Segja heilbrigðiskerfið hársbreidd frá því að hrynja vegna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 29. júlí 2020 07:27 Carrie Lam tilkynnti hertar aðgerðir í baráttunni við kórónuveiruna á blaðamannafundi í dag. Qin Louyue/Getty Stjórnvöld í Hong Kong vara nú við því að heilbrigðiskerfi sjálfstjórnarhéraðsins hrynji en kórónuveiran er í stórsókn á svæðinu. Fólki er ráðlagt að halda sig heima fyrir og nýjar hertari reglur tóku í nótt gildi í borginni þar sem fólki er gert skylt að ganga með grímur og veitingastöðum þar sem fólk situr til borðs hefur verið gert að loka. Þá mega fleiri en tveir ekki koma saman, nema um sé að ræða nána fjölskyldumeðlimi. Um hundrað ný tilfelli koma nú upp á hverjum degi í Hong Kong en þar á bæ tókst mönnum að ná nokkuð góðum tökum á faraldrinum í byrjun árs og fyrir minna en mánuði voru tilfellin aðeins um tíu á dag að meðaltali. Í tilkynningu sem Carrie Lam, leiðtogi sjálfstjórnarhéraðsins, gaf út í gærkvöldi varaði hún við því að ef ekki næðust tök á útbreiðslu veirunnar myndi heilbrigðiskerfið hrynja. Afleiðingarnar yrðu dauðsföll og myndi það sérstaklega bitna á eldri borgurum. Hún biðlaði til íbúa að fylgja sóttvarnarreglum og halda sig heima eftir mestu getu. Þá tóku nýjar hertari reglur gildi í nótt í borginni, veitingastaðir lokuðu og ekki fleiri en tveir af sitt hvoru heimilinu mega koma saman. Hong Kong hefur ekki gengið svo langt áður í reglum til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá mun fólk, eins og áður sagði, vera skylt til að bera grímur fyrir vitum og fyrr í vikunni var tilkynnt að staðir líkt og barir, líkamsræktarstöðvar og snyrtistofur þyrftu að loka. Í byrjun mánaðarins var sett 50 manna samkomubann, svo var það hert í fjögurra manna samkomubann – og nú, tveggja. Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi nýsmitaðra víða um heim Tæplega 40 ríki heimsins hafa tilkynnt metfjölda nýrra smita af Covid-19 á undanfarinni viku. 25. júlí 2020 08:05 Metfjöldi nýgreindra í Hong Kong Síðastliðinn sólarhring greindist metfjöldi fólks með Covid-19 kórónuveiruna í Hong Kong. Aðgerðir í baráttunni við veiruna verða hertar. 19. júlí 2020 22:26 Segir enga sérmeðferð í boði fyrir Hong Kong í skugga öryggislaganna Hong Hong fær framvegis enga sérmeðferð frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum en sjálfstjórnarhérðaðið hefur löngum verið undanskilið alls kyns refsiaðgerðum og tollum sem Kína hefur mátt sæta. 15. júlí 2020 08:35 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira
Stjórnvöld í Hong Kong vara nú við því að heilbrigðiskerfi sjálfstjórnarhéraðsins hrynji en kórónuveiran er í stórsókn á svæðinu. Fólki er ráðlagt að halda sig heima fyrir og nýjar hertari reglur tóku í nótt gildi í borginni þar sem fólki er gert skylt að ganga með grímur og veitingastöðum þar sem fólk situr til borðs hefur verið gert að loka. Þá mega fleiri en tveir ekki koma saman, nema um sé að ræða nána fjölskyldumeðlimi. Um hundrað ný tilfelli koma nú upp á hverjum degi í Hong Kong en þar á bæ tókst mönnum að ná nokkuð góðum tökum á faraldrinum í byrjun árs og fyrir minna en mánuði voru tilfellin aðeins um tíu á dag að meðaltali. Í tilkynningu sem Carrie Lam, leiðtogi sjálfstjórnarhéraðsins, gaf út í gærkvöldi varaði hún við því að ef ekki næðust tök á útbreiðslu veirunnar myndi heilbrigðiskerfið hrynja. Afleiðingarnar yrðu dauðsföll og myndi það sérstaklega bitna á eldri borgurum. Hún biðlaði til íbúa að fylgja sóttvarnarreglum og halda sig heima eftir mestu getu. Þá tóku nýjar hertari reglur gildi í nótt í borginni, veitingastaðir lokuðu og ekki fleiri en tveir af sitt hvoru heimilinu mega koma saman. Hong Kong hefur ekki gengið svo langt áður í reglum til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Þá mun fólk, eins og áður sagði, vera skylt til að bera grímur fyrir vitum og fyrr í vikunni var tilkynnt að staðir líkt og barir, líkamsræktarstöðvar og snyrtistofur þyrftu að loka. Í byrjun mánaðarins var sett 50 manna samkomubann, svo var það hert í fjögurra manna samkomubann – og nú, tveggja.
Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi nýsmitaðra víða um heim Tæplega 40 ríki heimsins hafa tilkynnt metfjölda nýrra smita af Covid-19 á undanfarinni viku. 25. júlí 2020 08:05 Metfjöldi nýgreindra í Hong Kong Síðastliðinn sólarhring greindist metfjöldi fólks með Covid-19 kórónuveiruna í Hong Kong. Aðgerðir í baráttunni við veiruna verða hertar. 19. júlí 2020 22:26 Segir enga sérmeðferð í boði fyrir Hong Kong í skugga öryggislaganna Hong Hong fær framvegis enga sérmeðferð frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum en sjálfstjórnarhérðaðið hefur löngum verið undanskilið alls kyns refsiaðgerðum og tollum sem Kína hefur mátt sæta. 15. júlí 2020 08:35 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira
Metfjöldi nýsmitaðra víða um heim Tæplega 40 ríki heimsins hafa tilkynnt metfjölda nýrra smita af Covid-19 á undanfarinni viku. 25. júlí 2020 08:05
Metfjöldi nýgreindra í Hong Kong Síðastliðinn sólarhring greindist metfjöldi fólks með Covid-19 kórónuveiruna í Hong Kong. Aðgerðir í baráttunni við veiruna verða hertar. 19. júlí 2020 22:26
Segir enga sérmeðferð í boði fyrir Hong Kong í skugga öryggislaganna Hong Hong fær framvegis enga sérmeðferð frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum en sjálfstjórnarhérðaðið hefur löngum verið undanskilið alls kyns refsiaðgerðum og tollum sem Kína hefur mátt sæta. 15. júlí 2020 08:35