarískur forstjóri flutti fjölskylduna til Íslands þar sem börnin geta verið frjáls Birgir Olgeirsson skrifar 28. júlí 2020 19:05 Kevin Laws, forstjóri AngelList. Forstjóri bandarísks stórfyrirtækisins ákvað að flytja með fjölskylduna til Íslands til að geta lifað eðlilegu lífi. Hann segir Íslendinga eiga að prísa sig sæla með að geta notið lífsins áhyggjulaust í miðjum heimsfaraldri. Kevin Laws er forstjóri bandaríska fyrirtækisins AngelList sem aðstoðar sprotafyrirtæki við að vaxa og dafna. Voru eignir fyrirtækisins metnar á 244 milljarða íslenskra króna í fyrra. Kevin og fjölskylda hans búa í San Fransisco í Bandaríkjunum. Þegar ljóst var að líf barnanna yrði takmörkum háð, sökum sóttvarnaráðstafana í borginni, leitaði Kevin að stað þar sem þau gætu verið frjálsari. Þegar hann fékk boð um að aðstoða sprotafyrirtæki á Íslandi stóð ekki á svörum. „Ég hafði fylgst með því hvaða lönd höfðu brugðist vel við kórónuveirufaraldrinum. Ísland var eitt þeirra landa. Mér var boðið að vinna með sprotafyrirtækjum í frumkvöðlasetri á Íslandi. Þegar ég fékk boðið var ekki spurning fyrir mig að koma hingað með fjölskylduna. Hér er hægt að lifa eðlilegu lífi á öruggan máta,“ segir Kevin Laws. Má vera í 90 daga Hann sjálfur getur unnið vinnuna sína hvar sem er, svo lengi sem hann hefur nettengingu. Þannig hefur það verið hjá fólki sem starfar í tæknigeiranum í Bandaríkjunum. Sumir hafa valið að flytja til aldraðra foreldra sinna og vinna þaðan á meðan þeir hugsa um þá. Aðrir hafa leitað uppi öruggari lönd á borð við Nýja Sjáland og Ísland. Kevin tekur þó fram að þó hann sætti sig við að vera nánast hvar sem er svo lengi sem hann hefur aðgang að nettenginu, þá eigi það sama ekki við um börnin hans, þau þurfi aðeins meira frelsi en hann. „Líkt og sonur minn sem fór á fótboltaæfingar í gegnum fjarfundi á Zoom-forritinu. Á Íslandi fá þau að æfa sig á fótboltavellinum og skemmta sér konunglega.“ Verandi frá Bandaríkjunum þurfti Kevin að fá boð frá íslensku fyrirtæki um að vinna á Íslandi til að fá að ferðast hingað. Yfirvöld hafi farið yfir umsóknina og samþykki fékkst. Hann má vera hér í 90 daga með fjölskyldu sinni, eða fram í október, en segir að dvölin muni ráðast af því hvort að skólastarf barnanna muni fara fram í gegnum fjarkennslu eða ekki. Ef þau eigi að mæta í skólann þá fari þau aftur til Bandaríkjanna. Frelsið einstakt Hann segir þau hafa farið Gullna hringinn en aðallega hafi þau notið þess að vera frjáls utan dyra í Reykjavík. Eitthvað sem er ekki hægt að gera í Kaliforníu. Hann segir Íslendinga eiga að prísa sig sæla með það ástandið sem þeir búa við. „Það að hafa ríkisstjórn sem hefur komið á góðri leið til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum, með prófum og smitrakningu, sem verður þess valdandi að þið getið verði örugg en á sama tíma opin. Það eru ekki margir staðir á jörðinni þannig núna.“ Þó ástandið sé dökkt í Bandaríkjunum í dag er hann bjartsýnn á að það muni lagast í vetur. „Jákvæðni er svolítið bundin við þann geira sem ég starfa í. En ég er bjartsýnn því ég veit hvað er að gerast þegar kemur að þróun meðferða við veikindunum og bóluefnis. Ég trúi því að í lok vetrar munum við sjá eitthvað af því fyrir almenning. Þangað til snýst þetta um að geta lifað af bæði heilsufarslega og efnahagslega þar til bóluefni kemst á markað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandsvinir Bandaríkin Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Forstjóri bandarísks stórfyrirtækisins ákvað að flytja með fjölskylduna til Íslands til að geta lifað eðlilegu lífi. Hann segir Íslendinga eiga að prísa sig sæla með að geta notið lífsins áhyggjulaust í miðjum heimsfaraldri. Kevin Laws er forstjóri bandaríska fyrirtækisins AngelList sem aðstoðar sprotafyrirtæki við að vaxa og dafna. Voru eignir fyrirtækisins metnar á 244 milljarða íslenskra króna í fyrra. Kevin og fjölskylda hans búa í San Fransisco í Bandaríkjunum. Þegar ljóst var að líf barnanna yrði takmörkum háð, sökum sóttvarnaráðstafana í borginni, leitaði Kevin að stað þar sem þau gætu verið frjálsari. Þegar hann fékk boð um að aðstoða sprotafyrirtæki á Íslandi stóð ekki á svörum. „Ég hafði fylgst með því hvaða lönd höfðu brugðist vel við kórónuveirufaraldrinum. Ísland var eitt þeirra landa. Mér var boðið að vinna með sprotafyrirtækjum í frumkvöðlasetri á Íslandi. Þegar ég fékk boðið var ekki spurning fyrir mig að koma hingað með fjölskylduna. Hér er hægt að lifa eðlilegu lífi á öruggan máta,“ segir Kevin Laws. Má vera í 90 daga Hann sjálfur getur unnið vinnuna sína hvar sem er, svo lengi sem hann hefur nettengingu. Þannig hefur það verið hjá fólki sem starfar í tæknigeiranum í Bandaríkjunum. Sumir hafa valið að flytja til aldraðra foreldra sinna og vinna þaðan á meðan þeir hugsa um þá. Aðrir hafa leitað uppi öruggari lönd á borð við Nýja Sjáland og Ísland. Kevin tekur þó fram að þó hann sætti sig við að vera nánast hvar sem er svo lengi sem hann hefur aðgang að nettenginu, þá eigi það sama ekki við um börnin hans, þau þurfi aðeins meira frelsi en hann. „Líkt og sonur minn sem fór á fótboltaæfingar í gegnum fjarfundi á Zoom-forritinu. Á Íslandi fá þau að æfa sig á fótboltavellinum og skemmta sér konunglega.“ Verandi frá Bandaríkjunum þurfti Kevin að fá boð frá íslensku fyrirtæki um að vinna á Íslandi til að fá að ferðast hingað. Yfirvöld hafi farið yfir umsóknina og samþykki fékkst. Hann má vera hér í 90 daga með fjölskyldu sinni, eða fram í október, en segir að dvölin muni ráðast af því hvort að skólastarf barnanna muni fara fram í gegnum fjarkennslu eða ekki. Ef þau eigi að mæta í skólann þá fari þau aftur til Bandaríkjanna. Frelsið einstakt Hann segir þau hafa farið Gullna hringinn en aðallega hafi þau notið þess að vera frjáls utan dyra í Reykjavík. Eitthvað sem er ekki hægt að gera í Kaliforníu. Hann segir Íslendinga eiga að prísa sig sæla með það ástandið sem þeir búa við. „Það að hafa ríkisstjórn sem hefur komið á góðri leið til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum, með prófum og smitrakningu, sem verður þess valdandi að þið getið verði örugg en á sama tíma opin. Það eru ekki margir staðir á jörðinni þannig núna.“ Þó ástandið sé dökkt í Bandaríkjunum í dag er hann bjartsýnn á að það muni lagast í vetur. „Jákvæðni er svolítið bundin við þann geira sem ég starfa í. En ég er bjartsýnn því ég veit hvað er að gerast þegar kemur að þróun meðferða við veikindunum og bóluefnis. Ég trúi því að í lok vetrar munum við sjá eitthvað af því fyrir almenning. Þangað til snýst þetta um að geta lifað af bæði heilsufarslega og efnahagslega þar til bóluefni kemst á markað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandsvinir Bandaríkin Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira