Gáfu jákvæðar umsagnir um áfengissölu og styrktartónleika um verslunarmannahelgi Andri Eysteinsson skrifar 28. júlí 2020 21:47 Stefnt er að því að skemmta sér í Eyjum þrátt fyrir að Þjóðhátíð hafi verið blásin af. Vísir/Vilhelm Vestmannaeyjabær veitti í dag jákvæðar umsagnir við fimm umsóknum sem komu fyrir bæjarráð Vestmannaeyjabæjar í dag. Undir venjulegum kringumstæðum hefðu þúsundir manna flykkst til Vestmannaeyja um næstu helgi vegna Þjóðhátíðar sem haldin hefur verið um verslunarmannahelgi í áraraðir. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur hátíðinni verið aflýst en Eyjamenn eru hvergi að baki dottnir. Enn er búist við nokkrum fjölda til Eyja um næstu helgi og hefur lögreglan minnt á að reglum um fjöldatakmarkanir verði framfylgt þó að ekki verði af þjóðhátíð. Lagðar voru inn umsóknir um leyfi vegna áfengissölu, brennu og skemmtanahalds um næstu helgi. Vestmannaeyjabær veitti umsóknum Krárinnar ehf, 900 Grillhúss ehf. og the Brothers Brewery jákvæðar umsagnir en umsækjendur höfðu sótt um leyfi til sölu áfengis utandyra í tilefni Þjóðhátíðarhelgarinnar. Umsagnirnar eru veittar með fyrirvara um jákvæðar umsagnir hlutaðeigandi eftirlitsaðila. Þá var veitt jákvæð umsögn um umsókn um leyfi til að halda stóra brennu við Fjósaklett á föstudaginn líkt og hefð hefur verið fyrir á Þjóðhátíð. Þá var einnig gefið grænt ljós á styrktartónleika til styrktar ÍBV frá klukkan 23:00 1. ágúst til 03:30 2. ágúst. Tekið er fram í umsókn að um sé að ræða tækifærisleyfi án sölu áfengis. Tónleikarnir munu fara fram á bílastæði bak við húsið við Strandveg 30. Á sama tíma hafa Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld gefið út að til skoðunar sé hvort að herða þurfi gildandi samkomutakmarkanir og koma aftur á tveggja metra reglunni. Yfirvöld hafi áhyggjur af komandi helgi vegna ferðalaga landsmanna og hættu á dreifingu smits í samfélaginu. Fjórtán virk innanlandssmit eru í landinu en ekki hefur tekist að rekja tvö smit. Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Vestmannaeyjabær veitti í dag jákvæðar umsagnir við fimm umsóknum sem komu fyrir bæjarráð Vestmannaeyjabæjar í dag. Undir venjulegum kringumstæðum hefðu þúsundir manna flykkst til Vestmannaeyja um næstu helgi vegna Þjóðhátíðar sem haldin hefur verið um verslunarmannahelgi í áraraðir. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur hátíðinni verið aflýst en Eyjamenn eru hvergi að baki dottnir. Enn er búist við nokkrum fjölda til Eyja um næstu helgi og hefur lögreglan minnt á að reglum um fjöldatakmarkanir verði framfylgt þó að ekki verði af þjóðhátíð. Lagðar voru inn umsóknir um leyfi vegna áfengissölu, brennu og skemmtanahalds um næstu helgi. Vestmannaeyjabær veitti umsóknum Krárinnar ehf, 900 Grillhúss ehf. og the Brothers Brewery jákvæðar umsagnir en umsækjendur höfðu sótt um leyfi til sölu áfengis utandyra í tilefni Þjóðhátíðarhelgarinnar. Umsagnirnar eru veittar með fyrirvara um jákvæðar umsagnir hlutaðeigandi eftirlitsaðila. Þá var veitt jákvæð umsögn um umsókn um leyfi til að halda stóra brennu við Fjósaklett á föstudaginn líkt og hefð hefur verið fyrir á Þjóðhátíð. Þá var einnig gefið grænt ljós á styrktartónleika til styrktar ÍBV frá klukkan 23:00 1. ágúst til 03:30 2. ágúst. Tekið er fram í umsókn að um sé að ræða tækifærisleyfi án sölu áfengis. Tónleikarnir munu fara fram á bílastæði bak við húsið við Strandveg 30. Á sama tíma hafa Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld gefið út að til skoðunar sé hvort að herða þurfi gildandi samkomutakmarkanir og koma aftur á tveggja metra reglunni. Yfirvöld hafi áhyggjur af komandi helgi vegna ferðalaga landsmanna og hættu á dreifingu smits í samfélaginu. Fjórtán virk innanlandssmit eru í landinu en ekki hefur tekist að rekja tvö smit.
Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira